Lesbók Morgunblaðsins - 03.04.1932, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 03.04.1932, Blaðsíða 4
96 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS eftirlegukindur (þ. e. kúttara), sem voru að hirða rökin eftir hina miklu hirðingu undanfarinna daga. Skipstjóri var að hugsa um að at- huga ,.Hraunið“, en hætti við og var því haldið rakleiðis austur milli Eyja, mi,li Stórhöfða og Suð- ureyjar og vorum við þar um þrjúleytið. Mjer hafði ekki liðið sem best um daginn, „Skalli“ var órólegur og trópiskur hiti (25—30°) í ,,brúnni“ og gaf það alt velgju; tók jeg þann ósjómannlega kost að halda mjer í bólinu fyrst um sinn. Nýr og óþektur bryti færði mjet morgunmatinn óumbeðið á sængína. Hilarius hefði aldrei ge'rt svo lítið vir mjer, en hann var nú í landi; hann hefði komið niður og sagt með sinni vanaJlegu kurt- eisi: Gerið þjer svo vel, það er „frúkostur" og jeg hefði farið aft,- ur í og etið hann, þ. e. frúkostinn, líklega með sæmilegri lyst. -Teg át matinn með herkjum og lítilli lyst, en hj.elt honum niðri og eins fór um miðdagsmatinn; eh svo ljet jeg ekki bera mjer fleiri máltíðir, því nú fór jeg að hressast og um nón- bil var jeg orðinn heill heilsu — og sýnir það að besta ráðið við sjó- veiki er að eta, eins og ekkert sje um að vera og fara svo á fætur. Annars þurfti jeg ekki að fyrir- verða mig svo mjög, þó að jeg Hjeti færa mjer þessar tvær máltíðir í „kojuna“, því að mjer var sagt. að selt hefði verið upp um daginn fram í, en aldrei fekk jeg að vita hverjir það voru; það hafa víst verið einhverjir blessaðir ,,busar“ á sjónum. en enginn af þeim góðu gömlu „8köllungum“. Þegar kom austur að Evjum, fór að lygna og sjór að lagast. Við fórum svo nærri Stórhöfða, að vit- inn hvarf um hríð bak við höfða- brúnina. Seinna, um sumarið ók jeg í bíl upp í vitann, sem er syðst -ur allra íslenskra vita, að eins sunnar en Dyrhólavitinn. Er úr honum hið besta útsýni í allar áttir, og bílvegur liggur nú upp á höfðann, svo að auðvelt er að komast upp að vitanum, en æði bratt fyrir bílinn á köflum og aH- skamt út á bergsbrúniua sumstað- ar, fanst mjer, en Gísla Lárussyni varla. Við Vestmanneyjar var nú lítið um að vera, fáir eða engir bátar á sjó, enda farið að líða að vetrar- vertíðarlokum. Fáeinir útlendir togarar voru fyrir vestan eyjarn- ar, eitthvað um 10 í vestanverðum Mýrdalssjó og álíka margir út af Hjörleifshöfða. Flestir voru þeir þýskir og nokkrir enskir. Fá þeir töluverðan afla 'hjer á vorin eftir vertíðarlokin, einkum ýsu og þá sennilega mest nýgotna og grind- horaða, ef um stórýsu er að ræða. Austur með söndunum gerðist ekkert merkilegt, fremur en á hverju strandferðaskipi, sömu fugl ana (fýl, skiim, súlu og svartfugl) að sjá og vanalega, en fátt af öllum .Jeg fór að sofa undan Kúðaósi og vaknaði ekki fyr en næsta morgun um 7-leytið, er við vorum við Ingólfshöfða. Við höfðum á 18 klst. farið fram hjá þrem höfðum, sem þegar eru nefndir, Stórhöfða, Hjörleifshöfða og Tngólfshöfða. Nafnið höfði er dregið af höfuð (sbr. Skovshoved á Sjálandi. Rixhöft í V.