Lesbók Morgunblaðsins - 27.08.1933, Síða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 27.08.1933, Síða 1
33. tölublað. Sunnudaginn 27. ágúst 1933. VIII. árgangur. ——— ________ í«afold»rprent8inl#J» h.f. Nýjasta Ijóðabók Davíðs Stefánssonar i J byggðum“ Eftir Benjamín Kristjánsson. Prá ])ví að Svartar fjaðrir komu út árið 1919, má ugglaust telja að Davíð Stefánsson liafi verið ástsælasta skáld íslenskrar þjóð- ar. Þau kvæði lilutu almennings vinsældir, ekki fyrst og fremst fyrir mjög stórfenglegar eða út- brotamiklar liugsanir, heldur A'egna ])ess, að þau voru eins og tölvið út úr hjarta íslenskrar al- þýðu; yfir þeim hvíldi þjóðsögu- kendur æfintýrablær, frá þeim andaði ást á íslensku sveitalífi og í þeim logaði eldur þeirra tilfinn- iuga, sein ýmist gátu verið blíðar og mildar eins og mánaskin, eða ofsafengnar og tryltar eins og slormur og sævarbrim. Það duldist eklti að lijer var ská.ld á ferðinni, sem átti þá hörpu, sem gat grátið og lilegið í senn og svo að segja luiúð fram hljóð úr stokkum og steínum. Og listamannstökin voru svo áberandi, að Davíð var þegar viðurkendur í röð hinna fremstu þjóðskálda. Síðan hefir hvert kvæðasafnið rekið annað: Kvæði 1922; Kveðj- ur 1924;, Ný kvæði 1929 og loks hið síðasta: í bygðum 1933, og með liverri bók' liefir skáldið þroskast, viðfangsefnin orðið meiri og snillingstökin ákveðnari og óskeikulli. Davíð Stefánsson hefir auðgað íslenskar bókmentir ineð dýrmætu ljóðasafni, sem hefir að geyma ótæmandi fegurð og stendur í röð besta Ijóðakveðskapar frá. hvaða tíma og með hvaða þjéð sem er. llann á tii ástríðuþunga og ber- sögii, en jafnframt draumlyndi og fegurðarskyn. í söngrænni mýkt ininnir hann stundum á Robert Rurns eða Thoinas Moore, í form- fegurð á Keats og Fröding, í gam- ansemi á Heine. Ljóð hans glitra af spakvitrum og smellnum at- liugasemdum og yfir þeim er stund um tiginn friður og trúarleg hlýja. Davíð er skáld niður í tær og út í ystu fingurgóma. í íslenskri ljóðagerð hefir Da- víð farið sínar eigin leiðir, brot.ið nýjar brautir og leitt lieilan hóp lunna yngri skálda á eftir sjer. Þau hafa flest lært af honum og á- lirifa hans mun leng’ gæta í ís- lenskum bókmentum formfeg- urð og smekkvísi málsins. Hann er Jónas Hallgrímsson vorra tímai og hefir fullkomnað ]>að verk. semí Jónas byrjaði á, að endurleysaj tungu skáldanna frá fornyrða- lögum. og rímnastíl. Því að enda ]>ótt dróttkvæðuhá.ttur og liryn- liendur gæti verið myndarlegur lcveðskapur og hringhendan dverga smíð út af fyrir sig, þá eru ]>ær þó i fonnsins list eins og bambyggi- leg bjálkahús í samanburði við gotneska boga og súlnagöng, eða bustabyggingar lijá dýrindis turn- um og hvolfþökúin. Davíð liefir sýnt að kyngi og hrynjandi ís- lensks máls geymir í sjer ótæin- andi möguleika fyrir orðs og óð- arsnild. Með þessari síðustu ljóðabók kemur ekki í raun og veru fram nein ný hlið á skáldskap Davíðs. En hjer ber meira á sumum þeim strengjum í hörpu hans, sem liann hafði aðeins lítillega hrært við áður. Talsverður hluti bókarinnai' er ádeilukvæði og lúta að ýmsuin mannanna meinum. Þau eru beint framhald kvæðanna: Þegar Jesús frá Nazaret reið inn í Jerúsalem, Söngur galeiðuþrælanna o. fl. í fyrri bókum skáldsins. 1 öllum ])essum kvæðuin birtist djúp sam- úð með þeim, sem bágt eiga og verða undir í lífsbaráttunni. Da- víð finnur til með ölIu, sem lifir og lirærist, og dregur upp myndir, sem ekki gleymast. lil dæmis „Fylkingin hljóða“ læsist inn í hugann ,.eins og langur kveljandi draumur.“ Myndin er dregin með örfáum dráttum, en með svo sá.r- beittum penna, að það er eins og ,hver dráttur skerist í holdið og verði óafmáanlegur. í kvæðinu: „Við jarðarför“ lýsir hann þeim

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.