Lesbók Morgunblaðsins - 18.10.1936, Page 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
335
gæta aðbúð. Dvaldist hann þar í
sex ár, hjarnaði við og náði þó
nokkurum þroska. Vildi hann nú
ekki vera lengur á sveitinni og
rjeðist vinnumaður að Síðumúla.
Þá um haustið fór hann í smölun
fram í Selland. Kendi hann þá
mikils verkjar í hægra fæti og er
heim kom um kvöidið voru sokkar
og skór blóðugir og fóturinn bólg-
inn. Opnaðist svo sár á fætinum
að nýju og gengu kjúkur út. Síð-
an hafði Sæmundur altaf opin sár,
þangað til nú.
HÖRMULEG er saga um það,
er hann fór veturinn næsta
í kynnisför að Kalmanstungu.
Hrepti hann þá stórhríð og voru
mestu undur að hann skyldi ekki
verða úti. Vetlingum sínum tap-
aði hann, og skóinn af hægra fæti
misti hann, er hann var að brjót-
ast yfir kvísl. Síðan misti hanu
sokkinn er hann braut klaka í
skorningum hjá kvíslinni, og gekk
nú eftir þetta berfættur á þeim
fæti, sem sárið var á. Tók hann
nú að kala, því að frostið var
mikið. Að lokum náði hann fjár-
húsi hjá Gilsbakka. Þá voru allar
tærnar brotnar af hægra fætinum.
Lá hann þarna til morguns að
fjármaður kom. Þá var hann flutt-
ur heim að Gilsbakka og hjúkraði
síra Magnús Andrjesson honum
svo vel, að hann helt lífi.
VETURINN 1901 fekk Sæ-
mundur boð frá Jóni hjer-
aðslækni Blöndal um það að finna
sig. Skoðaði læknir hann vand-
lega, og kom nú í ljós að Sæ-
mundur var holdsveikur. Þótti þó
ekki stafa af honum nein hætta,
ef hann væri altaf á sama bæ. En
honum var líka gefinn þess kost-
ur að fara suður í Laugarnesspít-
ala, og eftir nokkra umhugsun
tók hann þann kostinu, og hefir
aldrei iðrað þess.
Það eru nú 35 ár síðan hann
kvaddi sveit sína. Var þá blind-
öskubylur og mun honum hafa
verið dapurt í skapi, eins og sjá
má á þessari vísu, sem hann orti
grátandi er hann lagði á stað:
Gæfunnar er hverfult hjól,
heimur mjer það svnir.
Fokið er í flest öll skjól,
fækka vinir mínir.
Til sjúkrahælisins í Laugarnesi
kom hann 19. nóvember 1901 og
hefir hann dvalist þar síðan, eða
í hartnær 35 ár. Nú er hann gró-
inn sára sinna og á afmælisdag-
inn hans 9. október gaf læknir-
inn honum þá afmælisgjöf að nú
mætti hann hvenær sem hann vildi
heimsækja æskustöðvar sínar og
Hvítársíðuna.
EGAR Sæmundur kom til
Laugarness kunni hann
hvorki að lesa nje skrifa. En
hann langaði mikið til þess, og
var nú fenginn aldraður maður,
Þórarinn að nafni, til þess að
kenna honum og gekk það ótrú-
lega vel. þótt lærisveinninn væri
42 ára gamall.
Nokkurum árum seinna birtist
Sæmundi í draumi einhver undra-
fögur vera og segir:
— Jeg kem þann 13., og þá
áttu að segja ævisögu þína.
Sæmundur vissi ekki hvað þessi
draumur mundi merkja, en hitti
Sigurð Kristófer Pjetursson heit-
inn og sagði honum frá draumn-
um eða vitruninni. Þetta mun hafa
verið um áramót. Sigurður segir
þegar við hann:
— Þann 13. þýðir Þrettándann.
Þá ætlum við að halda hjer skemt-
un fyrir sjúklingana og fleiri.
Treystirðu þjer til þess að segja
ævisögu þína þá?
Þessa spurði Sigurður vegna
þess að hann vissi að Sæmundur
hafði aldrei haldið ræðu, og var
ekki mælskur.
Sæmundur treysti sjer til þess.
Svo kom Þrettándinn. Sæmund-
ur hafði ekkert búið sig undir það
hvernig hann ætti að segja ævi-
sögu sína, og var viss um að hann
þyrfti þess ekki. Samkoman hefst.
Þar var 40 ipanns. Og nú á Sæ-
mundur að taka til máls. Hann
veit ekkert hvernig hann á að
byrja, en stendur öruggur á fæt-
ur, því að hann treysti hinni góðu
veru, sem lofað hafði að koma.
Og nú gerðist einn af hinum
dularfullu atburðum í lífi hans.
Um leið og hann reis á fæt-
ur, horfði hann á hvítan dúkinn
á borðinu fyrir framán sig. Sá
hann þá íetur. á dúknum og var
þar skráð upphaf ævisögu hans.
Hann byrjaði að lesa og jafnótt
sem hann las kom framhaldið,
þangað til hann hafði sagt alla
ævisögu sína skýrt og reiprenn-
andi. Fanst öllum mikið um, og
þó Sigurði Kristófer líklega einna
mest, því á eftir skráði hann ævi-
sögu Sæmundar, eins og hann
hafði sagt hana. Birtist ævisagan
fyrst í „Morgni“ og síðar sjer-
prentuð (1929).
SÆMUNDI hefir márgt birst í
draumum eða vitrunum með-
an hann hefir dvalist í Laugar-
nesi. Hann hefir ekki haft þar
neinn fastan verustað á þessum
árum, heldur flust úr einni sjúkra-
stofu í aðra. Og það er merkilegt,
að hann dreymir ekki nema á viss-
um stað. Er það í stofu þar sem
eru 6 rúm. Hann hefir sofið í
fjórum þeirra. 1 tveimur hefir
hann ekki dreymt neitt, heldur í
rúmunum, sem eru fram við skil-
rúmið að ganginum. Annað rúmið
nær út að glugga; þar hefir hann
dreymt alla sína fegurstu drauma
og kállar hann það draumahornið
sitt. í liinu rúminu eru draumar
þyngri.
Nú er Sæmundur kominn í
draumahornið sitt, eftir 6 ára
fjarveru þaðan. Fyrir nokkuru lá
hann þar, og fanst hann vera vak-
andi. Þá sá hann til sín svífa
kvenveru og ljek um hana fegurri
ljóshjúpur en orð fá lýst. Hún
klappaði á kinnina á honum og
sagði:
— Þakka þjer fyrir hann Gest
minn.
Svo hvarf hún, en Sæmundur
kallaði:
— Er hann Gestur hjer?
Nei, Gestur var ekki hjer; hann
var nýdáinn. Hann hafði einu
sinni verið stofufjelagi Sæmundar.
Sæmundur var víst milli svefns
og vöku, en nú rann upp ljós fyr-
ir honum. Gestur hafði verið tví-
giftur, og einu sinni sýnt honum
mynd af fyrri konunni sinni. Það
var sama konan og hin fagra
kvenvera, sem Sæmundi hafði
birst.