Lesbók Morgunblaðsins - 02.04.1933, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 02.04.1933, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 103 varður, sem fórst é „Hampshire“ og mikill hluti hersins var enskur. Sudan var því ekki gert að egyptskri nýlendu eftir sigurinn hjá Omdurman, lieldur gert að sameignarríki Breta og Egypta. A öllum opinberum hyggingum blöktu fánar beggja þjóða, og allar opinberar tilskipanir og reglugerðir voru gefnar xit á tveimur tungumálum, ensku og egyptsku, í nafni Bretakonungs og Khedivans.-Landstjórinn í Súd- an var útnefndur af Khedivanum, en eftir „uppástungu bresku stjórnarinnar“. Eins og vænta mátti gat hvorug þjóðin unað þessu fyrirkomulagi til lengdar. Egyptum fanst þeir vera rændir því landi, sem þeim væri nauðsyn að eiga. En á hinn hóginn vildu Bretar ekki sleppa því, þar sem þeir höfðu fórnað blóði margra sona sinna til þess að vinna það. Samkomulagið mátti þó kallast bærilegt þangað til heimsstyrjöld- in hófst. — Yfirlýsingar Wilsons vöktu öfluga sjálfstæðishreyfinpu í Egyptalandi, og tók þá mjög að skerast í odda milli Breta og Egypta. Sáu Bretar það, að valdi þeirra þar í landi var hætta húin, og afrjeðu því að nota fyrsta tækifæri, sem gæfist, til })ess að slíta sameignarfjelaginu um Súd- an og leggja það land undir sig. Tækifærið barst þeim upp í hend- urnar í nóvember 1924. Þá var yfirhershöfðingi þeirra í Egypta- landi, Sir Lee Stack, skotinn til bana á götu í Kairo af egyptsk- um sjálfstæðismanni. Þegar sama daginn kröfðust Bretar þess, að allar egyptskar hersveitir yrði að verða á brott úr Súdan innan sól- arhrings, og höfðu það fram. Jafn- framt sögðu þeir upp áveitusamn- ingi, sem Egyptar höfðu nýlega fengið þá til að gera, viðvíkjandi Súdan. ) Síðan hefir Súdan verið stjórn- að sem enskri nýlendu. Hin mikla flóðstífla, sem gerð var í Bláu Níl 1924 hjá Makwar (skamt fyrir ofan Khartum) hefir verið hækkuð síðan og flæðilandið aukið að sama skapi. Og það virðist svo s'em Eng Jendingar hafi af ásettu ráði sett hömlur við samgöngum milli Súd- an og Egyptalands. Hjer um bil öll utanríkisverslun Súdans fer yfir hafarborgirnar Port Súdan og Suakin hjá Rauðahafi. Og Egypt- ar eru nú fjær því en nokkuru sinni áður að hafa yfirráð á efri liluta Nílar. Hefir þetta sem vænta má vakið bæði sorg og gremju þar í landi. Og sjerstaklega gremst Egyptum það, að Bretar eru stöð- ngt að stækka bómullarakra sína á E1 Gezira, tungunni milli Bláu og Hvítu Nílar. Þurfa þeir til þess svo mikið áveituvatn, að Egyptar þykjast ekki fá nóg, og auk þess keppir bómullin frá Siíd- an við egyptsku bómullina á heims- markaðinum. Þetta hefir leitt til þess, að nú alveg nýlega hafa Egyptar reynt að launa Bretum lambið grá. Stjórnin í Egypta- landi er að gera samninga við Abessiníu um að mega gera gríð- armikla stíflu í Bláu Níl þar sem hún rennur úr Tana-vatni. Og verkið hefir egjrpska stjórnin falið amerísku fjelagi, „The White Eng- ineering Corporation of New York“. Stjórnin lítur svo á, að Ameríkumenn sje svo sterkir á svellinu, að þeir þurfi ekki að hliðra neitt til fyrir Bretum, og á hinn bóginn muni þeir .aldrei verða hættulegir sjálfstæði Egypta lands. Það er ekki ljóst hvert gagn áveitan í Egyptalandi getur haft aí þessari stíflu uppi hjá Tana- vatni, því að vatnið verður fyrst að fara fram hjá stíflunni hjá Makwar og þar geta Bretar stöðv- að það, ef þeim þykir það nauð- svnlegt. En að þetta sje gott pólit- ískt bragð, getur varla verið. Egyptar geta ekki haft neinn stuðning af Abessiníumönnum, þótt þeir gerði handalag við þá, því að Abessinia er enn í dag half- gert villumannaland, og keisarinn þar á í sífeldum erjum við hina ýmsu höfðingja landsins. — Hvað eru litirnir margir? spurði prófessor ? — Fiórir. — Jæja, og hvaða litir eru það? — Gulur, rauður, grænn og blár Hjálparmerki. Það er nýmæli lijer á landi að gefin verða út sjerstök frímerki til eflingar mannúðar og velferð- armálum. Hafa þó frimerki í slíku skyni verið gefin út hjá flestum þjóðum og orðið góður árangur af útgáfu þeirra. Hjer á landi eru það mörg verk efni, sem ekki er hægt að leysa \egna fjárskorts og efnaleysis og }>á ekki síst velferðar og mannúð- armál. Er það }>ví vel farið að Póstmálastjórnin hefir ákveðið að gefa út 4 frímerki til eflingar sjóði, sem nefndur hefir verið Líknarsjóður Islands. Verða frí- merki þessi notuð sem burðargjald utan lands og innan og seld með nokkuð hærra verði en venjuleg frímerki og rennur mismunurinn til Líknarsjóðsins. Samtals munu merkin kosta 195 aura, og fara 80 aurar af því í fyrnefndan sjóð. Kristján Magnússon listm ari hefir gert teikningar að merkjun- um. Merkin munu koma út um miðjan næsta mánuð og er þess að vænta að menn skilji tilgang þeirra og kaupi þau og noti iiðr- um frímerkjum freinur. Er það handhægt fyrir þá, sem vilja styðja að góðum og mikilsverðum máluin meðal þjóðar vorrar, að nota merkin og leggja á þann hátt fram fjárhagslega hjálp. •— Verður það fyrst og fremst Slysa- varnafjelag íslands, sem mun njóta góðs af sölu merkjanna,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.