Lesbók Morgunblaðsins - 18.06.1933, Síða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 18.06.1933, Síða 2
178 unnið það þrekvirki að semja Plóru sína, var landsmönnum gef- inn lykillinn að gróðrarríki, lands- ins; og um leið lagður grundvöll- ur undir framtíðarrannsóknir. — Höfðu eftirkomendurnir því eigi annað að gera, en að byggja áfram á beim trausta grundvelli, er þar er lagður. En Flóra íslands er fyrst af öllu lykill að gróðurríkinu. Samkvæmt eðli sínu gat hrin ekki gefið nokkr- ar tæmandi frásagnir um vaxtar- háttu og útbreiðslu tegundanna. í einstökum hjeruðum. Að fá slíkt verk fullgert er gjörsamlega ó- -kleift einum manni, enda þótt liann gæti óskiftur sint því starfi. Það er furða hve langt hefir náðst í þeim efnum með Flóru. Nú Jvegar Flóra hefir verið almannaeign í aldarþriðjung, er því fullkömlega mál, að hafist verði handa um gróðurrannsókn landsins í smá- hlutum (botanisk-topografiska rannsókn). Hefir slík rannsókn þýðingu mikla, sem undirstaða annara rannsókna. Eru nágranna- þjóðir vorar þar langt á undan okkur í þeim efnum, hafa löndin verið skoðuð þar með nákvæmri staðar-gróðurrannsókn. Undirstaða slíkra rannsókna er skoðun ein- stakra hjeraða Hafa nokkrar h’er- aðaflórur verið gefnar út hjer á landi, eru þær bygðar á rannsókn- um gerðum á tiltölulega löngum tíma, miðað við stærð hjeraðsins, er skoðað hefii' verið. Slcal h.jer talið það, er jeg þekki af slíkum hjeraðáflórum. Vatnsdalur í Húnavatnssýslu, Stefán Stefánsson 1894. Snæfellsnes, Dr. Helgi Jónsson 1899. Nesið milli ísafjarðar og Mjóa- fjarðar, Ingimar Oskarsson 1927. Fáskrúðsfjörður og Eskifjörður, sami 1929. Hrísey á Eyjafirði, sami 1930. Eyjafjörður innan Akureyrar, sami 1932. Svarfaðardalur, sami (óprentað). Aðaldalur í Suður Þingeyjars.. Helgi Jónasson (óprentað). Flóinn í Árnessýslu, Steindór Steindórsson (óprentoð). Hluti af rÆudi.iannaafrjetti, sami (óprentað). Ekki tel jeg ósenmlegt, að ein- LESBÓK MORQUNBLAÐSINS hverjir áhugamenn kunni að eiga í fórum sínum flórulista yfir stór eða smá svæði, enda þótt mjer sje það eigi kunnugt. En þrátt fyrir það, er augljóst, að enn er það lítið svæði af_ landinu, sem kalla má að grannskoðað sje. Ætti mönnum því ekki að geta blandast hugur um, að tími sje til kominn að hefja verk þetta, því að það cr seinunnið. Enda þótt hjeraðaflórurnar sjeu ekki fleiri en hjer er getið, má heldur eigi gleyma því, að mikill fróðleikur um vaxtarstaði ís- lenskra plantna er í öðrum ritum, bæði grasafræðiritgerðum og ferðabókum; innlendra manna og erlendra. En þetta liggur alt á víð og dreif, og elckert heildaryfirlit er til prentað þar yfir annað en það, sem í Flóru er, það sem hún Nær. Er því full þörf á að safna þvi saman jafnframt rannsókn landsins, og micn það alt geta gefið margar og merkilegar upp- lýsingar nn landnám íslenskra plantna o. fl. Það er vitanlegt, að gróður- i'annsókn alls landsins krefst mik- ils tíma, ef vel á að vera unnin. 8ú hefir líka orðið reynsla ná- grannaþjóða okkar, sem slíka rann rókn hafa framkvæmt, t. d. tók það Dani 18 ár (1904—1922) að l.jiika því starfi, og er ]>ar þó ólíku saman að jafna, stærð land- anna og aðstæðum öllum. Skal hjer lýst með hverjum aðferðum Danir fengu framkvæmt verk þetta, en þeir tóku sjer þar til fyrirmyndar þá nágranna sína, er á undan þeim höfðu orðið með framkvæmdir. En á undan Dan- mörku var slík rannsókn gerð á Bretlandseyjum, í Noregi, Finn- landi, Eystrasaltslöndunum og Þýskalandi. Ættum við því að geta tekið okkur hana til fyrirmyndar. Fyrst liefir landinu verið skift niður í rannsóknarhjeruð. Síðan hafa verið fengnir menn til að gerast sjálfboðaliðar í hverju hjer- aði til plöntusöfnunar og rann- sókna. Sumum þeirra, er þurft hafa að ferðast langt til, hefir ver- ið greiddur lítilsháttar ferðastyrk- ur, oftast undir 100 kl'ónur á ári. Plöntusöfnunin, flórulistar og aðr- ar athuganir hafa síðan verið sam- einuð á einn stað undir stjórn þar til kjörinnar nefndar, sem annast hefir um endurskoðun þeirra, þ. e. nafngreiningu, röðun og skrá- setningu. Hafa söfnin öll verið fengin Grasasafninu í Höfn. Bók- færslunni er ])annig háttað, að allir fundarstaðir hverrar teg- undar eru skráðir í þar til gerðar höfuðbækur, bæði eftir söfnunum og eldri upplýsingum. Þá eru einn- ig prentuð smákort yfir landið með markalínum rannsóknarhjerað- anna, og eru tegundirnar, ein á hverju korti, teiknaðar þar eftir höfuðbókinni. Til rannsóknar þessarar í Dan- mörku fengust, nægilega margir sjálfboðaliðar, svo að verkið vanst tiltölulega fljótt. En að söfnun- inni lokinni var tekið til að vinna úr efni því, er safnast bafði, og er slíkt ekki minna verk, enda er það enn i bvrjun að kalla má. Rannsókn sú, sem hjer er lýst er nær eingöngu það, sem kai'að er ,,floristisk“ rannsókn, þ. e: fjallar um útbreiðslu tegundanna og einkenni þeirra hið ytra. Er og erfitt með stórum hóp sjálfboða- liða að framkvæma öðruvísi '".»nn- sókn, þegar gera má ráð fyrir, að allra fæstir þeirra sjeu „lærðir“ á þessu sviði. En á nákvæmri „flor- istiskri“ rannsókn má aftur byggja margvíslegar líffræðileg- ar athuganir. Er hún þannig brautryðjandastarfið. Þá kem jeg að því, er fyrir mjer vakir t ])essu efni hjer á landi. Fyrir tveimur árum síðan fjekk jeg styrk nokkurn frá Nátt- úrufræðideild Menningarsjóðs, sem jeg meðal annars skyldi nota til undirbúnings þessu máli, almennr- ai' gróðurrannsóknar á íslandi. Fjekk jeg þá til reynslu nokkra sjálfboðaliða meðal nemenda minna og kunningja, og tóku þeir til athugunar smásvæði, hver í sinu nágrenni og sendu mjer síð- an plöntulista og nokkuð af plönt- um. Af þeirri tilraun lærði jeg það, að kleift er að framkvæma verk, ef sjálfbeðaliðar fást. Að visu er það enn nokkur hindrun, að enn eru eigi til kort yfir landið alt, en væntanlega verður þess ekki mjög langt að bíða hjeðan af, að her- foringjaráðskortin komi út yfir

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.