Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.1931, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.1931, Blaðsíða 7
LISBÓK MORGUNBLAÐSINt 375 G) Víósjá Þegar Knud Rasmussen kom heim til Kaupmannahafnar úr seinasta leiðangri sínum, var honum tekið með kostum og kynjum og flutti Stauning forsætisráðherra ræðu fyrir minni hans. Hjer á myndinni sjást þeir Rasmussen og Stauning og er myndin tekin rjett eftir að skipið hafi lagst að bryggju. Svo sem kunnugt er, þykist Rasmussen hafa fundið í þessari ferð sinni skólarústir Þor- gils örrabeinsstjúps undir jöklum í Austur-Grænlandi. Gerhard Hauptmann og Emil Ludwig tveir nafnkunnustu rit- höfundar Þjóðverja, liittust nýlega suður í Locarno. Blaðamaður, sein þar var staddur greip tækifærið og náði þessari mynd af þeim. Kvenfólkið er stiiðugt að taka að sjer nýjar og nýjar atvinnu- greinir, sem karlmenn einir gegndu áður. Hjer á myndinni sjest kona, sem er dyravörður við eitt af hin- um stóru vöruhúsum í París. Merlene Dietrich, hin fræga þýska kvikmyndaleikkona, og dótt ir hennar. liins og flestar kvik- myndakonur er Marlene Dietrich vönd að myndum af sjer, en þetta segir hún sjálf að sje besta mynd- *n. — Vopnahljesdagurinn. í Englandi var hann haldinn hátíðlegur í ár eins og áður, með tveggja mínútna þögn og kyrð um alt landið. Hjer á myndinni sjest fjármaður, sem stendur grafkyr með húfuna i hencUnni þessar tvær mínútur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.