Lesbók Morgunblaðsins - 25.03.1934, Side 7

Lesbók Morgunblaðsins - 25.03.1934, Side 7
LMBÓK MOlWHJNBLABaiNli 103 kunnugt er, er þar sífeldur dag'- ur í 6 mánuði af árinu. Nú ber svo við, að Longo ofursti hefir geng- ið með grasið í skónum á eftir einni fallegri konu, og fær loks, sakir einstakrar þolinmæði sinn- ar, tilkynningu um stefnumót með þessum orðum: — Gott og vel, við hittumst þá í skemtigarðinum klukkan eitt eftir miðnætti ... Ofurstinn hrósar strax sigri. En hann gleymdi, að þarna er ekki eitt einasta trje, sem er yfir 50 sentimetra 1 hátt, og að klukk- an eitt eftir miðnætti skín sól, sem að vísu er föl, en ber þó mikla birtu. Þegar hann því skundar til stefnumótsins með laumulegum skrefum kvennaveið- arans, finnur hann hvorki hinn vinveitta skugga næturinnar nje skemtigarðinn, sem hann dreymdi um, heldur opið og’ autt svæði, sem sjá má yfir úr öllum áttum. Þannig endar það æfintýri alt of fljótt. Islenskur matur. Meðal Atlantshafsflugmannanna vantar ekki pilta, sem taka rösk- lega til matar1 síns, og sá, sem yf- irgengur þá alla, er einmitt að- stoðarflugmaður minn, Cagna und- irofursti, enda er liann nú á því rjetta aldursskeiði til þess að fá á sig varanlegt merki um góða matarlyst. Morgujiinn eftir komu okkar bar nokkuð skrítið fyrir mig. Strax og' jeg vaknaði hafði jeg náttúrlega beðið um mína venjulegu morgunhressingu, bolla af kaffi. En eftir fáeinar mínútur er komið' inn í herbergi mitt með gríðarstórt fat, og á því er soðinn silungur, að minsta kosti fjöru- tíu sentimetra langur. Jeg lít á úrið mitt undrandi, klukkan er tæplega 7. Fyrst held jeg, að þetta sje siður þar á staðnum; silungurinn sje kanske liafður í stað lystaukandi drykkjar. En eftir langar útskýring'ar, sem að mestu leyti fara fram með bend- ingum, skil jeg loksins, að þjón- inum 'hefir skjátlast. Það var að- stoðarmaður minn, sem hafði beð- ið um silunginn. Cagna byrjaði snemma að gæða sjer á íslensku rjettunum! Ljósmynd bjargar manni frá rafmaffnsstólnum. í Los Angeles í Bandaríkjun- um var skrautgripasali nokkur dæmdur til dauða nýlega fyrir það, að hafa myrt verslunarfje- laga sinn. Samkomulag þeirra á milli hafði ekki verið gott, að sögn verslunarfólksins. Einhverju sinni fóru þeir tveir á skemtisiglingu út á höfnina í Los Angeles, en aðeins annar aom liíandi úr þeirri för. Hanu bar það, að fjelagi sinn hefði klifrað upp í sig'lu skemtisnekkjunnar, en hrapað niður á þilfarið og brotið hauskúpuna. Dómararnir trviðu ekki þeirri skýringu, cink- um vegna þess að læknir sá, sem skoðaði líkið, áleit að maðurinn hefði verið drepinn nveð ein- hverju barefli. Var því kveðinn upp dauðadómur yfir sakboru- mgnum. Blöðin skýrðu allrækilega frá þessu máli. Suðvvr-Ameríkumaður nokkur, sem hafði verið í Los Angeles og tekið mynd af höfn- inni þar, las frásögnina, og þá rif jaðist' það upp fyrir honum, að á myndinni sást skemtisnekkja og að maður var að hrapa niður lir reiðanum á henni, en annar sat við stýrið og horfði skefldur á Sendi nvi myndatökumaðurinn dómstólnum þessa Ijósmynd og þektust báðir mennirnir á henni. Afleiðingin varð sú, að málið var tekið fyrir að nýju og nú var skrautg'ripasalinn sýknaður. Hestavernd í Englandi. Það hefir verið venja í Eng- lapdi að flytja vit alla afsláttar- liesta. Hafa þeir aðallega verið fluttir til Frakklands og Spánar. En þar hefir þeim ekki verið slátr- að, eins og eigendur þeirra hafa ætlast til, heldur hafa hinir frönsku kaupendur látið þá ganga sjer til húðarinnar fyrir vögnum, en Spánverjar hafa not- að þá sem reiðskjóta á nautaöt- um sínum. Hafa þeir keypt hest- ana svo lágu verði, að lítið gerir til þótt nautin tæti þá lifandi í sundur með hornunum. En þetta hefir vakið almenna gremju í Englandi, og nú hefir breska þing- ið samþykt lög, sem banna út- flutning' á afsláttarhestum. Umtalað hjónaskilnaðarmál. Nú sem stendúr er fyrir dóm- stólnum í Genf hjónaskilnaðar- mál, sem mikið er um talað. Það er á milli franska „ilmvatnskóngs- ins“ Coty og konu hans. Þau eru skilin fyrir nokkru, en Coty skuld- ar henni hvorki meira nje rninna en 130 nviljónir franka. Frvv Coty lvefir lagt liald á 18.200 hlutabrjef sem hann átti í fjelagi því, sem á bygg'ingu þá, er blaðið „Figaro“ í París á lieima í. Er hvert hluta- brjef 1000 franka. Þessi hlutabrjef öll hefir, hún boðið út í Genf fyrir 3.7 miljónir svissneskra franka, en enginn hefir viljað kaupa, og þess vegna hefir frú 'Coty lagt löghald á „Figaro“ hvisið, en tekjur af því eru um 1 miljón franka á ári. (Morgenavisen). Tvennir tímar 'Rivvssneskur fursti, Alexander Dabischa-Cotromanisz og kona hans, voru nýlega tekin föst í Berlín og kærð fyrir það, að hafa dvalist þar síðan 21. október s.l. án þess að hafa gild vegabrjef. Vegabrjef sem þau höfðu áður voru þá fallin vvr gildi, og' höfðu ekki verið endurnýjuð. Var furst- inn dærndur í 50 marka sekt og kona lians í 20 marka sekt fyrir vanrækslu um endurnýjun vega- brjefa. Það upplýstist við yfirheyrslur í málinu að þau hjónin höfðu flvvið frá Rvvsslandi þegar stjórn- arbyltingin varð þar. Hafði furst- inn áður verið stórríkur maður, en um 12 ára skeið hefir hann haft ofan af fyrir sjer með því að vera bílstjóri í Berlín. Tekj- ur hans af því hafa þó ekki hrokk ið og var hann kominn í sveitar- skvvld.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.