Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 06.08.1933, Qupperneq 6

Lesbók Morgunblaðsins - 06.08.1933, Qupperneq 6
238 og farið að hvíla sig, laumaðist Herdís út um bæjardyrnar, og gekk hljóðlega eftir Iitla götu- slóðanum sem lá upp í Hjáleigu- kot. Þangað var ekki nema svona tuttugu mínútna gangur ef farið var hart. Veðrið var yndislegt. Sólin varpaði gullnum roða á vesturfjöllin, döggin glitraði á bláberjalynginu, og það eina sem rauf kvöldkyrðina var niðurinn í litla. fossinum í bæjarlæknum. En það var eins og Herdís tæki ekki eftir kvöldfegurðinni. Það var hún annars vön að gera. En núna var hún svo djúpt sokkin ofan í sínar eigin hugsanir. Var það ekki annars ósköp vitlaust af henni að vera að þessu.. En hún var svo hrifin af honum Þór- arni, hún gat ekki að því gert. Enginn maður var eins fallegur og Þórarinn. Enginn eins gáfað- ur. En hvað það var leiðinlegt að hann skyldi ekki geta verið hrifinn af henni líka. En það var nú svo sem ekki von að hann færi að líta á svona telpuhnokka eins og hana. Hann sem var svo mikill maður, og var búinn að vera tvo vetur að menta sig í höf- uðborginni. Hver veit líka nema hann væri kannske leynilega trú- lofaður, einhverri þarna fyrir sunnan. Eitthvað hafði Björg ver- ið að glósa með það. Þær kváðu líka vera svo skelfing fallegar stúlkurnar þarna í Reykjavík. — Hún hafði líka heyrt að þær mál- uðu sig í framan til þess að gera sig enn þá fallegri, og gengju varla í öðru en silki og híalíni, svo að það var nú svo sem von þó að Þórarinn tæki þær fram yfir liana. Ó, hvað hún gat hatað þær, þessar reykvísku tildurs- rófur. Bara að Þórarinn hafi nú ekki tekið eftir því hvað hún var hrifin af honum. Nei, það gat varla verið. Hiin hafði altaf reynt að vera eins þur og merkileg í framkomu við hann, sem- hún gat, til þess að hann sæi það ekki. Og svo var Þórarinn að segja að það væri hjónasvipur með henni og Helga. Já, honum fanst Helgi fullgóður lianda henni. Það var svo sem ekki í fyrsta skifti sem hann stríddi henni, hann Þórarinn. Lþ'SBÓK MORGUNBLAÐSEN8 Þegar lmn var lítil var hann alt af eitthvað að erta hana og ljet hana aldrei i friði. Samt hafði hún altaf litið svo mikið upp til hans, og altaf verið að reyna að þóknast honum. — En nú í seinni tíð var hann alveg hættur að stríða henni. — Hann skifti sjer eiginlega aldrei neitt af lienni, og- það var bara eins og hann tæki ekki eftir henni. En það þótti henni ennþá verra. — Þá vildi hún þúsund sinnur held- ur að hann væri að stríða henni. Hann gat altaf verið að glettast við þær Tobbu og Björgu, en leit varla á hana. Honum fanst hann sjálfsagt upp úr þvi vaxinn að vera að glettast við svona krakka eins og hana. Annars var Herdís nú löngu hætt að líta á sjálfa sig sem barn. Hún var orðin 18 ára og, vissi svo sem vel að hún var ekki síðri en aðrar stúlkur þar í sveitinni. Hún hafði líka tekið eftir því, þegar hún kom á mannamót, að það voru ekki svo fáir yngissvein- arnir, sem rendu augunum í átt- ina til hennar, og ýmsir höfðu slegið henni gullhamra. Henni þótti dálítið varið í þetta; hún gat nú ekki að því gért, þó að það væri kannske hjegómagirni úr lienni. En þrátt fyrir það, að hún fyndi til sín sem full- örðin stúlka, þá fanst henni altaf þegar hún var í návist Þórarins að hún væri smákrakki. Hún gat verið bæði frjálsleg og fjörug, og komið hnyttilega fyrir sig orði, þegar Þórarinn var hvergi nærri, en ef hann var viðstaddur, fanst henni alt sem hún sagði og gerði verða svo skelfing heimskulegt og barnalegt. Þegar Herdís vaknaði upp af hugleiðingum sínum, var hún komin alveg að dyrunum á Hjá- leigukoti. Hún nam staðar og var hálfhikandi. „Átti hún ánnars ekki að hætta við þessa vitleysu, og snúa heim aftur? Jú, það væri víst langrjettast.“ Henni varð litið upp í glugg- ann, og tók þá eftir skorpnu and- liti sem gægðist út. Nei, það var of seint að snúa við. Hún var búin að sjá hana. Hún opnaði dyrnar og gekk inn, hægt og hikandi. „Hvað er þjer á höndum, bam- ið gott?“ sagði Hanna gamla. — Hiin var komin um sjötugt, grönn og visin og lotin í herðum. And- litið A-ar eins og gamalt bókfell í ótal hrukkum, nefið dáilitið bogið, og A'arirnar þunnar og sam anbitnar. Undan hvítum og loðn- um augabrúnunum leiftruðu lítil og greindarleg augu. „Hvað er þjer á höndum barnið mitt f ‘ endurtók Hanna gamla, þegar Herdís svaraði ekki strax. Herdís roðnaði og ætlaði ekki að geta stamað upp' einu einasta orði. Loksins gat hún þó stamað upp erindinu, og horfði til jarðar á meðan, og fitlaði í óða önn við hnappana á treyjunni sinni. Hanna gamla hlustaði þegjandi á hana og var liálf kímin á svip. Loks þegar hún liafði lokið máli sinu, sagði hún: „Jæja, barnið mitt, svo þjer er umhugað að ná ástum Þórarins. En ertu nú viss um að hann sje ekki hrifnari af þjer en þig grunar, Dísa litla?“ „Já“, Herdís var alveg viss um það. „Jæja, barnið mitt, þá er að reyna að finna eitthvert ráð 'þjer til hjálpar. Ekki dugar að láta þig tærast upp af sorg út af þessu.“ Hanna gamla hugsaði sig um nokkra stund, og sagði svo eftir dálitla þögn: „Þú þekltir grös, sem heita brönugrös?“ „Já, já“, sagði Herdís. „Það vex svo mikið af þeim hjerna í bæjargilinu rjett við fossinn“. „Alveg rjett“, sagði Hanna gamla. „Taktu eitt brönugras, og reyndu svo lítið beri á að lauma því undir koddan hans Þórarins, áður en hann fer að sofa í kvöld. Svo skaltu annað kvöld um þetta leyti ganga ofan að fossinum, og bíða þar og vita hvort Þórarinn ekki kemur. Og það er mín spá nð þú munir ekki þurfa að bíða lengi eftir honum. Og þá býst jeg líka við að eitthvað muni rætast úr fyrir ykkur.“ „Hvernig þá, Hanna. Hvað meinarðuf ‘ „Jeg meina bara það, að Þór- arinn muni játa þjer ást sína,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.