Lesbók Morgunblaðsins - 22.05.1932, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 22.05.1932, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 151 lians voru dauðir menn og lík- kistur. Þótti mjer þetta hvumleitt umræðuefni til lengdar. Daginn eftir bar ekkert til tíð- inda, svo heitið gæti. Við lijeld- umst við þarna í lúgarnum. Sami ofsinn í veðrinu, sama stjórnleys- io á skipinu og sama vonskan í skipverjunum í garð skipstjóra. Veðrinu slotar. Landaleit. Um kvöldið lægði ögn og rofaði til. Sást þá bjarmi á lofti í norð- vestri og virtist svipaðastur því, sem liann stafaði frá hafís. Næsta dag gekk veðrið niður. Var nú farið á þiljur og tekið til höndum. Var nú kveiktur upp e!dur í eldhúsi skipsins, er stóð á dekkinu, og hitað vatn til þess m. a. að þíða klaka af seglaköðlunum, sem allir voru svo gaddfreðnir, að })eim varð ekki bifað. Segl þau, sem uppi höfðu verið, voru öll rifin og sprungin af frosti. En einhverjar pjötlur voru til í þeirra stað. Fengu menn sjer nú kaffi með brennivíni og voru allhressir. — Voru föt manna þurkuð, og lagað til í káetunni, opnaður vista- klefi og inatreitt. Jafnframt var ráðgast um hvernig koma mætti stýrisútbúnaði í lag. Var nú grundað yfir því vandamáli. Þá mundi bátsmaður eftir því, að þegar stórbáturinn kom síðustu ferðina út í skipið, frá Oddeyrar- versl., hafði verið í bátnum 5 þml. trjebútur, 1% alin á lengd. Hafði bátsmanni þótt spýtan of efnis- mikil til þess að henni væri lient fyrir borð,_ og því hefði hann fleygt henni ofan á vörurnar í lestinni. Þótti hjer farsællega hafa til - tekist, og var búturinn sóttur. — Bútur þessi var nú höggvinn' til og lagaður, og með ýmiskonar til- færingum tókst að gera úr honum stjórnvöl, sem dugði, er hann var festur við stýris-stofninn og á hann settar „talíur“ til beggja handa, svo fengin var taumastjóm r. skútunni eins og tíðkaðist á smá- kænum. Þótti möpnum, sem útbún- aður þessi gæti dugað í bærilegu veðri, og undanhaldi, ef engin áföll kæmu fyrir. Því næst var ráðið ráðum sín- um með það, hvert stýra skyldi og varð sú niðurstaðan að stýra skyldi suðaustur, áleiðis til Vest- fjarða. Talið var, að brotsjórinn, sem verst ljek skipið í óveðrinu hefði verið við Horn, skipið þá skamt undan landi þar. En eigi myndu Vestfirðir langt undan. Þangað skyldi halda beinleiðis, þó ekki væri til annars en bjarga lífinu. Nú var siglt og siglt lengi, sól- arhringum saman, og skimað eftir því, að fjallahnjúkar Vestfjarða skytu upp kollinum í hafsbrún- inni. En }>að kom fvrir ekki. Svo var það einn dag, að sól- skin var og lygnt veður. Þá tók skipstjóri sólarhæð til að sjá hvar við værum. Kom þá í ljós, að við vorum all-langt fyrir sunnan Lland. Þá var hætt við Vestfirði, og ákveðið að stefna til Færeyja. En það vildi svo óheppilega til að við fundum ekki Færeyjar. Land fyrir stafni. Nú leið og beið. Altaf var gott veður, og altaf undanhald. Enda kom það sjer vel, því stýrisiit- búnaður Herthu mátti ekki við neinu. Þangað til eina nótt, að varð- maður sagði að einlægir brotsjóar væru fyrir stafni, hvítfysvsandi brotsjóar á báðar hendur, svo langt sem augað -eygði. Þetta var skömmu fyrir dögun. Þegar birti af degi kannaðist skipstjóri strax við það hvar við vorum. Við vorum við Shetland. Þetta var í fyrsta skifti, sem við sáum land, frá því við mistum sjónir af Gjögri við Eyjafjörð. Síðan var nokkuð liðið á 5 viku. 'Nú skipaði skipstjóri svo fyrir að sigla skyldi meðfrain brotsjóum fyrir nes eitt, er hann tiltók og þekti, og væri nú annað hvort að duga eða drepast. Var skonnort- unni siglt sVo mikið að sjór rann inn á þilfar á hljeborða. En fyrir nesið komumst við heilu og höldnu kl. 11 árd. og munaði þá 1—2 skipslengdum að Hertha færi í strand. 1 fyrstu var nú áformað, að komast til Leirvíkur. En vind- staða var óhentug, til að ná þangað. l’ar því talið óger- legt að ná Leirvík, og áltveðið að halda enn undan vindi áleiðis til Noregs. Meðfram Noregsströnd. Við tókuin land í Noregi all- norðarlega, langt fyrir norðan Björgvin. Síðan var haldið suður með Noregsströnd, svo nálægt landi, að örugt væri að ná í hafnsögu- menn með hægu móti, ef þurfa þætti. ' En Petersen vildi helst leita hafnar sem syðst í Noregi. Sagði liann að þeim mun greiðar gengi viðgerð á skipinu, sem sunnar kæmi, og kæmi það vátryggingar- fjelagi skipsins vel. En skipverjar voru leiðir á þeirri stífni skipstjóra, og gáfu með öllu móti til kynna, að þeir hefðu tapað trú á stjórn lians og forsjá. Er við á kvöldum sigldum með fram vitum Noregs, höfðu hásetar það til, af stríðni við skip- stjóra sinn, að halda því fram, að þeir sæi ekki betur, en vitinn sá arna væri sami vitinn og þeir hefði siglt framhjá í gærkvöldi. Er við komum suður fyrir Líð- andisnes, suður í Skagerak, fór skipaferð að verða óþægilega mikil á leið okkar. Því luktir höfðum við engar. Þær fóru allar með stýrishúsinu. Reyndum við að bjarga því við, með því að hengja upp olíulampa í luktastað og vefja utan um þann. sem átti að vera rauð lukt rauðum pappír, vættum í steinolíu, en grápappír utan um þann, sem var fyrir græna lukt. Þeir, sem mættu okkur virtust ekki skeyta merkjum þessum. Síðasta nóttin í Kattegat var alveg afleit. Þá vorum við innan um þann sæg af skipum, svona sama sem ljóslausir. Þá fór eng- inn úr fötum alla nóttina, og eng- inn af þiljum nokkurt augnablik, nema hvað skipstjóri fór tvisvar niður til að líta á sjókortið, og fór jeg með honum, því jeg sá það á honum, að honum fjell það ekki vel að vera einum. Svo mjög liarði þetta ferðalag einhvernveg- inn fengið á hann.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.