Lesbók Morgunblaðsins - 16.08.1936, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 16.08.1936, Blaðsíða 4
260 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Maurer í sama streng og þeir G. St. og F. J., en færa ekki fram nein rök, ný nje gömul. Finnur Jónsson telur sig aftur á móti hafa 5 röksemdir fram að færa gegn skoðun Björn M. Ólsens. 1. Það, að engajr rúnaristur sje til, á íslandi, eldri, en frá ca. árinu 1300, og að nokkrar, að mestu leyti apokryfar sagnir um „rúna- kefli“ sýni, að rúnir hafi yfirleitt verið mjög lítið notaðar á Islandi þótt menn hafi auðvitað þekt þær. Vegna þessa sje það ósennilegt að menn hafi byrjað alt í einu að rita heilar bækur með rúnum. Sannfærandi er þessi TÖksemd ekki, því að henni virðist auðsnúið á þann veg, að ósennilegt sje, að menn hafi „alt í einu byrjað að rita heiiar bækur“ með latínuletri, einkum ,þegar þess er gætt, að menn þektu alment alls ekki latínu letrið, heldur rúnirnar, og að engar jafn vel „apokrvfar“ sagnir eru til um lataínuleturskefli eða blöð í sögun- um. Eru jólakertin, sem loguðu í fyrra hugarburður einn, vegna þess að þau eru ekki enn við líði? Mann furð,ar á að sjá slíkar rök- semdir bornar fram í alvöru, en ekki á hinu að Verner Dahlerup, sem undirritar formálann með Finni, tekur það fram, að hann hafi ekki verið meðsemjandi hans, að þessum hluta formálans, sem hefir að geyma röksemdir Finns. 2. Það, að rúnastafrofið var að eins 16 stafir gerði það óhæfara til notkunar en latínuletrið, sem fleiri raddstafir vom í. Til þess að rita íslensku, eftir okkar kröfum til stafsetningar, vom bæði stafrofin lítt hæf. Hins- vegar vom fastar hefðbundnar reglur um það hvemig rúnastaf- setning skyldi vera og menn þektu rúnir og gátu því með fyrirhöfn komist fram úr því, sem ritað hafði verið með rúnum. En um stafsetn- ingu með latínuletri hafði aftur á móti engin hefð getað myndast þar sem það var nýtt fyrirbrigði — hjer við bætist, að stafina þektu aðeins fáir menn, en það virðist til lítils gagns ,að rita bækur með letri, sem enginn kann að lesa. Þó virðist ágreiningur ekki hafa verið um það, að taka latínuletrið, en það var ekki nóg. Þ.að þurfti að bæta við það fjölda tákna yfir íslensk hljóð. Vandinn var að finna þau og kenna mönnum að nota þau. Það varð að búa til nýtt íslenskt stafrof, sambland af nýj- um stöfum 0g gömlum leturteg- undum, og það tókst. Að nota það við frumsamið efni, hefir ekki ver- ið afarerfitt fyrir höfunda. Hitt að smia rúnaritum til hins nýja stafrofs, hefir, að því er virðist, verið miklu erfiðara1 vegna þess, að rúnastafsetning var mjög ó- nákvæm, þótt það bætti úr, að hún var eftir föstum reglum gerð. Af- ritarinn varð samt að ráða rún- irnar, og breyta miklu frá því, sem í rúnaritinu stóð. Hvort breyt- ingar afritarans yrði rjettar var undir hælinn lagt; það fór eftir greind hans, skilningi og vand- virkni. Glundroðinn sem er á staf- setningu, sjerstaklega vísanna í handritunum, sýnir, að þetta hefir verið örðugt. — En einmitt þessi glundroði sýnir betur, en alt ann- að, að forfeður handritanna, sem við þekkjum, eru rúnahandrit. Það t. a. m., að sama orð í vísu, sem er t. d. til í í eða 5 handritum, er í engu þeirra ritað eins (í einu er t. d. tvöfaldur samhljóðandi, öðru einfaldur, í því þriðja er ritað u, í fjórða y og fimta o alt e. t. v. í sama orðinu), það verður því að eins skiljanlegt, hafi afritararnir haft fyrir sjer rúnastafi og snúið þeim til latínu eða ísl. leturs. Þeir rjeðu rúnirnar á sinn veg hver og notuðu þá stafsetningu, sem þeir hugðu rjettasta. Óbundnu máli, sem þeir skildu, var ekki jafn erfitt að komast fram úr. 3. Að prestum, sem þá voru einir um að rita bækur, hafi verið það hægðarleikur að rita bækur með því að nota latneskt stafrof og að bækur ritaðar með rúnum mundu í augum prestanna hafa haft „af- skrækkende udseende". Um það, hvort prestar einir hafi fengist við að rita bækur, veit og vissi enginn neitt, hvorki F. J. nje aðrir. Að prestar hafi verið „skrekk- aðir“ við útlit rúnabóka er víst eintóm ímyndun. Ólafur hvfta skáld t. a. m. var prestvígður, en hefir þó kynt sjer rúnir. Hinu er svarað undir 2. lið. 4. að eins og prof. Storm hafi sannað hafi menn í Noregi, þegar í kringum árið 1100 ritað nokkur lög með latneskum bókstöfum og að ekkert sje sennilegra, en að ís- lendingar hafi hermt það eftir Norðmönnum. Ágiskanir um, hvort heldur er eftirhermur eða annað, teljast ekki til sannana, en jafnvel þótt hið gagnstæða ætti sjer stað, þá væri þetta sönnun sem sannaði ekki neitt. 5. að Ari fróði nefni íslensku lögin og rit sín „bók“, sem eigin- lega eigi að merkja „latnesk bók“. Þetta er svo óákveðið að erfitt er að henda reiður á því. I íslend- ingabók Ara eru nefnd Ulfljótslög, Vígslóði og „lög“ (alment) en hvergi get jeg fundið þar að þau sjeu nefnd „bók“. Hinsvegar hefi jeg sjeð þar, að það nýmæli hafi verið gert að lögin skyldi skrifa á bók, en það virðist mjer merkja annað. íslendingabók endar með orðunum: „hér lycsc siá bóc“ og í formálanum er hún líka nefnd svo og virðist það vera fullkomið rjett- nefni á þessari útgáfu hennar. — Hvrort það aftur á móti megi telj- ast rjettnefni á riti því, er hann „gþrþi fyrst“ skal jeg láta ósagt. Þessi 5. röksemd sannar ekkert, og á í því efni sammerkt við hin- ar. I Egilssögu er sagt frá því að Þorgerður Egilsdóttir hafi boðist til að rísta Sonatorrek á kefli. í Ark. f. n. Oldk. 1910 gerir F. J. úr orðinu kefli, „rúnakefli", og telur að því er virðist, að rúnir sje skornar í yfirborð þess. Af þessu er það ljóst, og af orðum G. Storms, hjer að fr.aman, að þeir hyggja báðir, að rúnir verði ekki rístar á annað en trje, grjót og líklega málm, vegna þess að þeir munu hafa sjeð rúnir á þessum efnum. En þetta er hinn mesti mis- skilningur. Það jná rísta rúnir á skinn svo, að þær sje vel læsilegar, en hjer við bætist það, að það er mjög fljótlegt að lita stafina, eftir að þeir hafa verið rístir, svo, að þeir verði jafn skýrir og skrifaðir stafir. Jeg hefi reynt þetta sjálfur, og menn geta sannfært sig um það sjálfir, svo að um þetta er engum

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.