Lesbók Morgunblaðsins - 04.06.1933, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 04.06.1933, Blaðsíða 4
164 lesbók morgumblaðstns blóingast ættvísi og þá eru rituð fáorð, samanrekin ágrip munn- legra ságna. En smámsaman eykst ándlegt vald kirkjunnar, liin var- færna og skilorða dómgreind verður að þoka fyrir áhugamál- um hennar. Ennfremur eru skráðar sögur um samtímavið- burði, sem engum kom til hug- ár að kreppa í þröngt ágrip. Hin alþýðlega sagnalist nálgast anda hinna ströngu rannsókna. 1 ritum Snorra taka list og rann- sókn hÖndum saman. -— 1 Njálu losnar nokkuð um ]iað handaband, listin skeytir minna um sinn stranga og þungbána förunaut. Og loks slitnar upp úr með öllu. Frásagnarlistin tryllist og óskap- ast í Fornaldarsögum eða Olafa- sögunum í Flateyjarbók, en rann- sóknarandinn tærist upp, verður svipur hjá sjón og hímir nú nær- ingarlítill í hinum blásnu og út- í ýnislausu úthögum íslenskra bók- menta, annálunum. Höfundurinn útlistar nú þetta efni nokkru nánar, tekur ekki ein- ungis „tillit til tímans, heldur iíka til staðbundinnar sjerþróunar í ein stiikum landshlutum' ‘. fsl. sagnaritun hefst á tveimur liöfuðbólum Suðurlands, Odda og Haukadal. Þar myndast hinn sunn- lonski skcli. Sagnaritun hans er fá- orð, sannfróð, þur á manninn og ær- ið kaldlynd við allar tilhneigingar iil sögulegra draumóra. Þektir rit- höfundar þeirrar stefnu eru þeir Sæmundur og Ari, og eru þó rit Sæmundar glötuð. Þessi skóli lagði mjög stund á ættvísi, og urðn þá til frumdrög Landnámu. Oft voru stuttar og samanreknar sögur. nálega í símskeytastíl, látnar fylgja ættartölunum, og liafa þær orðið síðari tíma mönnum nota- drjúgar heimildir. Margt af fróð- leik þessarar aldar hefir verið rit- að :,i. laus blöð (schedae), sem komu fræðimönnum 13. aldar að miklu haldi, en týndust síðan. Onnur aðalgrein islenskrar sagnaritunar spratt upp í Þing- eyraklaustri. í upphafi 11. aldar starfaði á Norðurlandi einn hinn mesti og besti alþýðuleiðtogi, sem- nokkru sinni hefir verið á landi lijer, Jón biskup Ögmundsson á Hólum. Hann lijelt kkóla á stólnum, stofnaði Þingeyraidílaustur, þó að eigi kæmist það á laggirnar fyr en eftir hans dag, og hafði víðtæk áhrif á alt andlegt líf Norður- lands. A Þingeyrum hófst norð- knski skólinn í íslenskri sagnarit- un. Þar voru fyrir víst samin þrjú sagnarit í þjónustu kirkj- unnar: Ólafs sögur Tryggvasonar tvær, eftir munkana Odd Snorra- son og Gunnlaug Leifsson og' Jóns saga iielga eftir Gunnlaug. Gunn- laugur sneri og á íslensku Merlin- usspá og diktaði nýja sögu af liinum heilaga Ambrosíus. Til- gangur þessara norðlensku munka var nú ekki beinlinis sá, að segja ]>að eitt sem satt var, lieldur hitt að auka Guðs dýrð og allra lieil- agra. Tilgangurinn ber dómgreind ]>eirra algerlega ofurliða. Sagna- dís þeirra er ekki vöruvönd. Hún lætur vaða á súðum, og er heldur en ekki liðugt um málbeinið. En á Þingeyrum var einnig Kari ábóti Jónsson. Hann ritaði Sverr- issögu, og ,var fyrsti hluti liennar innblásinn af Sverri sjálfum, enda er ekki klausturskeimur að þeirri merkilegu bók. Má vera að fyrir- mynd Karls hafi verið Ilryggjar- s.tykki Eiríks Oddssonar, sem hann ritaði um samtímaviðburði í Nor- egi fyrir og um miðja 12. öld. Eiríkur var heimildavandur ekki síður en Ari, en liöft þau sem hinn kröfuharði rannsóknarandi Sunn- lendinganna hafði neyðst til að leggja á frásagnir um forna við- hurði, falla af sjálfu sjer af ritum þeirra Eiríks og Karls, því að báðir rituðu þeir samtímasögur. Olnbogarúm sagnaritarans hafði nú stórum aukist. Báðar þessar meginkvíslir ís- lenskrar sagnaritunar, liin norð- lenska og hin sunnlenska, renna saman í eitt í sagnaritun Snorra Sturlusonar og sameinast þar á undraverðan hátt, svo að hvorug ber aðra ofurliða. Snorri stofnar borgfirska rkólann, sem S. N. svo nefnir. Snorri var alinn upp í Odda og hafði kynst fræðistörfum Sunnlendinganna frá blautu barns- beini. Hann ílendist í Borgarfirði 23 ára gamall, gerist höfðingi i því hjeraði og eignast síðar hluta úr goðorði norður í Húnavatns- þingi. Styrmir prestur hinn fróði Nýi forsetinn í Peru. Fyrir nokkuru var Sanchez Cerro forseti í Peru myrtur. Nýi forsetinn, en þá tók við heitir Benavides og er hershöfðingi. var lieimilismaður tians. TTm og eftir 1200 hefst nýtt tímabil í sögu íslenskrar sagnaritunar. Þá er rituð Morkinskinna og Orkney- inga saga. „Ekkert verður nú fullyrt um, livar þessi rit sje sam- an sett. En bókmentasögulega eiga þau hvergi betur heima en í borg- firska skólanum“. — íslensk sagnaritun nær nú hámarki. List og vísindi hafa náð saman. Þetta eru þá höfuðatriðin í skoð- unum S. N., en vitanlega geta ekki öll kurl komið til grafar í svona stuttu yfirliti. Ekki verður annað sagt en að þessi kenning sje áheyrileg, rækilega hugsuð og flutt af mikilli kunnáttu. En vit- anlega er luin hugarsmíð, sem ekki verður studd með nægilega sterk- um sögulegum rðkum, svo sem engum er ljósara en höfundi Jiennar. Er því liætt við, að ekki verði allir höf samdóma, en þó er kenning hans langt frá því að vera draumórar einir, enda varpar hún merkilega björtu ljósi yfir eitt hið flóknasta vandamál ís- lenskrar bókmentasögu. Niðurlag. s

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.