Lesbók Morgunblaðsins - 10.01.1932, Qupperneq 1

Lesbók Morgunblaðsins - 10.01.1932, Qupperneq 1
I Veiðihaukar. Hinn forna sið tiginborinna manna að fara á veiðar með hauku, œtla Englendingar nú að fara að taka upp aftur. Hefir nýlega verið stofn- að fjelag I Englandii — Oxford University Falcrong Club — sem hefir sett sjer það markmið að endurvekja þessa gömlu veiðiað- ferð og íþrótt. Veiðihaukana á að œfa i Elsfield Manor, óðalssetri skamt frá Oxford. Eigandi þess heitir John Buchan og er hann einhver helsti forgöngumaður þessa fjelagsskapar. f álkaveiðar (|>. e. veiðar með íálkum) hafa bæði viltar þjóðir og menningarþjóðir stundað af miklu kappi og áhuga, og slíkar veiðar hafa tíðkast síðan sögnr hófust. líftir því sem menn best vita voru hinir fornu Kínverjar forgiingu- menn á þessu sviði, eins og svo mörgum öðrum, og fvrir 4000 árum rituðu þeir bækur um þá list að temja fálka til veiða. Meðal hirð- ingjaþjóðanna í Asm liafa veiðar þessar verið reknar í stórum stfl, og af gömlum söguspjöldum og höggmyndum 'má sjá það að Ba- byloníumenn, Assyríumenn og Forn-Egyptar höfðu miklar mætur á veiðum þessum. Þær hafa og verið stundaðar, og eru stundaðar enn í dag í Indlandi, Arabíu. Per- sui, Marokko, Tunis og Algier, og erin fremur af Indíánum í Perú. Ekki vita menn með vissu hvort Forn-Grikkir og Rómverjar stund- uðu sjálfir haukaveiðar, en Aristo- trles, Plinius og Martialis geta þó um þær. Sennilega hefir þessi sið- ur að veiða með haukum, borist hingað til álfu með Húnum um aldamótin 400, og ruddi hann sjer ótrúlega fljótt til rúms um öll Hind. Og á miðöldunum þóttu haukaveiðar Irin göfugasta í- þrótt og hæfa hinum tignustu mönnum. Enda fór fljótt svo að hún var ekki fyrir aðra en höfð- i.sgja og konungborna menn. Karla magnús keisari setti t. d. lög, sem bönnuðu ölcum ófrjálsum mönnum að stunda haukaveiðar, og eftir ]>að að Vilhjálmur bastarður hafði lagt undir sig England, setti hann sams konar liig þar. Og svo þótti mikið til þessara veiða koma, að yfirfálkameistari Frakkakonungs, sem hafði ótal þjóna undir sjer, • var um langt skeið liæst launaði embættismaður ríkisins. Mestur Ijómi var yfir hauka- veiðunum á dögum Krossferðanna. A ar þá sonum tiginna manna þegar í æsku kent. að „varpa haukum“ og ekki lögð minni rækt við þá kenslu en að kenna þeim vopna- burð eftir öllum listarinnar regl- um. Þótti það þá fraini hverjum höfðingja að eiga sein flesta, fal- legasta og besta veiðihauka og kunna vel að fara ineð þá og beita þeim. ^að keniur þráfaldlega fyrir, þar sem menn eru á veiðum, að rán- fuglar sveima liátt í lofti yfir veiði svæðinu og fylgjast nákvæmlega með öllu sem gerist, til þess að- vcra alt af viðbúnir að hremma Iráð úr liöndum veiðimannanna ef tækifæri gefst. Og sennillega er það vegna þess, að menn hafa tckið eftir þessu, að þeim hefir dottið í hug að nota ránfuglana til veiða. Og fyrst í stað hafa veiðar þessar ekki verið stundaðar sem sport, heldur sem atvinnuvegur. Þá hafa haukarnir verið veiði- mönnum jafn-nauðsynlegir og byss an er þeim nú á dögnm. Elsta aðferðin til jiess að ná sjer í veiðihauka var sú að ná í egg þeirra eða unga. En seinna fóru menn að hafa trú á því, að

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.