Lesbók Morgunblaðsins - 25.09.1932, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 25.09.1932, Blaðsíða 4
296 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS náttúrlegu eSli og jeg fæ ekki rönd við reist. Þegar jeg á barn, þá er það á móti minni eigin skynsemi og mínum eiginvilja, en jeg beygi mig bara undir guðs vilja og á mitt barn mögl- unarlaust“. Hún ber með þolinmæði það sem á hana er lagt, eins lengi og kraftarnir leyfa og trúir því að guð „reki engan burt frá sínu aug- liti, sem til hans komi með sundur- krömdu hjarta.“ Svo drekkir hún sjer í flæðarmál- inu eitt vetrarkvöld, kraftur hennar er þrotinn. Hún mjólkar kúna um kvöldið eins og hún er vön, skilur eftir mjólkina í fjósinu og síðan spyrst ekki til hennar fyr en líkið finst. En þegar hún fór undir kúna með mjólkurfötuna, þá var kýrin vöii að „sleikja hana á öxlinni og jafnvel upp á kinn“, því að henni þótti vænt um konuna. Þetta fer Salka Yalka að hugsa um þegar móðir hennar er horfin. „Kannske hafði kýrin sleikt á henni öxlina og alla leið upp á kinn, áður en hún fór. Og þegar telpan fór að hugsa um kinn móður sinnar og hina hrjúfu tungu kýrinnar, þá fekk hún fyrir kverkarnar og sagð- ist ætla að fara að hátta.“ Þessi síðasta kveðja lífsins til hinnar um- komulausu konu er einn af ótal smá- um meistaralegum dráttum í örlaga- lýsingu sögunnar. Salka Valka er úr öðru efni og harðgerðara en móðir hennar. Hún vex upp, stór og hraust og fönguleg, frá barnæsku næm fyrir karlmannlegu seiðmagni, en viljasterk og mikillát. Öll sú smán og þjáning, sem barnið hefir orðið að þola fyrir líferni móður sinnar, hefir þroskað í henni sterka hvöt til viðnáms og sjálfstæðis, en lífið ólgar í æðum hennar og einmana- leg þrá vakir í brjósti hennar. Hún/ fellir ást til æskuvinar, sem hverfur heim í átthagana, ungs skólagengins kommúnista, sem kemur til þess að snúa plássinu til hins nýja siðar. — ýst þeirra er aðdáanlega lýst í nokk- urum köflum, sem gerast í gróandan- um um vorið, á lágnættisgöngum inn með firðinum, meðan fuglinn sveimar yfir djúpinu og æðurinn er í tilhuga- !ífi í fjöruborðinu. Salka Valka hefir eignast mann, sem hún elskar og hug- sjón sem hún vill lifa. En kommún- istinn verður leiður á plássinu, óvið- ráðanleg útþrá grípur hann, og stúlk- an ber harm sinn eins og hetja, vill ekki halda honum nauðugum, hvetur hann til að fara og gefur honum aleigu sína til ferðarinnar. Hún sest á klett í fjörunni og horfir á eftir skipinu, sem flytur unnusta hennar burt, það er haust, og hún er aftur ein. Farfuglarnir eru flognir, „eftir eru aðeins nokkurir vængbreiðir, nöt- urlegir máfar á sveimi, fuglar vetr- arins, þeir hinir sömu, sem verptu eggjum sínum á naktar klett syllurnar í vor“. Þannig endar sagan. Hvorug þessara kvenna er óvenju- leg manneskja, þær hafa sterk einstak- lingseinkenni, en eru frekar typiskar en sjerkennilegar. Hin ístöðulausa, einfalda kona, sem lífið níðist á, af því að hún er of veik og of um- komulaus, á þúsundir af sínum líkum. Hin fátæka stúlka, sem er svo heil- brigð og sterk, andlega og líkamlega, að hún hrífur mann sem stendur henni ofar að mentun, er vaxinn upp í fág- aðra umhverfi en hún, — sem þó ekki getur haldið honum, af því að uppeldi hennar, kjör og umhverfi hafa lokið við að gera hana að því •m