Lesbók Morgunblaðsins - 18.10.1936, Qupperneq 6
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
Gróinn sára slnna eftir 56 ár.
Sjúktingur! Holdsveikraspítalanum í 35 ár
Einn af sjúklingunum í Holdsveikraspítalanum í Laugar-
nesi, Sæmundur Stefánsson, átti nýlega 77 ára afmæli, og
um sama leyti sagði yfirlæknirinn honum, að nú mætti
hann fara allra sinna ferða og heimsækja æskustöðvarnar ef
hann vildi. Hann var þá gróinn sára sinna eftir 56 ár.
Sæmundur er þjóðkunnur maður, því að ævisaga hans
hefir birst á prenti, og er hún svo átakanleg, að hverjum
manni, sem les, mun hún verða minnisstæð.
fræðimaður dr. Jón Helgason
biskup hefir nýlega gert minningu
Hannesar biskups Finnssonar,
með hinni ítarlegu og ágætu æfi-
sögu hans, því eins og Hannes
biskup var einn af merkustu og
mætustu mönnum hjer á landi á
síðari hluta 18. aldar, bar frændi
hans, Magniis landshöfðingi, höfuð
og herðar vfir flesta sína samtíð-
armenn einni öld síðar. Þeir hófu
báðir hátt merki Hlíðarendaætt-
arinnar, hvor á sinni öld, en hver
vill verða til að lyfta því hæst
á þeirri tuttugustuf
Fjaðrafok.
RJETT eftir flutningana í
haust. Húseigandinn tilkynti
öllum leigjendum að nú ætti að
mála alla gangana, og bað að fara
varlega um kvöldið. Einn kemur
seint heim, og man þá eftir þessu.
Skríður hann nú upp handriðið og
upp á þriðju hæð, en þá man hann
eftir því, að hann hefir skilið
skjalatöskuna sína eftir niðri í
forstofu, og rennir sjer nú niður
alt handriðið til þess að sækja
hana. Svo klifrar hann aftur upp
handriðið, másandi og blásandi,
og ætlar að losna við málninguna.
En þegar kann kemur upp á
þriðju hæð, kallar konan ofan af
næsta lofti:
— Vertu ekki hræddur, Hans
minn, þeir máluðu ekki annað en
handriðin í kvöld.
RANGEYGUR dómari átti að
yfirheyra þrjá menn. Hann
var svo rangeygur, að hann horfði
altaf í kross.
Hann spyr fyrsta manninn:
— Hvað heitið þjerf
Og hann svarar: Ágúst Jónsson.
Þá sneri dómarinn sjer að næsta
manni og sagði:
— Hvers vegna getið þjer ekki
haldið yður saman, þegar jeg spyr
yðúr einkis!
Þá svaraði þriðji maðurinn:
— Þjer hafið ekki spurt mig
neins, herra dómari.
PEGAR Sæmundur var aðeins
þriggja nátta gamall var
lagt á stað ineð hann fátækra-
flutning ofan úr Hvítársíðu til
Akraness. Yar þá kalsaveður og
frost, en ekki var búið betur um
hvítvoðunginn en svo, að tærnar
stóðu út iir reifanum.
Til átta ára aldurs ólst hann
upp á ónafngreindum bæ á Akra-
nesi. Hann man eftir sjer frá því
hann var fjögra ára. Átti hann
þá slæmt atlæti. Altaf var hann
berfættur, í einum buxnalörfum
og peysugarmi. Rúmið hans var
heybæli, rúmfötin: seglgarmur,
sem hann lá í og torfusnepill í
stað kodda. Aldrei fekk hann al-
mennilegan mat og var hýddur á
hverjum degi. Var þessi meðferð
að lokum kærð fyrir hreppstjóra
og var drengnum þá fenginn ann-
ar samastaður, og batnaði mikið
um. Var hann nú í ýmsum stöð-
um þar til hann var 14 vetra. Þá
var hann orðinn mjög veikur,
hafði fengið mikinn bjúg og var
blásvartur í framan. Allur líkami
hans var með hörðum þrimlum og
rauðir blettir um holið. Var nú
leitað ráða til Lárusar Pálssonar
homopata. Ráðlagði hann drengn-
um að drekka pela af tjöruvatni
á fastandi maga, hafa baun í báð-
um fótum og tjöruplástur yfir
baununum. Ekki mætti liann hafa
neinn gang, og síst af öllu vaðal.
Var farið að ráðum þessum og
batnaði Sæmundi dag frá degi.
Bjúgurinn og þrimlarnir runnu af
honum og hann fekk eðlilegan
holdslit.
Sæmundur Stefánsson.
(Myndin tekin á 77 ára afmæli
hans).
N ekki stóð þetta lengi. Var
honum nú komið fyrir á bæ,
þar sem hann varð að hafa mik-
inn vaðal. Fóru þá að koma kaun
á hendur og tær og leið ekki á
löngu uns hann fór að missa kjúk-
ur bæði úr höndum og fótum.
Sextán vetra gamall var hann
fluttur lireppaflutningi aftur á
fæðingarhrepp sinn. Var hann lát-
inn standa yfir fje um veturinn
og fekk bæði ilt fæði og af skorn-
um skamti. Misti hann alveg þrótt
og var boðinn upp á hreppaskil-
um þá um vorið, en enginn vildi
taka hann. Varð það úr að hann
var settur niður hjá Stefáni í
Kalmanstungu. Var hann svo
reiddur þangað, bundinn á dróg-
ina, því að hann var svo máttlaus
að hann gat ekki haldið sjer, og
teyma varð undir honum.
í Kalmannstungu fekk hann á-