Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 24.03.1935, Qupperneq 1

Lesbók Morgunblaðsins - 24.03.1935, Qupperneq 1
JON ÞORLAKSSON y>Kom af heiði halur ungur« víðsýnastur á voru landi. Var sem brygði við hans komu landvœttir allat leifturaugum. Bar hann víðsýni, bar hann framsýni eyþjóð vorri utan úr heimi; annara reynslu okkur vildi — langmœdda þjóð - láta njóta. Að þjer föllnum allir segja vinir og fjendur víst hið sama: Um órabil sá engi maður hjer á landi höfuðsmann slíkan. I styr þungum og straumi óðum óhvikull stóðst að œvilokum. Stóðstu hnarreistur, háfjallasonur, þótt um þig nœddi úlfúð kotbrags. Svo skyldi margra skap sem þitt, harðsnúið mannviti, meginþroska, stáli slegið, slungið giftu, ofið möskvum inn- og framsýnar. í lausasnjó mun Ijett að sjá slóðir, er marka mannleysur. En í hjarnfenni hygg jeg vera spor mörkuð mestu garpa. Þar mun slóðir þínar sjá þegar lausamjölll löngu er bráðin. í hjarnfenni mót hœsta tindi sjest harðspori þinn heila öld. Hlægir heimskingja er heljarmenni fallið er að foldu. Litlar sálir löðurmenna fagna fullhuga hvarfi. Inst í brjósti íslandssona ómar annar strengur: Hefjum merki mestu fullhuga! Þú varst einn afþeim. ÁRNI ÓLA.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.