Lesbók Morgunblaðsins - 23.01.1938, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 23.01.1938, Blaðsíða 4
20 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Magnús Quðmundsson cilþm., Staðarstað. Bára klökk á Borgarsandi brosir, grætur, sitt á hvað. Hólastóls ’inn helgi andi hvatar vegu norðan að. Honum er á höndum vandi: Ilylla og kveðja Staðarstað. Drangeyjar og vatna vættir, vökufúsar, kveða brag: Magnús! Hugir, þúsundþættir þinni minning tóna lag. Menn er að þjer sóttu, sættir semja vilja nú í dag. Svinnur hersir, sólarmegin, síðdegis, við brostinn róm, háttar, þegar heilög Regin honum gefa dýrðleg blóm; er nú loksins undanþeginn andstæðinga hleypidóm. Dýrindum sá dáðmannlegi drengur fleygði ekki á glæ; kjmtist bröttum klungurvegi; kunni leið, þó rendi snæ; áttum helt að dánardegi; dreymdi ljós í hverjum bæ. Hann, þó gengi á hálu svelli, hjálminn vel og skjöldinn bar. Þingmannlegur, þjettur á velli, þjettur í lund og stiltur var; hafði goða á Helgafelli í huga, þegar úr máli skar. Margur, seinna miklu en skyldi, Magnúss kosti hefir sjeð. Átti í brjósti Magnús mildi morgunroða náskylt'geð. Magnús góði! Heill frá hildi! Hegraness er veldi rjeð. Hjaltasynir, Uöfða-Þórður, heilagur Jón, er tamdi lund, hafa Magnús haft í boði hinum megin við dimmblá sund; hafa sótt á hljóðri vöku hvorir tveggja annars fund. * * Þegar jeg heyri góðs manns getið glaðnar yfir mjer um sinn. Þá er eins og dögun dafni, drýgi bjarma um himininn; vonum fjölgi, veður batni, vökni af döggum jarðar kinn. Jafnvel þó í fótspor fenni, fjúki í skjólin heimaranns, gott er að signa göfugmenni, gjalda blessun minning hans; dreifa skini yfir enni, ilmi um brjóst hins fallna manns. Margur kveður Magnús hljóður, mænir um öxl, er fer á braut sonur besti sinnar móður, sæmdar höldur í hverri þraut. Breiða yfir hann Birta og Gróður blæju1 sína — heilagt skraut. Guðmundur Fristjónsson. Skákmót Reykjavíkur. 4. runferð 16. janúar 1938. Nimzo-indverskt. Hvítt: Einar Þorvaldsson. Svart: Sturla Pjetursson. 1. d4, Rf6; 2. c4, e6; 3. Rc3, Bb4; (Sturla leikur oft þannig á móti drotningarbragði í von um að ná sókn, sem er hans sterka hlið í skákinni.) 4. Dc2, (í skák- inni Einar Þorvaldsson — Kavlie- Jörgensen Island — Noregur 1934 ljek Einar hjer Db3 sem þá var talið betra, sbr. „Fálkinn“ skák nr. 7. í skákinni Einar Þorvalds- son — Voellmy Múnchen 1936 ljek Einar einnig Db3, sbr. „Fálk- inn“ skák nr. 24. 4. Dc2 er nú talið best.) 4...... c5; (Sturla virðist ekki fylgjast eins vel með nýjungum í skákfræðinni og Ein- ar. d5 er talið best, sbr. 8. og 10. einvígisskákina Euwe — Aljechin 1937 og3. einvígisskákina Löven- fisch — Botvinnik sama ár.) 5. dxe, (I skákinni dr. Vidmar — dr. Aljechin Hastings 1925—’26 ljek Vidmar í þessari stöðu e3 og svart fekk jafnt tafl. Hinn gerði leikur ér betri.) 5...Ra6; (Sturla virðist rugla saman af- brigðum af byrjuninni. Ra6 er ekki góður leikur í stöðunni t. d. vegna þess að svart hefir ekki áður leikið a5 og riddarinn hrökl- ast af c5.) 6. g3, (Til þess að torvelda að drotningarbiskup svarts komist út á b7 og styrkja e4-reitinn.) 6.....Rxc5; 7. Bg2, d5; (Nauðsynlegt, en of seint.) 8. cxd, exd; (Betra var Rxp, en hvítt fær alt um það betri stöðu. Svart á nú einangrað peð og erfiða stöðu.) 9. a3!, BxR; (Auðvitað ekki Da5, vegna pxB.) 10. DxB, lausu.) 16. Rd4, Hac8?; (Rf8—d7 Re6; (Ef 10.......Rce4; þá t. d. De5-f.) 11. Rf3, 0—0; 12. 0—0, (Hvítt á nú örugga stöðu og tvo biskupa á móti biskup og ridd- ara. Auk þess á svart stakt peð á d5 sem erfitt er að verja.) 12. .... De7; 13. b4, (Besti reitur- inn fyrir drotningarbiskupinn verður b2.) 13....Ild8; 14. Bb2, Rf8; 15. De5, Be6; (Svart óttast drotningakaup og ekki að ástæðu- var betra enda þótt það hefði naumast breytt úrslitum.) 17. Rf5!, (Eyðileggjandi. Nú er öll vörn úti.) 17........Dc7; 18. Rh6-f!, (Hvítt gat einnig leikið DxD og síðan BxR með gjörunna stöðu. Hinn gerði leikur er sterk- ari og fallegri. Svart gaf. Ef 18. .... pxR; 19. DxR, d4; 20. Bxp o. s. frv. Ef 18.....Kh8; þá DxR!).

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.