Lesbók Morgunblaðsins - 04.06.1933, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 04.06.1933, Blaðsíða 6
166 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS helst í neglugatinu og þar næst það, að formaður las sjómanna- bæn meðan bátshöfnin hlýddi á berliöfðuð. Þessi siður þótti góður og guði þóknanlegur, en misjafn- legalega munu menn hafa trej7st árangri bænarinnar og þess vegna mun siður þessi hafa lagst niður eins og hjer á landi sem annars staðar, að árangurinn reyndist lít- ill a. m. k. hjerna megin — hin- um megin kannske betri — um það þori jeg ekki að dæma. Sú skoðun hefir orðið ofan á meðal mentaðra manna að guð láti náttúruöflin afskiftalaus bó þau ólmist í jötunham og brjóti báta og týni lífi dauðlegra manna. En hitt er öllum ljóst, að við höfum fengið í vöggugjöf skynsemi og góðan vilja til að hjálpa hver Öðrum og reyna að beisla náttúru- öflin til að ráða yfir þeim og sjá við ofbeldi þeirra. Sem betur fer hefir með vaxandi viti og mann- kærleika tekist að sjá við feigð manna, alveg furðanlega, hjá því sem áður var. Þeir sem fyr á öld- tim máttu teljast bráðfeigir væru það ekki lengur ef þeir lifðu nú, því að það hefir tekist að koma í veg fyrir f jölda sjúkdóma og slysa, sem áður sviftu menn lífi unn- vörpum fyrir örlög fram. Að með- alæfi okkar tslendinga er nú orðin nálægt tvöfalt lengri en hún var á fyrri öldum, sýnir að við höfum lært furðu vel að sjá við feigðinni, en við eigum þó eftir að gera enn betur, sjerstaklega í því að sjá við slysafeigðinni. Það er gömul hjátrú, að Oðinn eða Alfaðir kjósi feigð á. menn. Þá hjátrú þarf að bannfæra. „Ó- lög fæðast heima“ og má heim- færa það upp á slysafeigðina. Sú feigð er afar oft sjálfskaparvíti, hún er oft vanþekking. stundum kæruleysi, stundum ölæði -—- brennivín brjálar minni — menn eru illa fyrirkallaðir, eittbvað lasnir, magi og taugar í ólagi, menn eru ofþreyttir og 'svefn- lausir. Eða — feigðin er skipinu að kenna. Það er fúið og lekt. Vjelin í ólagi, brothætt, ryðguð. Kompásinn vitlaus, því sprittið af honum er drukkið o. s. frv. Feigðin er víðtæk fræðigrein. girnileg til fróðleiks og gagnlegt að sem flestir vildi kynna sjer þessi vísindi daglega lífsins og sannfærast um hjer sem víðar „að Guðs vegir eru ekki órannsakan- legir“ þó liið gagnstæða sje sagt í fornum ritum. Jeg vil að endiugu gera þá játn- ingu, hræsnislaust, að jeg hefi miklar mætur á Utvarpi íslands! Það liefir marga kvöldstund dill- að mjer með söng og tónleikum ágætra listamanna, ' flutt mjer frjettir líkt og Huginn og Muninn Óðni forðum. og oft skemt mjer og frætt mig með snjöllum erind- um góðra skálda og fræðimanna. En mest er jeg þakklátur fyrir ágætan þátt sem TJtvarpið tekur í slysavörnum sjómanna vorra með veðurskeytum og viðvörunum. — Ekkert, guðsorð sem Útvarpið flytur hefir hrært mig inst í hjarta eins og þegar jeg heyri blæþýða rödd þulunnar á kvöldvökunni á- varpa sjófarendur víðs vegar íit um sollinn sjó íslands-ála, með til- mælum um að líta eftir og liðsinna vjelbát frá Patreksfirði eða Bol- ungarvík eða Fáskrúðsfirði, ves- lings vjelbát, sem hrakist hefir fyrir vindi og sjó langt frá landi með nokkra aðframkomna von- lausa menn innanborðs. Þegar jeg hlusta á þessa vin- samlegu orðsendingu frá Slysa- varnafjelagi fslands senda út yfir lönd og höf til að kalla á hjálp handa óþektum meðbræðrum í neyð, þá gleðst jeg í hjarta og hugsa: Sannarlega lifum við ekki á hinum síðustu og verstu tímum. Tíminn fer batnandi. Og líka dettur mjer í hug: , Ekki er drottinn ennþá dauð- ur“, eins og presturinn sagði í gamni. Blessuð veri þessi rödd mildi og miskunar. Það er rödd ná- ungakærleikans. Það er rödd guð- spjallsins sem segir: „Elskið hver annan“, og ,,])að sem þjer viljið að mennirnir geri yður það skulið ]>jer og þeim gera“. Það er rödd hins miskunsama Samverja, sem kemur óbeðinn til að hugga, líkna og lækna. Röddin boðar það, að fyrir samvinnu vísinda og mánn- kærleika er guðleg forsjón stigin fram á meðal vor, forsjón, sem ekki er neitt trúaratriði heldur forsjón í raun og sannleika, til að hrífa menn úr dauðans greip- um, færa þá heila heim til konu, barna og ástvina og þar ineð fækka sorg og tárum. Eyja sokkin, Óbygt eyðisker, suður í Kyrruhafi, hefir sokkið í sie. Það þykir fœstum stárvið- burður, cn visindamenn líta þar öðrum augum á. Eyjar í Kyrrahafi skifta þús- undum og margar þeirra mjög litlar og í rauninni ekki annað en kórallarif. Ein af þessum eyjum var Sarah Anna. Hún var skamt frá miðjarðarlínu og eigi ýkja- langt frá Jólaeynni. Var hún ekki nema svo sem 200 fermetrar á stærð og óbygð. Nú er eyja þessi horfin, en gerður hefir verið út vísindaleiðangur til þess að leita að henni og hafa upp á henni hvað sem það kostar. Fyrir nokkrum árum kærði eng- inn sig neitt um þetta litla eyði- sker. En hvemig stendur þá á því að nú er haft svo mikið fyirr að leita að því? Ástæðan er sú að Sarah Anna var eina landið á 10 þús. km. svæði og 250 km. breiðu svæði í hinu mikla úthafi. En einmitt á þessum slóðum verður almyrkvi á sól hinn 2$. júní 1937, en sjest hvergi annars staðar. _En nú vita allir stjörnufræðingar ])að, að ekki þýðir að vera á skipum með rannsóknatæki, til þess að athuga sólmyrkvann. Þeim rannsókna- tækjum verður að koma fyrir á fastri fold, svo að þau geti ekki haggast neitt. H.iun 28. júní 1937 verður al- mvrkvi á sólu ])arna svðra í 7 mínútur 3*4 sekúndu. Hverja þýð- ingu svo langur sólmyrkvi liefir fyrir vísindamenn, má marka á því, að hinn lengsti almyrkvi á sólu getur ekki staðið nema 7*4 mínútu. Sólmyrkvinn í fyrra stóð ekki yfir nema IV2 mínútu, en þó þótti hann svo merkilegur, að vísindamenn um allan lieim tóku l>á ])átt í rannsóknum á honum. og var varið til þeirra stórfje.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.