Lesbók Morgunblaðsins - 27.08.1933, Side 5

Lesbók Morgunblaðsins - 27.08.1933, Side 5
 ev ekki að ræða. Þarna ætti því að liafa staðið „hríss“- í 8. v. o. virðist h hafa fallið burt á undan „and“. Þetta kemur og fyrir á öðr- um stað (36. v. andskotum f. hand- skotum = með spjótum). Annað virðist ekki athugavert við vísuna, aðeins verður að rita: lá ek. Hún verður færð til óhundins máls samkv. þesn = Horn-Freyja1 en fræg.ja! Sváfunr fimm hríss8-við saman-grimmar4 nætrr’ í })eyjar- húsi0 fjarðarlegs7 ok lá ek hverja ævi, lítt of liugsi hrafns-ketils8 á stafna Gnóð, hýr-hand-banda-lags- vana. = Kona! jeg dvaldi 5 vetur í bæjum og hvern vetur lá jeg — án þess að vera í vígahug um borð í skipi — án blíðs faðmlags. 1. Horn Freyja = kona. 2. Sváf- nm = jeg svaf; 3. hríss-viðr = eldiviður. 4. saman-grimmar = til samans (allar) skaðlegar. 5. nætr (fleirtala) = margar nætur, tíma- bii (sbr. veturnætr). 5. -j- 4. -f- 3. = tímabil öll (til samans) skaðleg eldivið = vetur. 6. Þeyjar (veð- urs) hús = himininn. 7. fjarðar- leg = lægi, höfn. 6. + 7. = him- inn (veröld-hafnar = bærinn umhverfis hana. 8. hrafns-ketill (pottur, matarpottur hrafns) = valurinn- Lítt af hugsi valsins = ekki að hugsa um vígaferli = ekki í ví^ahug. — 9. Hýr hand og svo framvegis. = Hýrs handbandalags vana = án blíðs faðmlags = einmana, vinalaus o. s frv. Dr. F. J. ritar: „andvanr bandalags“ og segir að það merki: uden (erotisk) forbindelse (Lex. p.) og uden kvindens omfavnelse (Skjd. T. B.); hvaðan honum kem- ur þetta (erotisk og kvindens) sjer maður ekki. í vísunni kemur það ekki fyrir. Þetta, að leggja þarf aukamerkingu í orðin, bendir til ]>ess, að um óleiðrjetta villu sje að ræða í textanum. Riti maður hand- bánda-lags og taki „hýr“ saman við ])að hverfur ])essi villa. Korm. segir þá: Þótt jeg hefði ekki hug- ann á áflogum, fyskingum o. s. frv. um borð, var jeg samt ekki í faðmlögum. Niðurl. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ítalskir stjórnlagafræðingar halda því að jafnaði fr’am, að fasc- ismi Mussolinis sje nýtt stjórn- skipulag, nýtt stjórnfræðikerfi, er þeir nefna korporativt rjettarríki. f raun og veru er með þessu verið að dylja þann sannleika, að faseisminn í ítalíu er ekkert ann- að en algert og fullkomið per- sónulegt einræði hins ríkjandi ein- valdsherra, og stjórnarfarskerfi þetta, er hið kerfisbundna fyrir- komulag Mussolini, er hann hefir myndað sjer, til þess að hann geti ráðið einn öllu innan ríkis síns. í októberlok árið 1922 fóru fase- istar, með Mussolini í fararbroddi, sína frægu hergöngu til Róm. Þá braust liann til valda í land- inu. Upp frá því ríkti þar fullkomin harðstjórn. En sú harðstjórn var með alt öðru sniði en síðar varð. Stjórnarhættir fascistanna á þess- um fyrstu ríkisárum Mussolinis eru á ýmsan hátt harla frábrugðn- ir því er síðar varð, og koma því ekki hjer við sögu, að öðru leyti en því, að upp úr þeirri harð- stjórn sem í ítalíu rílcti frá okt. 1922 til ársloka 1924 spratt nú- verandi einræði Mussolini. Á þessum fyrstu veldisárum Mussolini dafnaði í skjóli fascism- ans margskonar spilling og óhæfa. Menn með mismunandi stjórnar- hæfileika, mismunandi mikið vand i" að virðingu sinni, hópuðust utan um Mussolini og hina fascistisku valdhafa, fengu áhrifa- og ábyrgð- armiklar stöður — og notuðu sjer aðstöðu sina á ýmiskonar miður vandaðan hátt- Mönnum er enn í fersku minni hið hryllilega Matteotti morð. -— Matteotti var einn af ákveðnustu andstæðingum Mussolini. Hann fanst myrtur skamt frá Róm. — Þrír af nánustu fylgismönnum og vinum Mussolini reynd- ust frumkvöðlar að morðinu- — Öllum þessum mönnum afneitaði Mussolini og útilokaði þá úr flokki sínum. En almenningur tók }>að 261 ckki sem gilda vöru.. Andstaðan gegn Mussolini magnaðist svo, að alt ætlaði um koll að keyra.- Einn þessara manna var Oesare Rossi. Yar sagt að enginn hafi verið meiri einkavinur- Mussolini en liann. Er Mussolini hafði afneitað hon- um og rekið hann úr flokknum, ritaði Cesare Rossi mjög þungorða ádeilugrein í tímaritið ,11 Monde'. í upphafi greinarinnar stendur, að öll þau óhæfuverk, sem framin hafi verið í ítalíu, hafi Mussolini beinlínis eða óbeinlínis stofnað til, samþykt })au, eða a. m. k. hafi þau verið gerð með vitund hans. 1 greininni lýsti höfundur margs konar spillingu og óhæfu sem átt hefði sjer stað undir verndarvæng Mussolini, svo sem falsanir vega- brjefa og flugrita, og ýmiskonar óþokkabrögð, jafnvel morð. Er grein þessi var komin út jókst enn og margfaldaðist and- staðan gegn Mussolini, svo hann varð reikull og jafnvel valtur í sessi. í þrengingum sínum vildi hann reyna að komast að einhvers kon- ar samkomulagi við andstöðuflokk- ana. — Um það leyti gaf vildarvinur Mussolini og flokksbróðir, Balbo, hershöfðingi, út opinberlega til- kynningu, þar sem hann sagði, að hann hefði í sinni þjónustu 60 þús. manna her, þar sem hver einasti liðsmaður væri reiðubúinn til þess að gera alt sem Mussolini fyrir- skipaði. Var yfirlýsing þessi skoðuð sem bending um það, að ef Mussolini l.jeti undan andstöðuflokkunum, ]>á myndi Balbo sjálfur taka í taumana. Þannig var ástatt um áramótin 1924—1925, er Mussolini kallaði alla embættismenn flokksins úr öllum hjeruðum landsins til nýárs- fagnaðar í Róm. Þann 3. janúar 1925 flutti Mussolini ræðu fyrir þeim, þar sem hann skýrði frá með hispurs- lausum orðum hvernig komið væri, Einræði Mussolinis

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.