Lesbók Morgunblaðsins - 14.07.1935, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 14.07.1935, Blaðsíða 2
218 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Kvenstúdentagarðurinn í Höfn. Rysensteens Gymnasium, þar sem ísl. kvenstúd. bjuggu. af okkur þreytuna og drungann eftir bestu getu, brosa framan í þá, sem tóku á móti okkur, svo að þeir sæi að við kæmum til Kaupmannaliafnar eins og „ný- slegnir túskildingar“, þrátt fyr- ir hið langa og þreytandi ferða- lag. Danirnir, sem tóku á móti okkur, voru líka svo viðmótsþýð- ir, og fagnaðaróp þeirra svo ein- læg og hressandi, að við gleymd- um þreytunni og hrópuðum húrra á móti af fullum hálsi, svo að undir tók alt nágrennið. Síðan fór allur hópurinn til stú- dentaf jelagshússins. Þar vorum við hátíðlega innrituð sem þátttak- endur í stúdentamótinu, okkur vísað á gististaði, afhent snotur l'efti með aðgöngumiðum að öll- i in samkomum og hátíðahöldum uótsins, ávísunum á mat o. s. frv. En þegar öllum formsatrið- um þessu viðvíkjandi var lokið, urðu víst flest okkar fegin að ganga til hvíldar. Daginn eftir voru íslensku stúdentarnir í heimboði lijá Sveini Björnssyni sendiherra og nutu þar í ríkum mæli gestrisnu þeirra hjóna og hinnar alkunnu alúðar þeirra. Nú var einn dagur til stefnu. Þann dag notuðum við til þess að skoða borgina og hressa okk- ur, því að veður var dásamlega gott. Danmörk tók sannarlega brosandi á móti okkur! Hinn 23. júní hófst stúdenta- mótið og var það í fjóra daga. T'm 1400 stúdentar frá öllum Norðurlöndum tóku þátt í því. Þar af voru um 50 íslenskir stú- dentar. Jónsmessuhátíð stúdenta. Við vorum svo heppin, að um þetta leyti var verið að æfa sjón- leikinn „Röverne fra Rold“ á útisenunni í Ulfadölum og fór aðalæfing fram 23. júní, sama daginn og stúdentamótið hófst. Þangað voru allir stúdentarnir boðnir að tdhlutan „Berlingske Tidende“ og framkvæmdanefnd- ar mótsins, eftir að þeir höfðu verið við hina hátíðlegu setningu þess í ráðhúsi Kaupmannahafnar. Það var nýtt fyrir okkur Is- lendinga að horfa á leiksýningu undir beru lofti, því að íslenska veðráttan leyfir vart slíkar sýn- ingar. Aður en sýning hófst hélt N. Blædel ritstjóri hjá „Berlingske Tidende“ ræðu, og bauð alla stú- dentana velkomna með skörulegri ræðu. Það var gaman að sjá hinn mikla sæg norrænna stúdenta saman kominn þarna í hinum fögru Ulfadölum. Yfir hópinn var að líta sem geisistóra breiðu af Baldursbrám, sem bærast fyr- ir hægum vindi og vagga sjer í sólskini. En þegar leið á leikinn, tók að rökkva. Þá voru tendrað ótal blys o g vörpuðu þau einkennilegum hátíðablæ yfir samkomuna. Síð- an var kveikt stórt Jónsmessubál, og þar helt skáldið Hans Hartvig Seedorf Pedersen bráðfyndna og snjalla bálræðu. Þessum fyrsta degi stúdenta- mótsins lauk með því, að við geng um niður að ströndinni. Þar biðu okkar þrjú skip, sem fluttu okk- ur til Kaupmannahafnar. Veður var fagurt; í fjarska sáust ótal Jónsmessubál, og á heiðskírum næturhimni svam máninn yfir liöfðum okkar, eldrauður á lit, og speglaði sig í dimmbláu Eyrar- sundi. Stúdenta „Sp,ex“ í Dagmar- leikhúsinu. Hvað er „Spex“? Það er eins- konar parodi, þar sem efni, mál- færi og tónlist leiksins er túlk- að af glaðværð en ekki galgopa- skap. Hefir hann þá á sjer alt annan blæ heldur en venjulega. Nú efndu stúdentar til „Spex“- leiksýningar á „Wilhelm Tell“ eft- ir sænskri fyrirmynd, í Dagmar- leikhúsinu hinn 24. júní. — Var leikurinn fjörugur og skemti- legur og húsið svo troðfult af áhorfendum og hitinn þar inni svo mikill, að annars eins þektu íslensku stúdentarnir ekki dæmi frá Iðnó. Þarna sátu karl- mennirnir og stundu og þerr- uðu af sjer svitann, þangað til stúlkurnar sýndu það veglyndi að leyfa þeim að fara úr jökkun- um. Var því leyfi tekið með mikl- um fögnuði og dynjandi húrra- hrópum — og yfirleút voru húrrahrópin aldrei spöruð, Hrifning og fjörugur stúdenta- bragur var í Dagmarleikhúsinu þetta kvöld. Ahorfendur klöppuðu leikendum óspart lof í lófa. Stund

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.