Lesbók Morgunblaðsins - 24.01.1932, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 24.01.1932, Blaðsíða 7
LÉSBÓK MORGUNBLAÐSÍNÖ unin hefst hjer, að konungur fer að gæta rjettar síns til fálkaveiða, því að um það leyti verður þess fyrst vart, að hann tak} að stað- aldri að selja fálkaveiðarnar á leigu íitlendingum ,einkum Eng- lendingum og Hollendingum. Þeg- ar árið 1606 kvartar verslunarfje- lagið yfir enskum fálkaföngurum, sem til landsins koma árlega og reki verslun við landsmenn. Kon- ungur skrifar höfuðsmanninum íit ar þessu 16. apríl 1906 (M. Ket. 11. 224) og leggur fyrir hann, að láta lögmenn sækja fálkafangara til sekta fyrir óieyfilega verslun, en ekki skuli lagðar hömlur á fálkaveiði þeirra, því að „deraf gives Os og Kronen Told og Rettig hed“. Það má því einmitt ætla það, að konungur hafj samtímis með einokuninni tekið fyrir ail- vöru að hagnýta sjer fálkaveiðarn- ar hjer, hvort sem hann hefir bygt rjett sinn til þess á eldri lögum eða á sams konar rjettargrund- velli og einokunina. En nú var einnig vald kirkjunnar úr sögunni og konungur orðinn liandhafi þeirra rjettinda er hún hafði. Landsmenn munu til þess tírna hafa litið svo á, að þeir hefðu sjálfir rjett td að veiða fálka og að konungur hefði engan einka- rjett til þess, því að sjálfur lög- maðurinn, Gísli Þórðarson, leyfir enskum manni nokkrum fálkaveið- ar og verður það tilefni til kgsbr. 30. apríl 1614 (Lovs.f. ísl. I., 177), þar sem liöfuðsmanni er boðið að draga lögmann fyrir lög og dóm fyrir tiltækið ,með því að fálka- veiðar sjeu einkarjettindi konungs, og enginn af þegnum hans hafi rjett til veiða eða megi leyfa öðr- um að gera það. Hjer er það bert, af konungur tekiu’ sjer meiri rjett eu hann áður hafði að lögum. Þetta bann hefir að líkum þótt ný- stárlegt og því verið illa tekið, enda hafa landsmenn veitt fálka alt að einu 0g selt útlendingum. í brjefi 31. maí 1662 kveðst kon- ungur hafa orðið þess vísari, að menn veiði og selji fálka; ítrekar hann bannið frá 1614 og skorar á höfuðsmann að kunngera þetta í öllum sýslum, enda var það lesið á Alþingi, og rannsaka málið ítar- lega; sjerstaklega er það tekið fram um lögmenn og sýslumenn, ef þeir liafi gerst sekir í þessu efni, að þá skuþ ]>eir sviftir em- bætti og þeiin refsað að auki. llan fyrri lielming 17. aldar rak konungur ekki veiðina fvrir eigin reikning, Iieldur var útlendingum seld veiðileyfi í vissum hjeruðum. Þannig fær euskur maður fyrir tilmæli Carls Englandsprins leyfi 1622 til að veiða svo inarga fálka, sem hann getur i næstu 7 ár á þeim stöðum, er enginn hefði áður feng- ið skriflegt leyfi til að veiða, og árið 1624 fær aiinar Englendingur leyfi til að veiða fálka handa Bretakonungi í 13 ár í Þorska- fjarðar- og Þórsnessýslum gegn gjaldi, sem höfuðsmaður eða fógeti hans veiti móttöku. Englakonungi hefir enn sem fyr þótt íslensku fálkárnir dýrmætir,' því að 1619 skrifar hann •Kristjáni l\r., að hann hafi hejut, að íslendingar spiltu eggjum og dræpu unga og kæmi þetta einnig niður á fálka- eggjum og ungum og biður hann að afstýra þessu. Kristjáu l\r. vjekst vel við þessu og leggur fyrir höfuðsmann að rannsaka mál ie og senda sjer skýrslu um það. <(M. Ket. H. 288). Framh. (Jmbótamaður. Amerísk smásaga. 4 ára gamall var hann orðinn næmur á rjettmæli og þoldi alls ekki að hlusta á ambögur og lat- mæli barnfóstrunnar. Hann fór að setja ofan í við hana og leiðrjetta hana. Afleiðingin varð sú, að hún hljóp úr vistinni. 9 ára gamall horfði hann á föður sinn meðan liann var að hengja upp myndir. Faðir hans lamdi hamrinum á fingur sjer og kross- bölvaði. Drengurinn setti ofan í við hann og sagði að það væri ljótt að blóta. Hann var flengdur. 12 ára gamall helt hann ræðu yfir systur sinni um það hve ósæmi legt væri að mála sig og sverta augabrýrnar. Hann fekk löðrung í staðinn. 19 15 ára gamall kom hann þar að seni málarasveinn var að berja málaralærling. Ilann staðnæmdist og sagði að þetta gerði enginn gentlemaður. Afleiðingin varð sú, að málarasveinninn gaf honum á .hann, svo að hann fekk blóðnasir. 18 ára gamall hitti hann nokkra slæpingja, sein þóttust vera að veiða á st.öng. Hann sagði þeim, að þeim væri nær að verja tíma sínum betnr. Þeir tóku liann á orðinu — og steyptu honum í ána. 22 ára gamall sagði hann það upp yfir alla í firmanu, þar sem liann var. að hann liefði s.jeð það, að ein af stúlkununi hefði látið forstjórann kyssa sig. Fvrir það var lionum sagt upp atvinnunni. 25 ára gamall gerðist hann for- ingi fjelagsskapar, sem ætlaði að útrýina áfengi. Afleiðingin: Þrem dögum seinna var hann kaffærður í tjöru og síðan velt í fiðri. Fyrir nokkuru kvæntist hann. Það bjargaði honum. Nú áfellist hann engan, hann blótar eins og herforingi, liann hefir ekkert á móti fegurðanneðulum, hann mis- þyrmir lærisveinum sínum, liann kyssir ungu stúlknrnar og hann drekkur eins og víkingur. Það er að eins ein umbótaviðleitni, sem fyrir lionum vakir: að útrýma hjónabandinu. Refaueiði. Fyrir nokkuru fóru bændur á Austfold í Noregi á refaveiðar og höfðu með sjer marga hunda, eins og er siður. Þeim heppnaðist að hitta ref og eltu hann fram undir myrkur, en þá höfðu þeir líka króað hann þannig, að þeir þóttust vissir um að ná honum. En rjett hjá bænum Holstad töpuðu þeir rebba. Það var engu líkara en að hann hefði orðið upp numinn, eða sokkið í jörð, því að hundarnh’ gátu ekki rakið slóð hans lengra. En morguninn eftir kom í ljós hvernig á þessu stóð. Þegar konan í Holstad kom á fætur, sá hún hvar refurinn gægðist fram á 1 ak við kommóðu í stofunni og brá henni þá heldur í brún. En shýr- ingin á þessu var sú, að kvö.dið áður hafði útidyrahurðin og stofu-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.