Lesbók Morgunblaðsins - 08.10.1933, Blaðsíða 1
Djúpalónssandur
og Drilvík.
Eftir Lúðvík Kristjánsson.J
Utarlega á Snæfellsneai sunnan-
verðu, er bygð mjög lítil, enda
skiftast þar á jörfabrot og liraun,
er teygja sig samfeld alt frá jök-
uirótum og fram í sjó. Hraun þau,
er runnrð hafa úr jöklinum að
sunnan og utanverðu, . ná nær
sleitulaust frá Dagverðara að
Plellissandi. Páar sandbreiður eru
þó á þessari leið, og eru þær gróð-
urlausar að mestu.
Þetta erfiða landslag, gróður-
snautt, með vegleysum og margs
konar agnúum, á sterkasta þátt-
inn í því, eins og víðast hvar
annars staðar, hversu hjer hefir
ávalt verið fábýlt.
Móleysi og vatnsskortur eru
mjög tilfinnanlegir erfiðleikar, sem
fólk á þessum slóðum hefir orðið
að berjast við mannsöldrum sam-
an. Vatnið, sem rennur úr jökl-
inum í þessa áttina hverfur i
hraunið, sem virðist þorstlátt
hverju sem gegnir. A sumrum
verður að reka kýr langar leiðir
í vatn, og eigi allsjaldan verður
að klyfja hesta vatni, þá regn
brestur, því rigningarvatn er nær
einvörðungu haft til neyslu, Jieg-
ar unt er. Mór er hvergi á þessu
svæði, svo teijandi sje. Verður
því eingöngu að brenna lyngi og
rekavið. Þess má þó geta, að mó-
vottur hefir fundist að Hólahólum
og Saxahvoli.
Þó að landshættir hafi reynst
íbúuin þessa svæðis erfiðir og
Steinatökin á Djúpalónssandi. Hæsti kletturinn til vinstri heitir Klettabyigi. torsóttir á ýmsan liátt, hefir ])o
Bak við Gatklettinn eru SvörtJlón. Stígur liggur upp urðina fremst á myndinni sjórinn, sem við blasir, verið ákaf-
og heitir Nautastígur. lega gjöfull; enda er þar eitt af