-Preussen, Dunnet Head á Skotlandi, Capo, Cabo í rómönsku málunum og Caput á latínu). Af þessum þrem höfðum svarar Stórhöfði best til merkingarinnar í orðinu; hann hef- ur sig upp eins og kúpt fell eða fjall suður úr Heimaey, tengdur við hana með lágu eiði, en skagar annars út í sjóinn, grasi gróinn að ofan, með afsleppum briinum og standberg neðanundir, álútur að sjá frá hlið. rjett eins og þar væri hausinn á ,.hólmabaki“, sem ætl- aði að fara að stinga sjer, en eyj- an að öðru leyti væri kroppurinn sem veifaði sporðinum — Heima- kletti og Ystakletti — í kveðju skyni. Hjörleifshöfði stendur, sem kunn ugt er á neðanverðum Mýrdals- scndi, hár og hnúkóttur að ofan, eins og hvert annað fjall, en við nánari athugun sjest, að hann er hömrum girtur á allar hliðar, svo að varla er fært upp að bænum, rem stendur uppi í höfðanum vest- rnverðum, nema á einum stað. — Hann hefir í fyrndinni verið eyja. Kkt og Dyrhólaey og Pjetursey iiti í Mýrdalnum, umkringdur af sjó á allar hliðar og nokkurir drangar í kringum hann. En uú er sjávar- flöturinn orðinn sandflötur og út- hafsaldan, sem áður hamaðist á höfð unum, verður nú að brotna langt úti, á flatri sandstriind, sem ávalt er að færast lengra og lengra út, fyrir atbeina Kötlu og jökulvatn- anna, sem falla þar til sjávar, síð- ast og ekki síst við gosið 12. okt. 1918, þegar Kötlutangi varð til á örfáum klukkustundum og strönd- in færðist 1% km. út, svo að nú eru 2 sjómílur frá sjó upp að höfðanum og sjávarniðurinn heyr- ist að eins í fjarska. Líkt hefir farið fyrir Víkuriiömrum og Höfða- brekkufjalli, sem sjórinn hefir áð- ur gengið upp að, en eru nú skilin frá honum með allbreiðum sandi. Nú er það að eins fuglinn — fýll- inn — sem suðar í þessum fornu sjávarbjörgum. Tngólfshöfði er ekkert höfðaleg- ur á svipinn, lágur í loftinu og marflatur að ofan, líkt og utanvert Langanes, en standberg alt í kring, nema hvað sandbrekka er upp að honum vestanverðum, frá sandin- um, svo að þar má komast upp og gæta vitans, en annars *er hann um flotinn af sjó að sunnan og austan, en afarbreiðum vatnavaðli að norðan. Seitlast þessi vaðall eins og gljá yfir marflata og lága sanda, sem skilja höfðann frá Oræfabygðinni, og eru 4 sjómílur á milli. Lítur því höfðinn vit eins og marflöt sæbrött eyja, sjeður úr svo mikilli fjariægð, að vatnar yfir sandana og er hann ekki hár í loftinu. þegar „snæfjallakonung- urinn, Öræfa-ás, rís í allri sinni tröllslegu tign á bak við hann. Nú var þoka í lofti, svo að ekki km til fjalla. Við sigldum sem leið liggur austur Mýrabuginn og vor- um um hádegi út af Hornafirði, og gerðist ekkert sögulegt, nema að við mættum þar 12 krípm, sem voru að koma af hafi. Voru þær nokkuð fljótar í tíðinni, því að við Faxaflóa er það sagt að krían komi ekki fyr en um krossmessu (14. maí, en nú \ar að eins 4.) og virðist reynslan sýna, að það skakki ekki miklu. Kl. 1% vorum við komnir á fiski* slóð á Papagrunni, á 70 faðma dýpi, 12—15 smjómílur út af Eystra-Horni (Stokksnesi). Þar er mið, sem Guðraundur skipstjóri

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.