Lesbók Morgunblaðsins - 18.10.1936, Page 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
331
Stephan Stephensen
amtmaður.
sýslumanni í Vatnsdal er svo lýst,
að hann hafi verið höfðingi „sem
ætíð ljet drengskapinn verða
snildinni samfara, og að sem vin-
ur hafi hann verið tröllum trygg-
ari, sem nágranni greiðvikinn,
friðsamur og hjálpsamur. Heimili
hans var rómað, fyrir alt sem eitt
heimili getur prýtt, svo sem reglu-
semi, þrifnað, frið og saklausa
gleði“.
Á þessu góða heimili að Höfða-
brekku í Mýrdal, fæddist Magnús
landshöfðingi 18. okt. 1836, og
var þriðji sonur foreldra sinna.
Höfðu hinir báðir verið látnir
heita eftir Magnúsi konferensráði
í Viðey, föðurbróður og fóstur-
föður Magnúsar sýslumanns, en
urðu mjög skammlífir. Lifði ann-
ar fáa daga, hinn fáa mánuði.
Þegar þriðji sonurinn fæddist,
rjeðu ýmsir vinir sýslumanns hon-
um mjög frá því, að láta hann
heita Magnús því sýnt væri að
það mundi ekki blessast. En mælt
er að Magnús sýslumaður hafi
svarað þeim ráðleggingum á þann
veg, að hann skyldi aldrei láta af
því, að láta syni sína heita eftir
frænda sínum og fóstra, „og fyr
mættu þá synir sínir allir fara“.
En sem betur fór lifði þriðji
Magnúsinn „og tókst þá óaðfinn-
anlega að endurreisa nafn Magn-
iisar konferensráðs' ‘ því Magnús
landshöfðingi varð „laukur ættar
sinnar og sómi“.
Fyrstu 8 ár æfinnar ólst Magn-
ús landshöfðingi upp með foreldr-
um sínum á Höfðabrekku, en síð-
ar í Vatnsdal í Fljótshlíð, því fað-
ir hans feklr Rangárþing 1844. Og
þó hann dveldi aldrei langdvölum
í Rangárþingi, mun hann æfinlega
hafa talið sig Rangæing, og órjúf-
andi vináttu og trygð batt hann
við ýmsa Rangæinga og ættmenn
þeirra, (og eins systur hans Þór-
unn og Marta), er hjelst alla æfi,
alveg eins og faðir hans hafði gert
við Skaftfellinga frá veru sinni
þar. Ættmenn hans sumir, höfðu
og búið í Rangárþingi mann fram
af manni eins og áður er sýnt, og
síðustu opinber störf sín vann
liann í þágu Rangæinga sem full-
tri'ii þeirra á Alþingi.
*
AGNÚS landshöfðingi var
aðeins 13 ára þegar hann
gekk inn í latínuskólann, og þá
sjálfsagt vel undirbúinn þó ung-
ur væri, því faðir hans hafði jafn-
an haft ágæta kennara til að
kenna börnum sínum, og fermdur
var hann á öðru skólaári sínu
1851 af föðurbróður sínum sjera
Pjetri Stephensen á Ólafsvöllum,
og fekk hjá honum þann vitnis-
burð að hann væri „afbragðs gáf-
aður og siðsamur“.
Eftir sex ára skólavist í latínu-
skólanum, útskrifaðist hann það-
an (1855) „með hæstri einkunn
allra sambekkinga sinna“. Sama
ár fór hann til háskólans í Kaup-
mannahöfn og tók þar embættis-
próf í lögum 4. júní 1862 með
hárri 1. einkunn. Ári síðar varð
bann starfsmaður við íslensku
st j órnar deildina í Kaupmanna-
höfn, og 1865 varð hann aðstoðar-
maður þar hjá frænda símmi Odd-
geir Stephensen, sem þá var
stjórnardeildarforstjóri. Af brjefi
sem Oddgeir skrifaði Magnúsi
sýslumanni í Vatnsdal 1866, er
helst svo að sjá, sem hann hafi
ekki kært sig um að missa hinn
unga frænda sinn til íslands, held-
ur jafnvel viljað að hann settist
að í Kaupmannahöfn, því hann
segir að hann sje nú þegar kom-
inn „hjer í svo góða stöðu“ (þ. e.
við stjórnardeildina) að það sje
mikið áhorfsmál fyrir hann að
sækja til íslands, „nema amt-
mannsembætti byðist", því etcki
leist honum meira en svo á yfir-
dómaraembættin af ótta við að
ungur maður í þeim, legðist í leti,
eða færi að slá sjer út í pólitílr,
eða eitthvað annað embættinu ó-
viðkomandi. En alveg var Odd-
geiri Stephensen, sem þá var
væri, þá þegar, fær um að „veita
forstöðu hverju verzlegu embætti
á íslandi sem vera skal“.
Ekki hefir hugur Magnúsar
landshöfðingja staðið til þess að
ílendast erlendist. Heima á ætt-
jörð sinni vildi hann starfa, þar
vildi hann una æfi sinnar daga, og
þangað hverfur hann undir eins
og sæmilegt tækifæri býðst. Árið
1870 var hann settur yfirdómari
við landsyfirrjettinn í Reykjavík,
og ári síðar skipaður í það em-
bætti. Fyrsti dómari varð hann
1877, og 1883 var hann jafnframt
dómaraembættinu settur amtmað-
ur sunnan og vestan, og gegndi
hann þessum embættum báðum