Lesbók Morgunblaðsins - 18.06.1933, Qupperneq 6
182
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
Sjálfboðavinna í Þýskalandi. Verkasveitir sjálfboðaliðanna hafa fenoið sjerstakar járnbrautarlestir
til yfirráða, og’ í lestum þessum aka þær frá eir.ni vinnustöð til annarar. 1 lestum þessum eru svefn-
vagnar. matvagnar, verkfæravagnar og setuvagnar. H.jer á myndinni s.jást nokkrir sjálfboðaliðar að
líkamsæfingum að morgni dags, áður en þeir ganga til vinnu.
neyslu munaðarvöru, klæðnaði,
húsaskipun og atvinnuvegúm. Hef-
ir höf. þar stuðst við hina merku
óprentuðu ritgerð Skúla landfó-
geta Magnússonar um Gullbringu-
og K.jósarsýslu, sem hann samdi
á árunum 1782—1785, og varð-
veitt er nú í handritasafni Lands-
bókasafnsins.
Þrið.ji þátturinn heitir: Frá ein-
okun til kaupstaðar (1787—1908).
Er því þar fyrst lýst livernig
Hafnarfjörður lá i rústum eftir
einokunina og Móðuharðindin, og
gjaldþroti þess danska kaupmanns,
sem tók verslunina þar í sínar
hendur eftir að einokuninni lauk.
8!íðan er sagt frá B.jarna riddara
Sívertsen, sem byrjaði verslun þar
1794 og framkvæmdum hans. sem
roarka að ýmsu leyti tímamót í
sögu Hafnarfjarðar. Bjarni dó
.1833 og vill því svo einkennilega
til, að sama árið sem Hafnarfjarð-
arkaupstaður á 25 ára afmæli, er
100 ára dánarafmæli )>essa merka
manns. Er því vel farið að hans
er h.jer ýtarlega minst — lýst
skipasmíðum hans, sem þá voru
nýung hjer á landi, siglingum
hans og hvernig hann, ásamt
Magnúsi Stephensen og með að-
stoð Sir Josephs Banks, bjargaði
íslendingum frá yfirvofandi hung-
ursnéyð 1808 þegar Danir og Eng-
lendingar áttu í ófriði.
Síðan er sögð saga iielstu versl-
ana í Hafnarfirði fram til 1908 og
sömuleiðis eru mjög fróðlegir og
skemtilegir þættir um sjósókn
Hafnfirðinga á 19. öld og staðar-
brag þar. Loks er ýtarlegt yfir-
lit yfir byggingu og uppgang
fjarðarins á ])essu tímahili.
Á. Ó.
Fasta Ganöhis.
Mánudaginn 29. maí lauk hinni
þriggja vikna föstu, sem Gandhi
tók á sig vegna stjettleysingjanna,
hinna útskúfuðu meðal indversku
þjóðarinnar. 1 tilefni af þessu
fluttu blöðin í London löng skeyti
um Gandlii og föstuna. í stuttu
máli segist þeim svo frá:
— í þrjár vikur hafði Gandhi
ekki næj'st á neinu tiema blávatni.
Þegar hann hóf föstuna 8. maí
vóg hann 491/*> kg., en nú vegur
hann aðeins 40 kg. og hefir því
ljest um 19 pund.
Hann fastaði í höll hinnar for-
ríku Lady Thaekersees. Lá liann
þar á börum með línlak yfir sjer.
í’imm eða 6 læknar komu til hans
daglega og undrast þeir mjög livað
lífsvilji hans var sterkur, og altaf
var hann í góðu skapi.
Þegar að þeirri stundu kom að
Gandhi skyldi nærast aftur, höfðu
þúsundir manna safnast saman
fyrir utan höll Lady Thackersees,
Hindúar, Múhamedstrúarmenn og
hvítir menn. En það voru ekki
nema einkavinir Gandhis, 100
menn og 50 konur, sem fengu að
koma inn í höllina og sjá er hann
bryti föstuna. Þetta fólk safnaðist
saman i marmarasala hallarinnar.
I næsta herbergi lá Gandhi hreyf-
ingarlaus, með votan dúk um
ennið. Glerhurð var á milli svo
að allir gátu sjeð hann.
Svo var bekkurinn með Gandhi
borinn gætilega fram í marmara-
salinn. Múhamedsmaður las upp
kafla úr Kóraninum, nokkurir
kristnir vinir Gandhis sungu
sálm og Gyðingur nokkur las upp
dánarljóð á hebresku. Síðan las
Mahadev Desai, skrifari Gandhis,
;:pp kvæði, sem skáklið Rabindra-
nath Tagore liafði orkt f.yrir þetta
tækifæri. Síðan lásu allir uppá-
haldsbæn Gandliis og á meðan
reisti Desai hann upp á börunum.
Þá tók Gandhi til máls:
— 1 guðs nafni byrjaði jeg