Lesbók Morgunblaðsins - 06.02.1938, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 06.02.1938, Blaðsíða 1
orgm&liibsins 5. tölublaC. Sunnudagiim 6. febrúar 1938. XIII. árgangur. 1—j* k .f - Guðrún Jónsdóttir: ---- Sporin í dalnum. ----------------- Smásaga. Spor í mjöllinui. Það er konan frá Pelli, sem hefir gengið fram troðningana frá Insta-Seli. Hún hefir auðvitað verið að heimsækja dóttur sína, konuna í Insta-Seli. Sporin liggja þarna ennþá, þó er sólarhringur liðinn síðan kon- an gekk hjer um. Hún hefir geng- ið hægt úr hlaði og oft litið við. Dóttir konunnar hefir staðið við bæjardyrnar og veifað til hennar þangað til húri var komin i livart' frá bænum. Þar hefir hiin stað- næmst og hvílt sig. Það er svo gott að hvíla sig þegar maður er orðinn gamall og þreyttur. Ef til vill hefir hún rent hug- anum aftur til þess tíma, þegar hún átti heima á þessum bæ, sem nú var nvhorfinn sýnum. Bernsku- árin hennar liðu hjer. Hjgr sá húri fyrst sólina skína og hjer brosti hún í fyrsta sinni á móti birtunni. Hjer átti hún sínar fvrstu óskir og vonir og sína fyrstu sorg. Og hjer gekk hún niður göturnar, tíu ára gömul telpa, með Ijóst hár og blá spyrjandi augu; mun- aðarlejrsingi, sem átti að fara td hreppstjórans hmu megin í daln- nm. Það voru þung spor og hvert spor fjarlægði hana æ meir frá æsbuheimilinu. Hvert spor færði hana nær hinu óþekta, sem beið hennar hinumegiu í dalnum. Þarna blasir Fell við hinumegin í dalnum. Fjallið gnæfir yfir bæ- inn, kalt og hrikalegt, óskiljan- legt í ískaldri hátign. Þarna hefir það staðið um aldir, enginn veic hve lengi, og horft yfir öll þau spor, sem stigin hafa verið hjer í dalnum. Litla stúlkan haf'ði svo oft mænt vfir að fjallinu og liugsað um það, hversu gaman væri að hafa vængi og geta flogið hátt — hátt, alla leið upp á efsta tindinn. Eu það var aðeins í æfintýrim og undarlegum rökkursögum að grá- gæsamóðirin 1 jeði einhverjum vængi. Og rökkurmóðan lagðist yfir dalinn og geymdi alla dranm- ana um breiða vængi, sem hægt væri að fljúga á alveg upp á efsta tindinn. En nú, þegar komið var yfir að bænum, þá gnæfði fjallið ye ir bæinn, svo það virtist sem það myndi þá og þegar hrynja yfir hann. Og óttinn læddist inn í sál barnsins. — Ef það hryndi nú — —- ! Það var það hræðilegasta, sem skeð gat í heiminum. — Það var eins og fjallið setti merki sín á fólkið á bænum. Það hafði í raun og veru hrunið vfii sál þess og endurskapað hana í sinni mynd. 011 þessi köldu augu, sem horfðu á hana, án þess að sjá hana í raun og veru, aðeins það gagn eða ógagn, sem húu gerði. Þau voru eins og fjallið, sem horfði vfir dalinn. Þessar köldu raddir, sem skipuðu fvrir. en áttu aldrei neina hlýju eða gleði; þær voru eins og veður- hljóðið í fjallinu, áður en illviðr- in skullu á. Það var aðeins ein mannleg vera á Felli, sem ekki var mótuð í lílc- ing fjallsins. Það var Þorsteinn, sonur hreppstjórans. Hann var tólf ára, — tveimur árum eldri en telpan; glettinn og stríðinn, en glaðlyndur og góður í sjer. Hann brosti framan í hana um leið og hann heilsaði henni. „Sæl! Hvað ertu gömul?“ „Tíu ára“, svaraði telpan. „Og hvað heitirðu ?“ „Dísa — Herdís“. „Þú átt að vaka yfir túninu með mjer í vor“. Það var gletni í augunum, góð- látleg gletni. Hann smástríddi henni í góðu og sagði henni sög- ur á milli. Sögur af útilegumönn- um og tröllum, sögur af Gretti og Gísla, mönnunum, sem hvergi áttu friðland hjer á jörðu og dóu útlægir, hataðir og ofsóttir af sam- tíð sinni. Sögur af Gur.nari á Hlíð- arenda og Gunnlaugu ormstungu. Manninum, sem „vildi heldur bíða hel, en horfinn vera fósturjarðar

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.