Lesbók Morgunblaðsins - 02.04.1933, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 02.04.1933, Blaðsíða 6
102 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS sigur kosningalaganna 1832 segir enskur rithöfundur: „Byltingin 1688 fullkomnaðist með bjdting- unni 1832. Með fyrri byltingunni hrifsuðu stórbændurnir völdin úr höndum konungsins, með síðari byltingunni neyddust þeir til þess, að afhenda forrjettindi sín mið- stjettarmönnum þeim, sem iðnað reka og verslun.“ Með hinum nýju kosningalög- um kom nýr og hreinni svipur á Neðri málstofuna og jafnframt sannaðist það, að hvorki konung- ur nje Efri málstofa, gat reist rönd við Neðri málstofu þeirri, sem hafði með sjer almennings- álitið- Þetta kom greinilega í ljós 1866—67, þegar Gladstone har fram- lagafrumvarp um aukinn kosningarjett, og var þó stilt í hóf, aðeins farið fram á, að kosn- ingarjett til Neðri málstofu öðl- aðist hver breskur borgari karl- kyns 21 ára að aldri, sem greiddi í bæjunum 126 krónur í húsaleigu yfir árið, eða 252 kr. í sveitunum í afgjald eftir jörð- Samkv. þessum ákvæðum öðl- uðust margir verkamenn kosninga rjett og því reis allur afturhalds- flokkurinn enski öndverður gegn tillögum Gladstones, en frjálslyndi flokkurinn og mestöll alþýðan fylgdi lionum að máli. Bannaði þá ráðuneytið, sem var úr flokki aft- urhaldsmanna. opinberar samkom ur í „Iþvde Park“, en þar voru hiugmálafundir haldnir, og Ijet loka skemtigarðinum, en múgur- inn mölvaði hliðin. ruddist inn í garðinn, fundir voru haldnir og sást, lögreglan livergi. Þá loks liet stjórnin undan og frumvarn Gladstones varð að lögum því nær óbreytt. Á þessum þingum kom hinn frægi heimspekingur Stuart Míll fram með þá markverðu brevtingartillögu. að kosið skyldi roeð hlutfaPskosningum. Hann rökstuddi tillögu sína með mjög merkri og veigamikilli ræðu, en fæstir þingmenn skildu hann og tillaga hans var feld. Bar hann Og fram það nýmæli, að veita kon- um kosningarjett, en sú tillaga var feld með 196 atkvæðum gegn 73. Árið 1885 var barist um rjett- látari kjördæmaskipun, og náðu breytingarnar fram að ganga, 6n þóttu með öllu ófullnægjandi og kom misræmið greinilega í ljós eftir því, sem frá liðu stundir, t. d. 1910, voru 53.000 kjósendur í einu kjördæmi en 1800 í öðru. I ,,Whiteehapel“ kjördæmi voru þá 79.000 íbúar, en aðeins 4000 kjós- endur, í „London City“ aftur á móti 27.000 íbúar en 30.000 kjós- endur, því margir kjósendur bjuggu utan kjördæmisins í .West- end‘. Loks náðist samkomulag milli þingflokkanna árið 1918 og var tala þingmanna í Stórabret- landi ákveðin einn fyrir hverja 70.000 íbúa, á írlandi einn fyrir hverja 43.000 íbúa. Náðist þá og samkomulag um almennan kosn- ingarjett fyrir hvern karlmann, sem er 21 árs og fyrir hverja þá konu, sem er þrítug. Með þessum ákvæðum óx tala kjósenda um helming eða úr 8 miljónum í 16 milj. Loks hafa lögin um kjördæma- skiftingunaÁ Bretlandi verið end- urskoðuð og breytt í rjettlátará liorf 1928, en ekki eru þau enn orðin rjettlátari en svo, að kosn- ingunum í lok nóvember 1931, til Neðri málstofvmnar lauk þannig að sagt er, að hver stjórnarand- stæðingur hefði að baki sjer yfir 130 þús. greidd atkvæði, en hver stuðningsmaður stjórnarinnar tæp 30 þivsund atkvæði. Júlíus Havsteen. — Æ, þjer skerið stykki úr eyranu á mjer! — Verið þjer rólegur, eyrað er nógu stórt samt. Bláa Níl. Langt inni í Abessiníu, 1755 metra yfir sjávarflöt, er Tanavatn- ið. Það er nær kringlótt og afar djúpt. Á þrjá vegu að því liggja há fjöll, að vestan, norðan og aust- an. En að sunnan er landið lægra og þar hefir vatnið afrensli. Þar hrýst fram í þröngum gljúfrum 'áin Bahr-el-Arrak, eða Bláa Níl, eins og hún er venjulega nefnd. Áin rennur fyrst til suðurs, svo til suðausturs, síðan til vesturs og norðurs og mætir Hvítu Níl hjá Khartum. — Bláa Níl er mjög vatnsmikil yfirleitt, miklu vatns- meiri en Hvíta Níl. — En vatns,- magn hennar er mjög mismun- andi eftir árstíðum. Sá er ann- ar munur á Hvítu Níl og Bláu Níl, að Hmta Níl er lygn ög skipgeng þúsundir kílómetra fyrir ofan Khartum, en í Bláu Níl eru ein- tómir hávaðar, strengir og fossar. Og þess vegna tókst landfræðing- um ekki að rannsaka hana fyr en á 19. öld. Og þá kom það í liós, að það er hún, sem er lífæð Egyptalands. Það er hún sem veld- ur hlaupunum í neðri Níl, þegar hún flóir yfir hakka sína og frjóvgar hina miklu akra Egypta- lands. Þetta ér Egyptalandsmönnum líka fullvel Ijóst. Þeir vita það. að sú þjóð, sem hefir efri Níldal- inn á valdi sínu, hefir forlög Egyptalands í höndum sjer. Þess vegna hafa Egyptar líka altaf kappkostað, að verða þar yfirráð- endur. En það hefir gengið skrvkkjótt. Samgöngur um eyði- mörkina eða eftir straumharðri ánni hafa verð erfiðar og auk þess hafa eyðimerkurræningjar stöðugt vofað þar yfir öllum sam- göngum eins og ránfugl yfir þráð. Yfirráðin yfir löndunum hjá efri Níl hafa þvi löngum gengið skrykkjótt, og Egyptar hafa ekki haldið þeim nema tima og tíma í senn. En árið 1898 unnu þeir sig- ur á Abdullah Kalífa, eftirmanni Mahdians, og var það fullnaðar- sigur. En ekki voru Egyptar einir um að vinna hann. Yfirhershöfð- inginn var enskur, Kitchener lá-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.