Lesbók Morgunblaðsins - 27.08.1933, Page 8

Lesbók Morgunblaðsins - 27.08.1933, Page 8
LESBÓK MQRGUNBLAÐSINS ?64 framhaldið verður. En yfir Stórráðinu er Mussolini, meðan hann er uppi- Hann ræður því hverjir eru í Stórráðinu. Hann ræður yfir landssamböndunum. — Hann ræður yfir hjeraðsstjórnun- um. Hann skipar í öll embætti. Oí; hann ræður því hverjir fá inn- g'önpu í faseistaflokkinn. Hann liefir þannio' alla tauma í sinni hendi um alla stjórn og allar framkvæmdir í ríkinu. Hann heldur öllu í jafnvægi inn- an ríkisins. En hin mikla og' óleysta gáta er það, hvernig fer þegar hann fellur frá. •••» ^ <B> — ■••• 5mcElki. —- Ha, iðkið þjer svona margar íþróttir? —- Ekki eina einustu. En mjer þætti gaman að sjá þann innbrots- þjóf, sem dirfðist að koma hing- að inn. — Hvers vegna hefirðu hrúgað öllu þessu. grænmeti á borðið? — Anna móðursystir kemur í dag að borða hjá okkur, og jeg man hreint ekki hvaða grænmeti það var, sem hún sendi okkur. Kona prófessorsins: Manstu það, að í dag eru 15 ár síðan við trú- lofuðumst ? Prófessorinn: Æ, því hefirðu ekki sagt mjer ]>etta fyr — það ætti að vera kominn tími til ]>ess að við g-iftum okkur. — Jeg hefi kynst mörgurn hjá- rænum um æfina, en verstur var Gunnar gjaldkeri. — Af hverju var hann verstur? — Hann strauk til Ameríku, en gleymdi að taka sjóðinn með sjer. — Heyrðu, hvenær fanst Ame- ríka ? -— Það eru líklega svona fjögur liundruð ár síðan. — Og hjerna í kenslubókinni minni stendur. að í Ameríku sje til þúsund ára gömul trje! Ekki er einu orði a^ trúa í þessum kenslubókum! Undrabarnið Menuhin ljek einu sinni á fiðlu fyrir heldra fólkið í Prag. Þar var meðal annars aldr- aður fiðluleikari. Honum gramdist hve mikið þótti til liins litla fiðlu-^ leikara koma og sagði svo liátt að" Menuliin heyrði það. — Undrabörn verða vanalega mjög heimsk þegar þau eldast. En Menuhin svaraði ]>egar: — Voruð þjer einu sinni undra- barn ? Hættu þessum áflogum, Stjáni. Veistu ekki að sá á að vægja, sem vitið liefir meira? — Jú, en ]>essi strákur vill ekki trúa því að jeg sje vitrari en hann. Presturinn hafði legið lengi, en ])egar liann komst á fætur aftur mætti hann dreng, sem liann kann- aðist ekki við. Hann klappaði á Chang- Hsueh-Liang hinn kunni hershöfðingi frá Norð- ur-Kína, kom nýlega í heimsókn tiJ London. Myndin er tekin af hon um þar og tveimur sonum hans. Hershöfðinginn er til vinstri og er í ljósum fötum. Frú Caruso, ekkja hins heimsfræga söngvara, giftist nýlega amerískum stjórn- ínálamanni, C. A. Holder að nafni. Þau giftust í París og þar var þessi mynd tekin af þeim. kollinn á drengnum og mælti: — Ertu nýkominn hingað í bæ- inn? — Nei, sagði drengurinn. En jeg er aðeins nýþveginn.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.