Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1931, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1931, Blaðsíða 6
406 Mjer datt þegar í hug, segir Gatti, að hjer hafi verið tiin eitt- livert sjerstakt afbrigði að ræða. En hvað skyldi vera því til fyrir- stöðu að í frumskógunum þarna leyndist sjerstök tegund Górilla? — Þarna hafa til dæmis fundist nýlega áður óþekt dýr, svo sem Bongo og Okapi. Hver mundi hafa tniað þvi fyrir nokkurum árum, ef einhver blániaður hefði skýrt frá því, að i skógunum væri dýr, sem hefði Zebra-fætur, Antilopu- búk og Gíraffa-háls? En þannig er Okapi. Gatti var nú um það hugað, að komast eftir því hvað hæft væri í frásögninni um rauðu Gór- illa-apana, en þá veiktist hann svo af hitasótt, að hann varð að fara norður til Kairo, og dvelja þar marga mánuði sjer til heilsubótar. En nú er hann lagður á stað í nýjan leiðangur og ætlar ekki að koma aftur fyr en hanr hefir fr.ndið rauðu apana. BernsNuminning. Ljúft er að syngja um sól ogvorin, sæludrauma og vonalönd. Ljúft er að vera ljósi borinn. Ljúft er að ganga bernskusporin, leiddur, studdur, hlýrri hönd. Bernskan hjalar blíðum rómi, björt og fögur guðamál. Irmi í hreinum helgidómi, hjartans kæi"sta vonablómi, nærir yl hin unga sál. Þegar gjólan nöpur næðir, nýtur bernskan sálai’yls, blíðust vonin bölið græðir, brosið öldnu hjarta fæðir, sigrar öflin íss og byls. Þegar grána höfuðhárin. hinna, sem þjer standa fjær, blíð að muna bernsku árin björtu, heitu hvarmatárin, þau eru oft svo undiírkær. Hjálmar Þorsteinsson. Hofi. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Rtuinnuleysið í Pýskalanði, Gróðrarstíur bolsivismans. Berlín, í des. Eitt hið ískyggilegasta við á- standið í Þýskalandi, er atvinnu- leysið. —- Samkvæmt opinberum skýrslum voru í öllu landinu 4.880.000 atvinnuleysingjar í nóv- emberlok. Og jafnframt því, að þessi tala var birt, var því spáð, að í vetur mundi atvinnuleysingj- um fjölga um 2—3 mi'ljónir, en ];eir, sem svartsýrastir ei-u, spá því, að þeim fjölgi um helming í vetur. Hjer í Berlín ev atvinnuleysið auðvitað ekki minna en annars staðar. I borgarliverfinu ,Norden‘, sem stundum er nefnt „Nýja Moskva]' býr um ein miljón mauna og af þeim eru 200 þús. atvinnulausir. Þar er aumasta fá- tæktin í allri Berlín. Hús eru þar sexlyft og byggingarstíllinn er fornfálegur, hver hæðin gengur fram af annari og þar sem götur eru þröngar, ná efstu hæðir hús- anna báðum megin við götuna næstum sainan. f þessum sex hæða húsum búa heilar fjölskyldur, hver í einu herbergi. Fimm til sex manna fjölskylda í einu köldu herbergi. Fátæktin er og hvergi jafn aug- ijós og þarna. Óþrifnaður er gíf- urlegur, einkuni í bakhiisagörðun- um. Húsin í hverri götu eru sam- bygð og að baki þeirra er einn stór garður, sameiginlegur fyrir alla húsaröðina. Garðar þessir voru lengi þyrnir í augum lög- reglunnar, því að þegar óeirðir urðu, flúðu óeirðaseggimir jafn- an í þessa húsagarða, fóru síðan út á götuna nokkuru ofar eða neðar og siuppu þannig úr hönd- um Iögreglunnar. Og óeirðir eru þarna oft og tíðum, þar sem þarna býr fjöldi kommúnista. Við síðustu kosningar voru greidd 150 þúsund kommúnistaatkvæði í þessu hverfi. Reynslan hefir mi kent lögreglunni hvernig hiín geti auðveldast og skjótast bælt niður óeirðir, sem þarna brjótast út. Þegar dregur upp óeirðabliku um- kringir 1000 „Schupoa“-sveit ó- eirðasvæðið og öll Ijós em slökt á götunum, og hvergi má sjást ljós í gluggá. Að öðrum kosti verður samstundis send kúla inn um gluggann. Lögreglan er vel vígbúin, með byssum, vjelbyssum o. s. frv. f nokkura daga er hverf- ið umsetið með þessu móti, þar til víst er orðið, að óeirðirnar sjeu niður bældar . Armæða er og rnikil í Neuköln i Berjín (oft nefnd Litla-Moskva). Þar er hún þó ekki eins augljós. Þrifnaður er þar mikill og engin sjást ytri merki fátæktarinnar. En innandyra lifa þar, sem í „Nýju Moskva“, heilar fjölskyldur { einu lierbergj við aumasta kost. Þar var blóðbað mikið 1929 og þaðau er spáð að kommúnistabyltingin rísi, brjótist hún út í vetur. Eins og fólkið í þessum tveim fátækustu hverfum Berlínarborg- ar lifir, eins lifir fjöldinn allra atvinnuleysingja í Þýskalandi. Grænlandshval rak nýlega á Jót- landi. Var hvalurinn lifandi er hann „strandaði“. Fyltust menn veiðihug er þeir sáu hvalreka þenna, og tóku til óspiltra málanna, að sálga hvalnum, en tókst óhöndug- lega. Byssukúlur gengu ekki inn úr spikinu, að því er stendur í dönsku blaði. Tilraun til að kæfa hvalinn, með því að troða tvisti í öndunaropið, mistókst einnig, því livalurinn spýtti tvistinum í háa loft. Sargað var lífið úr hvalnum með ýmiss konar lagvopnum. og tók það 20 klst. Vakti aðferðin svo mikla gremju manna. að talað var um að kæra veiðimennina fyrir iila meðferð á skepnu þessari. Hann: Hjer hefí jeg nú staðið og biðið eftir þjer á annan klukku- tíma. Hún: En, góði — jeg sagði þjer að það gæti vel verið að jeg tefðist 5—10 mínútur. Á barnadansleik. — Herrann: Mamma sagði mjer að jeg skvldi fara til þín og spyrja þig hvort þú vildir gera mjer þá ánægju að dansa við mig.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.