Lesbók Morgunblaðsins - 19.04.1936, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 19.04.1936, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSTNS Fiðlusnillingurinn baróninn á Hvítárvöllum Hvað varð um knjefiðlu hans? Hans er minst í fyrsta blaði Le's- bókar Morgunblaðsins á þessu ári og er það vel farið. Meðal annars er þess þar getið, að hann hafi kunnað að leika vel á hljóðfæri, sjerstaklega á „Cello“ og að bann hafi tvisvar leikið á hljómleikum hjer í bænum, en ekki er þess getið hvort hann hafi leikið hetur nje ver en aðrir menn er handleika „Cello“ eða önnur hljóðfæri. Það má þó fullyrða að etiginn maður muni til íslands hafa kom- ið ennþá, er staðið hafi honum jafnfætis í því að leika á knje- fiðlu, og myndu þeir best hafa getað lýst því, eða þeirri list hans, skáldið Einar Bene'diktsson og tónfræðingurinn Björn Kristjáns- son, kaupmaður, því þeir voru honum manna kunnugastir. Á öðrum þeim hljómleik sem getið er um að hann hafi leikið á, og haldinn var til þess að styrkja veika, fátæka stálku, var je'g einn af áheyrendum. Get jeg eigi með orðum lýst þeirri dásamlegu fegurð tónanna sCm þessi virkilegi „Virtuos" framleiddi með fiðlu sinni, eða þeirri áhrifamiklu hrifni tilheyr- andanna, sem virtust eins og vera komnir með hugann yfir til annars æðra heims. Mjög marga varð mjer litið á er tárfeldu, menn og konur, og var jeg sjálfur einn á meðal þeirra og 'kynoka mjer ekki við að kannast við það. Það var svo áhrifrík tilheiðsla í andliti snillingsins og tónum fiðlunnar að það mun seint gleym- ast þeim er sáu og heyrðu og sátu með innileik og undrun að hlusta á hinn dásamlega leik barónsins. Jeg hefi farið víða um lönd og mjög oft hefi jeg hlustað á fagra hljómleika, en aldrei hefi jeg orð- ið var annara eins áhrifa af hljóm- leik nokkurs manns. Baron Boilleau átti tvær knje- fiðlur og strengdi hann venjulega hina betri þá er hann hafði meira við, enda var hún kostagripur hans. Eitt sinn var jeg samferða musikdirektör frá Kgl. leikhúsinu í Kaupmannahöfn frá Kiel til Kaupmannahafnar. Mösuðum við um eitt og annað með því að við vorum einir í vagni. Spurði hann mig hvort að jeg hefði þekt harón Boilleau og hvort að jeg hefði heyrt hann spila og kvað jeg svo vera. Spurði hann mig þá ýtar- lega um það, hvort jeg vissi hvað um fiðlu hans hefði orðið, eftir dauða harónsins, og hvort að jeg vildi spyrjast fyr:r um það er jeg kæmi heim, hvort hægt væri að fá fiðluna senda til Landmands- bankans í Höfn, gegn því að þar væru lagðar inn kr. 6000,00, til tryggingar því að hún yrði keypt því verði, eða máske hærra verði, ef hann mætti skoða hana þar og „banka“ og findi að hún væri ó- skemd. ‘Á eftir bætti hann þessu við: Jeg kaupi ekki fiðluna fyrir sjálfan mig og hefi ekki ráð á því, en bróðir minn, sem húsettur er í Ameríku og þekti hæði e’gandann og hljóðfæri hans, hefir heðið mig um þetta, hann vissi að f’ðlan var óvenju góð og eigandinn fullkom- inn „Virtuos". — Fiðlan var horf- in áður en jeg kom heim. Annars atriðis má geta um harón Boilleau. Hann hafði legið meiri part vetrar, af erfiðu fóta- meini. Undir vorið fór honum að 125 batna. Gerði hann þá hoð eftir manni, er hann þekti, og bað hann iað lána sjer rúmar sjö hundruð krónur. Maður þessi, sem var góð- kunningi minn, var mjög fast- heldinn á peninga og var að auki kunnugt um að baróninn væri skuldugur og að hann myndi því eiga erfitt með að standa í skilum. Hann þverneitaði því að lána þessa upphæð, kvaðst ekki hafa peninga aflögu og kvaddi húsráðanda. Þá er baróninn fylgdi gesti sínum til dyra, spurði hann hvort að hann ekki mætti spila fyrir hann eitt lag á fiðlu sína fyr:r það ónæði er hann hefði gert honum og þáði kunningi minn það, með því að hann sjálfur var mjög músik elsk- ur maður. Þeir fóru því inn aftur og settust. Húsbóndinn tók fiðlu sína og spilaði. Að því húnu stóð gestur- inn upp, rjetti húsbónda höndina og kvaðst koma með pen’ngana morguninn eftir. Og við mig sagði kunningi m:nn að aldrei á lífsleið sinni hefði hann látið af hendi peninga er hann hefði minna sjeð eftir. P. H. „Gud blesse den gam!e Mand.“ Einu sinni var það á vorþingi á Egilsstöðum. Sýslumaður sá er þingaði var danskur og skildi ekki íslensku. Jón Björnsson í Snjó- holti var þar og ekki algáður. Kemur hann inn í þinghúsdyrnar og kallar til sýslumanns: „Alltíð segi jeg það, þú átt ekki að stela, skrattinn þinn, þú átt ekki að stela“. Sýslumaður spurði þá er næstir stó.ðu: „Hvad siger han den gamle Mand?“ Jón bóndi Stígsson frá Uppsöl- um varð fyrir svörum: „Hann er að heilsa yður, herra minn“. „Ohó, Gud blesse den gamle Mand“, sagði sýslumaður, og lá þá við að menn brostu.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.