Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1935, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1935, Blaðsíða 4
380 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Vopnahljesdagurinn. Myndir þessar voru teknar á vopnahljesdaginn, 11. nóv. í Kaupmanna- höfn. Mvndin til vinstri sýnir viðhöfnina #í Vestre Kirkegaard, þar sem danskir sjómenn, sem siglt liafa til Kongo, leggja blómsveig á leiði belgiskra hermanna, sem þar eru grafnir. Til hægri: Sálmasöngur hjá minnismerkinu á gröf enskra hermanna. Fremstur stendur Everett, hinn enski sendisveitarpre'stur í Kaupmannahöfn. um áður en herinn var kallaður saman: „1 minui herdeild eru 22 menn, sem ekki eru færir um að taka þátt í lieræfingum, sökum lang- varandi fæðuskorts. Á sunnudag- inn var, eftir messuna, ætlaði jeg að hafa æfingu, en mennirnir sögðust ekki treysta sjer, þrátt fyrir góðan vilja. Sumir þeirra segjast varla hafa bragðað mat, um lengri tíma. og einn þeirra segist ekki hafa haft annað til matar í rúma 2 mánuði, en brauð, sem búið er til vir viðarberki, og hafði hann drukkið vatn með því. Þrír menn fellu í yfirlið á meðan á æfingunum stóð, vegna hung- urs, þrátt fyrir það þó jeg hafi beitt hinni mestu varfæmi og mildi, eins og þeir munu sjálfir vera reiðubúnir til að votta. En mennirnir segja, og jeg veit að það er satt, að þeir sjeu að því komnir að deyja úr hungri. Marg- ir hafa beðið mig um að sjá þeim fyrir mat, en jeg er ekki svo efnum búinn að jeg hafi getað orðið við óskum þeirra. Samt hefi jeg tekið nokkrar fjölskyldur að mjeT, sem voru aðframkomnar af skorti. Hjer e'ru allir fátækir, og svo langt leiddir, að flestir eiga. ekki annað til, en húskofana, fulla af örbirgð og þjáningum". 9. júlí, sama ár, skrifar Green höfuðsmaður á Höland, til stift- amtmannsins: „Þar sem jeg liefi fengið 34 ný- liða í mína herdeild, veitir ekki af að vandað sje til he'ræfinganna, svo við verðum færir um að veita hans hátign þá aðstoð og þjónkun, er liann kann að þarfnast og krefst af okkur. En herdeildin andvarp- ar og stynur af fæðuskorti og magnlevsi. Mennirnir segjast ekki vera færir um neina áreynslu vdgna hungurs. Oll herdeildin biður yður í innilegustu auðmýkt. að þjer, vegna hinna miklu áhrifa er þjer hafið, vilduð beita yður fyrir því, að þeir fengi lítilshátt- ar kornmat, til að blanda saman við trjábörkinn, svo þeir geti framfleytt lífinu. Hinji alniáttugi guð mun sannarlega launa yður, ef þjer getið orðið við þessari beiðni þeirra". Hversu ástandið he'fir verið liryllilegt á Austfold, sjest af skýrslum embættismanna í hjer- uðunum þar. í ágústmánuði árið 1742, hafði stjórnin gert fyrirspurnir til em- bættismanna þar, hvort þeim væri kunnugt um að nokkur maður hefði af bjargarskorti andast eður af hungri látist. Amtmaðurinn á Austfold svar- aði þessari fyrirspurn, 12. sept- ember sama ár: „Frá því í október 1740, er jeg kom hingað og alt til þessa dags, hafa um alt amtið verið sífeldar harmatölur og kveinstafir, um peningaleysi og fæðuskort. Til sönnunarmerkis hefir margt al- þýðufólk sýnt mjer brauð það, er það býr til úr furuberki, og hefir það treint í sjer lífið á þehnan hátt. En af þessu hafa stafað sótt- ir og óvenjulega mikill mann- dauði. Því trjábörkurinn, sem varla væri skepnum bjóðandi, spillir innyflum fólksins, og það ve'rður svart í framan eins og negrar“. Sóknarpresturinn á Rauðanesi skrifar: „Bæði húsmenn og jarð- eigendur, seðja hungur sitt með hálmi, trjáberki, skógarlaufi og grasi. Afleiðingin af þessu eru sjúkdómar, og þrisvar sinnum meiri manndauði en venjulega. (f Akerhus biskupsdæmi, fæddust það ár 6786 en dauðsföll voru 17690. í Kristjanssands úmdæmi

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.