Lesbók Morgunblaðsins - 14.07.1935, Síða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 14.07.1935, Síða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 219 íslensku stúdentarnir í boði hjá Sveini Björnssyni sendiherra. um tóku þeir undir og sungu með leikendunum, svo að alt húsið endurkvað af fjörugum röddum, — en við og við heyrðust þó stun- ið: En sá hiti börn!--------— Ekki var kaldara í „Lorry“, liinum vinsæla skemtistað Hafn- arbúa, þar sém við vorum á eft- ir og áttum að skemta okkur „fram á rauðan morgun“, eins og stóð prentað í dagskrá Stúdenta- mótsins. Stúdentar fara blysför um borgina. „Skærsommernatsbal“! Nafnið eitt hefir á sjer einlivern rómantískan blæ. Það fanst okk- ur íslendingunum að minsta kosti þegar okkur var tilkjmt að nú ættum við að fara á dansleik, „Skærsommernatsbal“, í húsi stú- dentaf jelagsins. í'agnaðurinn hófst með því, að stúdentar fóru blysför um borg- ina. Yar það geisistór og löng fylking yfir að líta, enda tóku þátt í henni 1400 stúdentar, sem til mótsins voru komnir. Gengu þeir í röðum, sex og sex saman, og báru blys. Var það undarlega hrífandi sjón, að liorfa á þessa stóru fylkingu í rökkrinu, alla þessa hvítu kolla, og blaktandi blysin yfir þeim. Fyrir framan háskólann var staðnæmst. Þar tók rektor há- skólans, próf. dr. phil. J. Östrup á móti stúdentunum með mjög hlýlegri ræðu, og mæltist vel. Þaðan var snúið aftur til húss stúdentafjelagsins og þar var stiginn dans „hele Natten til den Ijusa Dag“. Síðasti dagur mótsins. Þá fóru stúdentarnir allir í bifreiðum til Norður-Sjálands. Sá dagur verður þeim öllum ógleym- anlegur — dýrlegur dagur frá morgni til kvölds. Fyrst um morguninn var allur hópurinn boðinn til Carlsberg. Þar var framreiddur morgunverð- ur handa öllum, ósvikið „dansk Smörrebröd“. Þar voru bornar á borð 8000 brauðsneiðar í einu — átta þúsund brauðsneiðar, sem við áttum að torga og kyngja með hinum góða og lieimsfræga „Gamle Carlsberg“. Það voru glaðir, mettir og gáskafullir stúdentar, sem lögðu af stað frá Carlsberg að lokinni máltíð. Yeðrið. var dýrlegt, og nú var haldið í áttina til fegurstu hallar í Danmörku og næstfræg- asta vígis — Kronborgar, sem er skamt frá Helsingjaeyri. A leiðinni var komið við í liinu nýa veitingahúsi „Sommariva“. Þar bauð borgarstjórnin á Hels- ingjaeyri öllum stúdentunum kaffisopa og vínarbrauð, og á meðan við fengum þessa hressingu var glatt á hjalla, sungið og spil- að. Kronborg, hin söguríka höll og kastali, sem bygð er á 16. öld, er talin fegurst allra halla í Dan- mörku. Og það er ekki ófyrir- synju að Shakespeare lætur hinn fræga sorgarleik sinn „Hamlet“ gerast þar. Þó held jeg að flestir stúdentanna hafi verið hrifnari af Friðriksborgarhöll. Umhverfið þar er dásamlegt. Höllin stendur á þremur hólmum úti í vatni, sem við liana er kent, og eru fagrar brýr á milli hólmanna. í glæsilega fögrum garði fyrir framan höll- ina, er stór Ægis-brunnur (Nept- unus-gosbrunnur), sem setur sinn svip á garðinn. Þegar veður er gott, eins og var þenna dag, speglast höllin og garðurinn í vatninu eins og draumsjón. Og við vorum hrif- in. — Þetta var seinasti dagurinn. Hann hafði verið svo unaðsleg- ur að við vorum hálf leið, þegar við stigum út úr bifreiðunum í Kaupmannahöfn fyrir framan „National 'Seala“. Þar áttum við að sitja miðdegisveislu, og leið nvi óðum að lokastund mótsins. — Veislan var hin hátíðlegasta, en þó var fjörugt meðan setið var að borðum og óþvingað. Fulltrúar frá hinum ýmsu löndum fluttu þar kveðju- og þakkarorð frá löndum sínum. Há- skólarektor okkar, próf. Alexand- er Jóhannesson var þar og stadd- ur og lrelt skörulega ræðu. Eftir þetta var mótinu lokið opinberlega, en þó var ekki öllu lokið enn. Um kvöldið fóru albr stúdentarnir í Tivoli. Þar fengu þeir sjerstakt leyfi til þess að dansa og skemta sjer eftir að Tivoli var lokað um kvöldið. Það var ágætt að klykkja þarna út, því að Tivoli var uppáhaldsstaður okkar allra stúdentanna. Við auðguðum líka okkar nor- ræna anda. En nú mega góðviljaðir lesend- ur með engu móti halda, að við höfum eingöngu lifað í glaum og »

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.