Lesbók Morgunblaðsins - 22.05.1932, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 22.05.1932, Blaðsíða 1
20. tölublað. Sunnudaginn 22. maí 1932. VII. árgangur. Haustferð með Herthu. Frá Akureyri til Kaupmannahafnar á 7 vikum. Hrakningar og landaleit. Frásögn Gunnars Einarssonar í Ásgarði. Sá, sem þetta ritar, kom hjer um daginn vestur á Nýlendugötu þar sem smjörlíkisgerðin Asgarð- ur hefir bækistöð síua. Þar uppi á lofti fyrir ofan vinnusali smjör- líkisgerðarinnar er rúmgóð og björt skrifstofa. Þar er og heimili Gunnars Einarssonar og er hann skrifstofusjóri smjörlíkisgerðar- irnar. Gunnar er glaður og reifur að vanda, og verður ekki á honum sjeður aldur hans. Erindið að þessu sinni var að heyra frásögn- ina um ferðalag hans með skonn- ortunni Herthu, milli Akuryerar og Kaupmannahafnar, til þess að birta liana lesendum Lesbókar- innar, sem llítilsháttar dæmi um það hvernig samgöngurnar voru hjer og samgöngutækin fyrir ein- um 50 árum. — Hvaða. ár var það, sem þú varst farþegi með Herthu, sællar minningar? — Það er nú meinið, segir Gunnar, jeg man engin ártöl hefi altaf gleymt ártölum, nema einu, árinu sem jeg var í laugatroginu. Og jeg man eftir mjer í lauga- troginu, man hvernig mjer var hallað niður í vatnið, en þá blasti við mjer skífan á gamalli Borgundarhólmsklukku, er stóð á milli rúma í baðstofunni á Þverá í Fnjósakal, en þaðan var jeg fluttur á öðru árinu að Nesi í Höfðahverfi, þar sem jeg síðan ólst upp. Það er gömul trú, bætir hann við, að þeir sem muna eftir sjer í laugatroginu, þeir eigi að iverða 100 ára, og ætti jeg eftir því að bæta við mig 21 ári. í þjónustu Gránufjelagsins. Frásögn Gunnars um haustferð- ina með skonnortunni Hertu, í þjóniustu Gránufjelagsins, var á þessa leið: — Það var á þeim árum, sem jeg var skrifari og endurskoðandi Gránufjelagsins, að jeg tók mjer far að haustlagi til Kaupmanna- hafnar með skonnortunni Hertbú, sem var eign fjelagsins. Þessi árin var jeg altaf hjer heima á sumrin, eu i Höfn á vetrum. Mest var jeg á sumrin við Gránufjelagsversl- unina á Oddeyri, og vann þar við búðarstörf, að svo miklu leyti, sem jeg hafði tíma til frá end- urskoðuninni. Gránufjelagið hafði þá verslanir á Oddeyri, Raufarliöfn, Siglufirði og Seyðisfirði, en hjelt auk þess út „spekúlantsskipum“ á suður- l'irði Austfjarða. Flutningaskip fjelagsins, Grína, Rósa, Hertha og hvað þau nú hjetu, fóru að jafnaði tvær forðir á ári, vor og haust. En þau máttu í haustferðinni í síðasta lagi leggja frá landi þ. 14. október, því ef farið var seinna frá landinu, liækkuðu vátryggingargjöld skip- anna að miklum mun. Lagt af stað frá Akureyri. Þetta ár voru það þrjú skip, sem verið höfðu á Akureyri fram til 14. október, en lögðu öll af stað þann dag. Var það „galeas“ einn frá verslun Chr. Jónassen, skonnorta frá versl. „Gudmanns Efterfölger“ og „Höephner“ og ,,Hertha“ frá Gránufjelaginu. - Skipstjóri á Herthu hjet Petersen, og var sonur Petersens skipstjóra á Gránu, er nefndur var Gránu- Petersen í daglegu tali. Þessi Herthu-Petersen var talinn ágæt- ur „navigatör“ ; en ekki hafði hann fengið harðneskju hins þaul- æfða föður síns, í sjóferðum. Við vorum tveir farþegar með Jlerthu; Chr. Jónassen kaupmaður og jeg. Ilafði Jónassen kosið lieldur að taka sjer far með Herthu til þess að njóta samfylgdar minn- ar, en að fara sem einasti farþegi á sínu skipi. Is var kominn á Akureyrarpoll þenna dag, og tafði hann brottför s;kipanna. En Hertlia var fljótust út úr ísnum, sem náði út að Odd-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.