hún er og verður: almúgastúlku, -- hún á sömu sögu og margar aðrar. Það sem gerir þessar tvær mannlýs- ingar óglevmanlegar er hvorki óvenju- leg æfi nje óvenjulegar skapgerðir, heldur eingöngu snild skáldsins. Ekk- ert íslenskt skáld hefir áður lý.;t nianneskjum eins og Halldór Kiljan Laxness — það er hvorki til íslensk saga nje íslenskum sjónleikur, þar sem vjer komumst í eins náin og fullkomin kvnni við manneskjur og í þessari sögu. Svip þeirra og öllu útliti, æfi þeirra í stórn og smáu, hinu innsta, fólgn- asta, viðkvæmasta sem hrærist í lík- ama og sál, — öllu er hjer lýst af þeirri skarpskygni, þeim næmleik, því innsæi, með svo sterkum lífsblæ, af svo fjölkunnugri frásagnalist, að þess- ar mannlýsingar eru einstæðar í bók- mentum vorum. Halldór K. Laxness er mikið skáld. Gáfa hans til að lýsa, hvort heldur er hinum ytra heimi eða því sem sál mannsins hugsar og finnur, á ekki sinn 'líka í bókmentum vorum í/ ó- bundnu máli, svo er hugur hans frjór og stíll hans auðugur og lifandi. — Hann hefir lýst manneskjum sannar og af dýpri og innilegri þekking á öllu þeirra eðli en nokkurt annað í-lensk skáld, hann hefir gert hvers aagsleg örlög stórfeld, hversdagslegt pláss að furðulegum stað í tilver- unni, af ríkri skáldlegri tilfinning og mikilli list. Og þó er bók hans meinlega gölluð. Það er læknir í plássinu, hjákátlegt fífl, fábjáni. Sú mannlýsing er ger- samlega óboðleg, hvorki skemtileg nje fróðleg á nokkurn hátt nje heldur skiljanlegt að sagan græði neitt á því að læknirinn sje skrípalegur aum- íngi. Þá er prófastur á staðnum, sem er ekkert nema hræsnin, falsháttur- inn og svíðingsskapurinn. Honum er skemtilega lýst, en hver kannast við þessa fígúru sem íslenskan prest? Ungur prestur tekur við af honum, leiðinlegur kjáni. liinn eini af yfir- stjettarfólki sögunnar, sem á geð- fclda drætti í skapgerð sinni, er Boge- sen kaupmaður, en aðeins í fyrri hluta hennar. f síðari hlutanum er eins og skáldið sjái eft’r þessum veikleika sínum, og nú er gamli maðurinn ekk- ert nema svik og prettir og auk þess alt í einu orðinn fáránlegur í fram- mu. Hann er látinn hafa það fyrir sið að pota upp undir kvenfólkið með stafnum sínuru, „til þess að ganga úr skrgga um, að alt væri í orðu, en hann skipaði svo fyrir um alt sitt kvenfólk, að það væri í ullarbuxum næst sjer, því, eins og hann sagði, rn vildi ekki hafa, að slægi að sínu kvenfólki TÍð fiskþvott.“ Þá eru börn kaupmannsins á unga aldri full af heimskulegum hroka við fátækling- ana, sem er ekkert annað en bláber skáldsögutilbúningur. Sonurinn verð- ur síðan montræfill, ónytjungur og svallari, dóttirin drykkjusvín og flenna, sem sýkir alla karlmenn, sem lcoma nálægt henni . Margt í þessari lýsingu á yfir- stjettarfólki í litlu íslensku sjávar- plássi, gæti auðvitað staðist, annað eru bláberar ýkjur og ósannindi, þar sem prestahatur og auðvaldshatur höfundarins svalar sjer í algleymingi. Þegar sonur Bogesens sparkar í sjó- rekið líkið af Sigurlínu í Mararhúð, til þess að sjá leðjuna vella út úr vitum hennar og lítur síðan „hróð- ugur“ í kringum sig, þá er ómögu- legt að verjast þeirri hugsun, að skáldið lát.i drenginn gera þetta ein- ungis af því að hann er kaupmanns- sonur. Hvað sem annars má segja um ein-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.