Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 27.08.1933, Qupperneq 2

Lesbók Morgunblaðsins - 27.08.1933, Qupperneq 2
258 LBSBÓK MOKGUNBLAÐSINS tilfinningum, sem skapa slíkar myndir: — — Hinn framliðni maður var sjúkur í sjötíu ár. í sjötíu ár bar hann dómsins heljarþunga. Um brunahraun lífsins braust hann fótasár. BJóðið lir sporum hans sleikti hundsins tunga. Það kom eitthvað yfir mig, kalt sem steypiflóð. Kvalir Jians læstust um instu taugar mínar, nístu sjer guðlausar gegnum merg og blóð. Grimma líf — þá birtust mjer ógnir þínar. Jeg lieyrði þá kveina í klukknanna þunga hljóm, sem lvveljast til dauðans af ólækn- ándi sárum. Svo idjóðnaði alt .... Kirkjan var köld og tóm og krossins merki yfirskygt af tárum. Hann sest iðulega „undir sorg- arpílinn, hinn sígræna við“ og skynjar þar andvörp þjáðra og snauðra og spyr hversvegna „ham- ingjan geti ekki fallið öllum í erfðahlut,“ hvers vegna sumir „leggja af stað með lamað þrek í lífsins píslarför“ og hversvegna logar Promeþevseldsins ná ekki að verma alla. En þessar spurn- ingar vakna allar af djúpri sam- úð lians með öllum, sem þjást, fremur en af nokkrum pólitískum áhuga, og það er þessi undiralda sorgarinnar, sem knýr Davíð til að yrkja ádeilukvæði, þó að honum sje raunar sá kveðskapur ekki tam astur. Þó eru kvæði eins og Korn- hlaðan. Eldraunir og Kaupmanna- lestir Dedansmanna hvert öðru snjallara. Einliver komst nýlega svo að orði um Davíð, eða eitthvað á þá leið, að vinsældir sínar ætti liann mest að þakka því, að hann gerði sjer tæpitungu við lestina, en kæmi hvergi við kaunin, svo að sviði undan. Tæplega verður hann borinn því ámæli eftir lestur þessarar bókar. Fyrir mannfjelags- ádeilur sínar kváðu nú kommún- istar hjer á íslandi vilja marka liann undir sitt mark og draga liann í sinn dilk. Auðvitað nær sú bókmentaskýring ekki noklt- nrri átt. Davíð er of mikið skáld til þgss að liann verði dreginn í nokkurn pólitískan dilk og sora- markaður á þann hátt. En hann er gáfaður maður með opin aug- un fyrir ýmsum misfellum ^ífsins og hefir fulla einurð til að segja .það, sem honum býr í brjósti. Og hann segir það oftast í örfá- um tilmeitluðum setningum á eft- irminnilegan hátt. En liann gerir ]>að samt ekki með neinum of- stopa eða einsýmim flokkshita. —- Þvert á móti sjer hann margar hliðar á hverju máli. Glögt dæmi er afstaða lians til trúarbragða og kirkju: Hann gefur klerkum og lcirkju sí og æ alnbogaskot, en samt sem áður eru allar hans á- deilur ortar frá trúarinnar sjónar- miði, trúarinnar á liið góða, fagra og sanna. í kvæðinu: Kirkja fyr- irfinst engin, sem er prýðilegt kvæði, verður þannig niðurstaðan Hjá skáldinu sú, að guði til dýrðar hafi kirkjan brunnið. í „Skrifta- málum prestsins“ og „Rússnesk- ur prestur“ í fyrri bókum skálds- ins er það í raun og veru hræsnin, hálfvelgjan og óhæfnin til að þjóna sannléikanum sem verið er að víta, en ekki sjálf kristnin. — Þess vegna dæmir hann prestinn „stigamann við helgan veg. sem svívirðir alt heilagt.“ Sami maður sem yrkir „Ur vísnakveri Tyrkja- Guddu“: Fátt er mjer um feigðarskart föstudagsins langa. og Leið er mjer sú englaást, sem ekkert jarðneskt metur og altaf er að drottni að dást, dauðann blessað getur, o. s. frv., hann hefir líka ort kvæðið: Á föstudaginn langa, eitt hið feg- ursta Kristskvæði, sem til er. Hið trúarlega viðhorf kemur glegst í ljós í kvæðinu: „í musterinu“‘: Gakk þú inn. sem geisla guðalogans þráir, þúsundfaldri fegurð fyrsta skrefið spáir. Fjötrar munu falla, friður drottins ríkja, þá mun ástareldur ylja liverju hjarta. jörðin glitra i geislum guðalogans bjarta. Eins mælir hann mitt í ádeilu sinni í kvæðinu: Kaupmannalestir Dedansmanna: Neinið staðar, þið breysku bræður, við brunninn mikla, guðs lifandi orð eðæ í kvæðinu: Við leitum : •— Sálin er glötuð, þó gull hún eigi, ef guðsþrá hennar er dauð. Þó að margar ádeilur Davíðs sjeu snarpar, þá er hann sannar- lega fjarri allri flokksbundinni heiftúð og æsingúm, sem skortir allan trúarlegan grundvöll. Þvert á móti lýsir liann því í kvæðinu: ,,Sá, sem engu ann“, hvernig til- veran verður öskugrá fyrir þeim sem týna trúnni: Alt verður einskis nýtt, eilífðin fals og lijóm, jörðin berst'grá og grýtt í gegn um auðn og tóm. Annars koma öll þau 'einkenni fram i þessari bók, sem Davíð hef- ir áður verið elskaður fyrir. Og liann er meiri listamaður en ádeilu- skáld, rómantískari en hvað hann er raunsær. Ljóð hans eru söngur og æfintýr, fremur en rökstuddar ádrepur. Hann er skáld ástarinnar og mannlegra tilfinninga, fyrst og fremst, skáld vorsins, dalanna og sveitafegurðarinnar. Hann kann best við sig þar sem: — víður og blár hvelfist himininn hár yfir hnjúkanna eilífu mjöll. Hann veit, að sannleikurinn er: að enginn ber þess bætur, sem burt úr dalnum fer. Og stundum þráir hann sjálf goða- löndin, liin óumræðilegu óðut, þar sem: alt er undrum vafið og æfintýrablátt, og þar sem liann má: hvíla á mjtikum mosa, við hið milda stjörnuskin, með eilífðiha eina fyrir unnustu og vin.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.