Lesbók Morgunblaðsins - 18.10.1936, Síða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 18.10.1936, Síða 5
indi voru til vegna stöðu hans. Þingræður lians voru annálaðar. Þær voru ‘stuttar, gagnorðar og frábærlega skýrar, svo skýrar og skipulegar, hugsunin svo föst og vafningalaus, að sagt var, að varla hefði getið svo klaufalegan skrif- ara á þingi, að hann skrifaði mjög vitlaust ræðu eftir Magnús Steph- ensen. Ættrækni og ættjarðarást var mjög rík hjá honum. — Honum var mjög ant um að verjast öllum ágangi á landið utan að, eins og kom fram allberlega í bankamál- inu á Alþingi 1901 d) Með þessu hugarfari var að- staða hans á þinginu stundum all- örðug, sjerstaklega þegar hann varð að koma þar fram í umboði hinnar erlendu stjórnar, er ekki vildi viðurkenna rjettindi Islands. En svo gat hann komið ár sinni fvrir borð, að yfirleitt var sam- vinna hans við Alþingi og hina erlendu stjórn hin besta. Yiðmót hans og umgengni við menn virt- ist mjer vera þannig, sem hver einn, er við hann átti erindi, mundi helst kosið hafa ; viðræður hans jafnan ágætlega við hæfi þess er hann talaði við, og alla- jafna um það efni, er hinum þótti mest 'skemtun um að tala. Þótt hann skipaði æðsta sess landsjns. þá var hann jafnan til viðtals á hverjum tíma dags, og hvernig sem á stóð. Fengi hann að vita, að einhver vildi finna hann, og það stóð á sama, hvort sá átti mikið eða lítið undir sjer, þá var hann þegar bfi- inn til að veita viðtalið, og það !) Á Alþingi 1901 var neðri deild búin að samþykkja, að leggja Lands- bankann niður, og láta hinn væntan- lega erlenda hluta banka (íslands- banka), verða einvaldan hjer á landi í peningamálum. Magnús landshöfð- ingi lagðist mjög fast gegn þessu í efri deild, og tókst þar með tilstyrk 7 þingmanna að bjarga Landsbankanum frá þeim ömurlegu örlögum, er n. d. hafði búið honum. Það hefði verið mjög vel við eigandi, að mynd Magn- úsar landshöfðingja hefði verið á ein- hverri tegund hinna nýju seðla bank- ans, eins og í virðingar- og þakklætis- skyni fyrir þetta sæmdarstrik, auk þess sem hann var einhver besti fjár- gæslumaður sem landið hefir átt. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS þótt hann sæti að matborði. Man jeg það, að konu hans sárnaði stundum, er hann hafði ekki mat- frið. Jeg þarf ekki að lýsa því, hvernig hann fór með gesti sína, umönnun hans um bá, og hve sltemtinn hans var. Hann var frá- bærlega ljúfur og góður heimilis- faðir og húsbóndi. Aldrei var hann öðru vísi við okkur sem unn- um í skrifstofu hans. Mjer fanst hann nærri því of góður, því jeg minnist þess ekki, að hann fyndi nokkurntíma að neinu við okkur. Einn var sá háttur hans, sem vert er að geta, af því að það mun nú orðið fremur fátítt um veraldlega embættismenn, það var kirkju- rækni hans; hann fór í kirkju á hverjum heljflim degi. Alt hátterni hans var einkar látlaust. Mann, er lausari var við tilgerð eða tildur, getur ekki. Það var og örugt að fá að sýna hon- um, nokkuð almennara en venju- lega gerist, hver tök hann átti í hugum manna. Þegar hann varð sjötugur, vildu menn fá að halda samsæti honum til heiðurs, en það var afsvar frá hans hálfu. Sama var, er hann varð áttræður. Það var með mestu lægni, að það tókst að fá samþykki hans til þess, að gerð væri af honum brjóstmynd í því skyni að setja hana í neðri deildarsal Alþingis, gegnt sæti því, er hann hafði svo lengi þar með sóma skipað. — Æfiferill hans og embættisferill var hinn glæsilegasti. Fram- kvæmdarstjórn landsins, var í tíð landshöfðingjadæmisins, aðallega í höndum landshöfðingja, og hann tók mikinn þátt í löggjöf lands- ins. Magnús Stephensen hafði mik- inn hug á verklegum framförum landsins. Sjerstaklega ljet hann sjer ant um samgöngur bæði á sjó og landi. — Taldi hann greið- ar samgöngur að miklu undir- stöðu annara framfara. Sjerstak- lega þótti hann góður gæslumaður landssjóðs. Þegar hann skilaði af sjer, nam viðlagasjóður (þ. e varasjóður) landssjóðs iy2 miljón króna“. * MAGNÚSI STEPHENSEN landshöfðingja er lýst svo að ytra útliti. Hann „var þrek- 333 inn vexti, en meðalmaður í lægra lagi að hæð; fór þó í margmenni, og hvar sem hann var staddur, sjálfkrafta og ósjálfrátt, meira fyrir honum en mörgum þeim, sem meiri voru að vexti. Eftir því sem lýst er Magnúsi amtmanni Gíslasyni, langafa hans, þá hafa þeir ekki verið ósvipaðir á vöxt, og jafnvel fleira. Maðurinn var fyrirmannlegur, og enni og yfir- bragð ættmeitlað úr föðurkyni. En svo sagði kona, er mundi Þórð prófast móðurföður Magnúsar, að þeir hafi verið mjög líkir um niðurandlit“. * EIR sem muna Magnús lands- höfðingja aðeins Sem gam- almenni, þegar hann var ganga hjer um sjer til hressingar, duldist það samt ekki, að þar fór höfð- ingi, sem hann var. * Magnús landshöfðingi kvæntist á afmælisdaginn sinn 1878 frænd- stúlku sinni Elínu (f. 3. ágúst 1856, d. 15. júlí 1933), dóttur Jónasar sýslumanns Jónssonar á Eskifirði, og konu hans Þórdísar Pálsdóttur Melsteds amtmanns Þórðarsonar. En foreldrar Jónasar sýslumanns voru, Jón Þorsteinsson Thorsteinssen landlæknir (d. 1855) og kona hans Elín dóttir Stepháns amtmanns á Hvítárvöllum Steph- ensens. Var Stephán amtmaður afi Magnúsar landshöfðingja, en langafi konu hans. Börn þeirra landshöfðingjahjón- anna voru: Magnús og Jónas, dóu báðir uppkomnir. Margrjet, síðari kona Guðmundar Björnson fyrv. landlæknis, Ragna kenslu- kona (dáin), Asta fvrri kona Magnúsar bankastjóra Sigurðsson- ar (d. 25. apríl. 1933), Elín, kona Júlíusar Guðmundssonar stórkaup manns, og Sigríður fyrri kona Þórhalls Árnasonar skrifstofu- manns (d. 2. júní 1933). Magnús landshöfðingi andaðist rúmlega áttræður 17. apríl 1917. * VÆNTANLEGA verður þess ekki langt að bíða, að ein- hver fræðimaður geri Magnúsi landshöfðingja og minningu hans sömu skil, og hinn mikilvirki

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.