Lesbók Morgunblaðsins - 24.01.1932, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 24.01.1932, Blaðsíða 6
18 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Veiðihaukar. (Framh.)- 1 þessu er ekki fóigin nein einka- rjettindi til kaupa, og til þess að öðlast þenna rjett þurfti engin lagafyrirmæli; alt öðra máli var að gegna í Noregi, þar sem kon- ungur liafði einkarjett til fálka. En nú hafði erkistóllinn fengið í Xaregi með páfabrjefinu frá 1194 tíikmarkaðan rjett til fálkakaupa, og þenna rjett hefir hann að vísu notað hjer á landi einnig, en alveg óskorað, þar sem konungur hafði þá engin slík rjettindi. Með því að konungur fengi einkarjett til veiða, hurfu rjettindi erkistólsins og því hlaut kirkjan auðvitað að mótmæla, enda hefði kirkjan þá liaft minni rjett hjer en hún hafði í Noregi. 1 deilum sínum við Rafn vísar konungur einnig til sátta- gerðarinnar milli erkibiskups og Magnúss konungs frá 1273, þar sem fornt frelsi kirkjunnar skyldi lialdast um fálkaveiðar, og virðist hann því ekki fara þar öðru fram, en að erkistólbnn njóti sama rjett- ar hjer og í Noregi. En rjett til fálkaveiða á kirkjueignum hafði kirkjan lijer að landslögum, sem hver annar landsdrottinn. — Að kirkjan væri svift rjetti til að veiða fálka á sínum eignum, var bæði að ganga gegn landslögum og rjetti kirkjunnar. Enda kann- ast sjálfur Rafn Oddsson við það, að um fálkaveiðar á kirkjueignum liafi biskup mikið til síns máls ,,þótt mjer sýnist siHkir hlutir nú á konungs valdi vera". (Bps. I. 739). I Árna biskups sögu kemur ekki greinilega í ljós mismunurinn á grundvellinum fyrir rjetti kirkj- unnar annars vegar til veiða og hins vegar til kaupa. Enda skiftir það ekki miklu máli, hvort rjett- nrinn var bygður á beinum laga- fyrirniælum, eins og rjetturinn til veiða á kirkjueignum, eða um var nð ræða „fornt frelsi" frjálsræði, til að kaupa, sem kirkjan hafði notið, því að skerðing þessara rjett inda af verslegu valdi var á- gengni, sem kirkjan mátti ekki |)Ola. En að erkistóllinn hafi talið sig hafa einkarjett til veiða á öðr- um eignum en kirkjueignum og nokkurn einkarjett til kaupa þeirra fálka, sem veiddir voru annars staðar, virðist einmitt ekki vera, því að Árni biskup samþykti. að bændur láti konung veiða á sínum jörðum og þó svo, að haun leggi verð eftir, en aftur sje kon- ungi óheimil veiði á kirkjueignum. (Bps. I. 718). Ákvæði þetta, eins og Árni biskup hafði samþykt það, varð síðan að lögum (Jb. Lbb. k. 58). Verður því ekki sagt, að kon- ungur hafi með Jónsbókarlögum tekið undir sig nokkur einkarjett- indi, sem kirkjan taldi sig hafa í þessu efni. Onnur ákvæði Jb., svo um vali sem aðra fugla, eru mjög í samræmi við ákvæði Grágásar. ^á rjettur, sem konungur öðlast til vaiveiða, er ekki einkarjettur, lieldur forrjettur sá, að meiga veiða á hvers bónda jörðu, þó gegu því, að greiða jarðeiganda verð fyrir hvern fálka, sem veidd- ur er. Þá vali, sem konungsmenn veiða á almenningum, afrjettum og fjóllum, þarf hann hins vegar ekki að greiða gjald fyrir, þar sem það land taldist konungs eign, sem enginn þegn haus gat helgað sjer. Hins vegar er þess hvergi getið, að. konungur hafi forkaups- rjett að fálkum, og er það í góðu samræmi við það, að kauparjettur kirkjuunar helst. En í rjettarbót- inni frá 1314 (Jb. bls. 298 20), er ákvæði, sem getur hafa verið sett bæði til ákvörðunar því, hversu mikið gjald fálkafangarar konungs skyldu gjalda, Og að öðru leyti verið almenn regla, þegar jarðeigandi leyfði óðrum fálka- veiði í sínu landi, að ,,ef maðr tekr fálka á annars manns jörðu, eigi sá tvo hluti verðs er á jörðu býr, en sá þriðjung er tók". Eftir þetta finst ekkert alnient ákvæði um fálkaveiðar hjer á landi fyr en 300 árum síðar. n verjar framkvæmdir urðu um fálkaveiðar á næstu öldum er ekki kunnugt. Skilríki fyrir því munu ekki vera til að neinu ráði. Þó er þess getið 154S (D. I. XII. nr. 60), að fuglafangarar liggi hjer við og konungur hafi af því tekjur. Hjer er eflaust um fálkafangara að ræða, sem tekið hafa veiðj á leigu. Hvort svb hafi verið að staðaldri er óvíst, en hins má geta til, að kirkjan liafi meðan hún hafði völd neytt síns rjettar, þó ekki finnist uú bi'je'f fyrir þessu hjer á landi. Það er aftur víst, að íslenskir fálk- ar vom á öllum ])essum öldum, 14., 15. og 16. óid, mjög eftirspurðir, þvi að ágæti þeirra ruddi sjer stöðugt til rúms í álfunni. Það getur því ekki verið val'i á því, að þjóðir þær, Englendingar, Hol- lendiagar og Þjóðverjar, er mesta höfðu sigling hingað, bæði til fiski- veiða og kaupskapar, hafi reynt að ná í ])á fálka, sem þær gátu bæði með veiðum og kaupum. Fálka- tekja landsins hefir því lent hjá ])essum þjóðum einkum, en kon- ungur hefir haft hennar lítil not. Sem dæmi er styrkir þetta, má geta þess, að Þjóðverjar þeir, er rændu Bæ á Rauðasandi 1578 fóru þangað eftir tilvísun falkafangara, sem var á skipi fieirra og var í nöp við Eggert lögmann Hannes- son. (Annálar Bmf. I., 158). Enn fremur bendir hið fyrsta brjef, sém þekt er, frá Danakonungi til Is- lendinga viðvíkjandi fálkum, frá 19. maí 1579 (Lagas. M. Ket. IT. 94—95), til þess, að. konungur hafi þá ekki notað veiðirjett sinn eða talið sig eiga forkaupsrjett að fálk- um. 1 brjefum biður konungur einn og sjerhvern að unna höfuðsmann- inum sín vegna kaups á undarleg- um og fágætum gripum, sem finn- ast kunna hjer á landi, hvítabjörn- um, hvítum fálkiim og rostungs- tcnnum, og muni hann greiða fiilt verð fyrir. I kgsbr. 1634 til höfuð- ínanns er tónninn orðinn annar, ]iar er honum skipað að kaupa hjá iillum fálkaföngurum og á öllum fá'.kastöðvum alla hvíta fálka, og er svo að skilja, að.þeim sje skylt að selja sem hafi. k að er fyrst þegar einokunarversl

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.