Lesbók Morgunblaðsins - 06.02.1938, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 06.02.1938, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 35 rnn depri var heimurinn nýr; á hverjum degi Ijómuðu nýjar æf- intýrahallir. Opr þegar haustið kom op1 skuprprarnir lenprdust, þepr- ar engið gulnaði og' regnið fjell með þtmgum dyn yfir dalinn, þá var það líka æfintýri. nýtt og undursamlegt æfintýri. Ogr þegar veturinn heilsaði með ísköldmn stormi. sem hvein í fjallinu. dimmur opr ógurleprur að hevra á lönprum vökunóttum, þá var það eitmipr æfintýri opr uppistaðan í ótal draumavefi, setn pditruðu í vetrarmvrkrinu og lýstu upp alla heima. En fjallið pnæfði yfir bæinn og horfði yfir öll þau spor, sem stipr- in voru í dalnum. Og þungar loðn- ar brýr sipru yfir kuldaleg augu, þegar brosið ljómaði skærast í aúgum hinna ungu. En fjallið var þögult, þar sem það stóð á verði vfir bænum og örlögum þeirra, sem áttu alt sitt ráð í örmurn dals- ins. Arin liðu. Það bar ekkert til tíðinda hið vtra; því hverjum tíð- indum sætir það, þó unglingarn- ir vaxi upp og gangi inn í hóp hinna fullorðnu? Árstíðirnar skiftust á og sömu verkin voru únnin sumar eftir sumar, vetur eftir vetur, og enginn vissi fvrri til en árið var liðið og annað kom- ið í þess stað. En nú höfðu hvössu augun und ir þungu, loðnu brúnunum, starað út vfir dalinn í sextíu ár. Þau höfðu haft margs að gæta, bæði heima og heiman. Köld og hörku- leg höfðu þáu litið á hvern og einn, sem lifði og dó inni á milli fjallanna. Nú litu þatt í síðasta sinn upp til fjallsins — og dagur þeirra var á enda liðinn. nóttin komin og hvíldin. Og augun lok- uðust. Það var mannmörg jarðarför, þegar hreppstjórinn var borinn til moldar. Margir áttu honum gott upp að unna. en mörgum var líka kalt tii hans. Hann hafði verið eins og fjallið, kaldur og harður, en rjettlátur og ósveigjanlegur, ef halla átti rjettu máli. Menn dáðust að hoiiuin sem höfðingja sveitarinnar og ijetu hann leggja s.jer ráð í vandamálum sínurn, en enginn þekti hann þó í raun og veru, eða átti trúnað ltans all- an; ef til vill ekki einu sinni hún, sem hafði beðið hans sofandi í öll þessi ár. — Eða — ef til vill hafði hún vakað og beðið einhversstað- ar úti í eilífðarblámanum. Nú var hann lagður til hvíldar við lilið hennar. Sveitungar lians kvöddu hann með krossmarki, síðustu kveðjunni í þessum heimi. Hann hafði verið roskinn þeg- ar hann kvæntist, en konan hans var ung. Hún var blíð og barns- leg og svo ólík manni sínurn, sem framast var unt. Hann var fáorð- r r og gagnorður. ITún hló og hjal- aði og gerði að gamni sínu alla daga. og vinnan varð leikur; alt lífið varð leikur við gleði og gaman. Svo eignuðust þau þenn- an eina son. Hún komst aldrei á fætur eftir barnsburðinn. En hún hló jafn glaðlega og áður, þó sjá- anlegt væri, að hver dagur færði hana nær dyrum dauðans. Og að lokum, jiegar vegurinn var á enda genginn, þá brosti hún í síðasta sinni á móti sólinni, jiar til augu hennar brustu. Sólveig! Það var nafnið henn- ar. Og sjálf var hún eins og sól- in, svo hlý og glaðvær og vermdi alla og gladdi með alúð sinni og vndisleik. I Það var ekki hægt að sjá neina 'skapbrevtingu á Steingrími hrepp st.jóra eftir lát konu hans. Hann var altaf jafn fáskiftinn og dul- ur í skapi. Ef til vill sigu ygli- brúnirnar nokkuð oftar, en þær áður höfðu gert, og höndin krept- ist fastar um borðbrúina, þegar hann átti orðaskifti við einhvern. Annars var engin breyting sjáan- leg á honum. Þannig hafði hann verið í öll þessi ár. alt fram til þess síðasta. Og nú var hann dá- inn. Nú kom vorið og ungi bóndinn gekk um landareignina og leit yf- ir alt. Þetta var ættaróðal feðra hans í marga liðu; arfur, sem ein kynslóðin skilaði í hendúr hinnar næstn, og þannig myndi það verða í framtíðinni, ef til vill um allar aldir. Hjer höfðu forfeður hans lifað og starfað og átt allan sinn heim undir þessu fjalli. Nú var röðin komin að honum að leggja hönd á plóginn. Og jörðin blessaði þá, sem yrktu hana og neyttu síns brauðs i sveija síns andlitis. Ef til vUl skilja engir eins vel orðin: ,,Af jörðu ertu kominn, að jörðu skaltu aftur verða“, einsog bónd- inn; því einmitt þetta er innihald æfi hans. .Jörðin gefur. Þessi mjúka, raka mold, móðir alls lífs. Hún gefur ávöxtinn og hún breið- ir faðminn á móti börnum sínum og gefur þeim hvíld í skauti sínu, þegar æfistarfið er á enda. Nú varð alt það, sent áður hafði aðeins verið draumur og vonir. að vakandi veruleika. Ntt var tek- ist í hendur í fullu trausti og trú og það handtak átti að gilda um aldur og æfi. Höndin var lögð á plóginn og ekki snúið aftur. Starf ið var hafið. Einn hlekkur í þá keðju, sem kvnslóðirnar mvnda: fæðast, starfa, deyja. Það er veg- urinn, sem allir verða að ganga. Og starfið fylti hugann af djörf- ung og kappi; áfram skyldi það ganga. Hver kynslóð átti að kom- ast feti lengra en sú næsta á und- an ; uns brautin væri rudd upp á hæsta tindinn. Nú voru dranmarnir horfnir og veruleikinn kominn í þeirra stað. En hún sá j)á vakna á ný í bláum barnsaugum, sem brostu í fvrsta sinni. Það var draumurinn, sem vakir urn allar aldir. Kvnslóð eftir kynslóð tekur hann í arf og rjettir hann svo áleiðis til hinnar næstu. Spurniugin eilífa um lífið og dauðann. — Hvaðan ? — Hvert? — Hvað er lífið? Hvað er dauð- inn? — Ef til vill aðeins draum- ur. Árin liðu og börnunum fjölg- aði. Nú voru þau orðin fimm; tveir drengir og þrjár stúlkur. Þau voru líka bæði orðin fullorð- in; alvara komin í stað andvara- leysisins, sem er einkenni unglings aldursins. Þessi Ijetti gáski gagn- vart öllu, sem á veginum verður. « gleði vfir litlu og hamingja, þó þröngur væri kostur. Þorsteinn átti nú að vísu gletnina til enn- þá og gat haft það til að smá- stríða. En nú lá hann ekki lengur og svaf bakvið sátu, svo hægt væri að henda í hann hevi. Nú FRAMH. Á BLS. 39.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.