Lesbók Morgunblaðsins - 16.08.1936, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 16.08.1936, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 263 i> t' HRINGFERÐ FERÐAFJELAGSINS IV. RÁ Seyðisfirði fórum vjer stutta dagleið, eða tkki lengra en að Skjöldólfsstöðum í Jökul- dal. Á leiðinni var komið við á liinu niikla rausnarlieimili Egilsstöðum á Völlum, snæddur þar miðdegis- verður og skoðað sig um. Þarna er áreiðanlega. hið stærsta íbúðar- hvis, sem til er í sveit á Islandi, og eftir því fer um annan myndar- brag sem þar er á öllu. Þarna bjó hjeraðshöfðinginn Jón Bergsson og gerði garðinn frægan. Nú búa ]>ar tveir sjmir hans, Sveinn og Pjetur. Hjá þeim er iamma þeirra, frú Ólöf Bjarnadóttir. sem nú er líklega elsta kona á íslandi, verð- ur 102 ára hinn 1. nóvember næst- komandi, ef hún lifir svo lengi. Og um það þarf vart að efast, því að svo er hún ern. Hún les enn bækur og blöð og fylgist vel með öllu, sem er að gerast, bæði utan lands og innan. Og hún er merki- lega frjálslynd og víðsýn. Hún kvaðst hafa gaman af að sjá þessa stóm bíla sem vjer vorum í, því að þeir væri sjer lifandi dæmi um bættar og batnandi sam- göngur hjer á landi. En á þeim bygðust framfarir þjóðarinnar — og þó þætti sjer einna vænst um það hvað bílamir ljcttu miklu erfiði og þrældómi af blessuðum hestunum. Á háum hól vestur af bænum er fagur trjálundur. Þar er ættargraf- reitur Jveirra Egilstaðamanna og þar hvílir Jón Bergssou og er á leiði lians fagur bautasteinn, en skrúðgræn og hávaxin trje af ýms- um tegundum breiða unaðslegia faðm um þennan hvílureit. Og merkilegt er það, eigi aðeins um þennan eina stað, heldur marga aðra grafreiti á Austurlandi hvern 'vott þeir bera um hugulsemi fólks- ins að gera þá fagra og friðsæla. Ólöf Bjamadóttir á Egilsstöðum. Það vekur lotningu í brjóstum ferðafólks, sem á ekki slíku að venjast. Á Egilsstöðum er stór og merki- legur skniðgarður fyrir sunnan húsið. Hann er fagur nú þegar, þótt ekki sje bann gamall, en glæsilegri og fegurri mun hann verða með hverju árinu sem líður. Þegar jeg skoðaði þennan garð, datt mjer ósjálfrátt í hug vísa Guðmundar Ketilsstöðum á IHuga- stöðum á Vatnsnesi: Þegar hold mitt eftir á er í gleymsku falið Ulugastaða steinar þá standið upp og talið. Því að alt á Egilsstöðum ber vott um að þar hefir verið sú kyn- slóð, sem kann að byggja landið. Sumt liefir J)ó gerst þarna með öðmm svip, og þess vegna var það, að áður en vjer færum úr hlaði, var borin upp tillaga til samþykt- >ar á þá leið ,,að íslenska ríkið skuldaði ekki einn eyri erlendis" og var hún, að fengnu fordæmi, samþykt einum rómi. TT’EÐIJR var ekki vel gott á * leiðinni frá Egilsstöðum að Skjöldólfsstöðum, þykt loft, þoka og úði. Naut því hvergi útsýnis. En þó komumst vjer x kynni við Jökulsá, og fanst hún allhrikaleg þar sem hún brýst um í gljúfrun- um, og ekki fögur ásýndum, því að þótt mörg jökulvötn beri fram mikla jökulösku, mun Jökulsá á Brú sennilega eiga metið, því að hún er blátt áfram eins og þykk- ur grautur. Víðast hvar er hún mjó, og þess vegna hafa verið settar nrargar dragferjur á hana. Fæstir af þeim, sem í förinni voru, höfðu áður sjeð dragferju og þess vegna áræddu mestu ofurhugarnir að reyna dragferjuna, sem er rjett fyrir ofan Skjöldólfsstaði. Flestum fanst þetta glæfralegt ferðalag, en fólkinu þarna í sveitinni finst nú eitthvað annað! OKJÖLDÓLFSSTÖÐUM, mót- tökunum og viðurgerningi þar skal jeg við bregða eins lengi og jeg lifi, og undir það mun alt ferðafólkið taka. Þetta er bær lengst inni í landi og afskektur, að því er manni finst. En um leið og vjer komum þar stóð þar fram- reiddur fjölbreyttur og góður mat- ur fyrir 57 menn, síðan upp búin 21 riim með dúnsængum og drif- hvítum línlökum. Og í býtið um morguninn, er vjer komum á fæt- ur, stóð framreiddur hinn ágætasti dögurður handa öllum — og þótt fleiri hefði verið, því að Jxar var ekki að sjá hörgul á neinu frernur en vjer hefðum verið í besta gistihúsi í erlendri stórborg. Vjer áttum þarna indæla nótt, en heimafólk, sem stjanaði svona við oss og veitti oss Jxessar ágætu móttökur — J>að liafði orðið að vanrækja heyskapinn daginn áð- ur og vakti svo alla nóttina. — Óvíst er hvort svona margir gestir hafa áður komið þarna í einu, en gestagangurinn hlýtur að aukast með ári hverju, því að nú er jörðip. við þjóðbraut. Þar liggur um veg- urinn milli Norðurlands og Austur- lands. Eftir honum fara áætlxinar- bílar milli Akureyrar og Reyðar- fjarðar og bæta upp hiS grátlega samgönguleysi, sem Austfirðir hafa átt við að búa á undanförn-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.