Lesbók Morgunblaðsins - 20.02.1938, Page 5

Lesbók Morgunblaðsins - 20.02.1938, Page 5
Lésbók morgunblaðsins 53 Mynd þessi er af þjóðrainja- og vopnasafninu, sem bygt var til minningar um Vytautas binn mikla, þjóðhetju Lithaua. Við safnið er gröf hins óþekta hermanns og hvern einasta dag, kvölds og morgna, er haldin minningar athöfn um hermenn, sem fjellu í frelsisbaráttu lithauisku þjóðar- innar. Byggingar þessar eru hinar veglegustu í Eystrasaltslöndu num. Þarna fara allar meiriháttar þjóðhátíðar fram og þarna fór f ram aðal-hátíðin í sambandi við 20 ára sjálfstæði Lithaua. Þetta er helgistaður hinnar lithauisbu1 þjóðar. aði Dionizas Poska og fleiri yfir- stjettarmenn að skrifa og yrkja á „bændamállísku“ — lithauisku. Biskupinn, A. Baranauskas, er var bóndasonur, orti 1859 kvæðabálk, er hann nefndi: Skógurinn við Anyksciai. Með kvæði þessu sann- aði hann að bændamállískan væri fegra mál en mál yfirstjettarinnar — pólskan. Ástin til hinnar lit- hauisku tungu fór vaxandi og ekki síst fyrir áhrif frá erlendum vís- indamönnum og skáldum. Kant, sem sjálfur var af lithauiskum ættum, Goethe, Herder og fleiri andans stórmenni, höfðu á sínum tíma dást mjög að fegurð lithau- iskrar tungu og þjóðarskáldskap. Þjóðkvæðin voru þýdd á mörg framandi mál og Goethe spann nokkur þeirra inn í söngleiki sína. Upp frá þessu opnuðust augu manna fyrir því, að lithauisk tunga var alveg óskild pólsku og öðrum slavneskum málum, að hún var eldri í eðli sínu og formi en nokkurt indo-evrópiskt mál, sem enn er talað í Evrópu. Lithauiskir höfundar tóku nú að skrifa á máli forfeðra sinna og lögðu áherslu á að ryðja pólskunni út úr bók- mentunum. Biskuparnir Valaneius og Baranauskas og sagnfræðingur- inn S. Daukantas voru fremstu leiðtogar þessarar móðurmálhreyf- ingar. En nú kom aftur babb í bátinn. Árið 1863 braust aftur út upp- reisn gegn Rússum, sem var bæld niður með harðrjetti sem hin fyrri. Rússneski landsstjórinn í Vilnius (Vilna), Muravjott að nafni, ljet hengja miskunnarlaust alla menn, sem hann taldi grun- samlega — og aðrir háttsettir rússneskir embættismenn gerðu sjer far um að gera Lithaua að Rússum, þó það sjeu gjöróskildar þjóðir. í tilefni þessa gáfu þessir valdamenn út tilskipun um að leggja niður latneska letrið og prenta aðeins með rússnesku letri — en rússneskir stafir eru ónot- hæfir fyrir lithauiska tungu, og auk þess sáu Lithauar það vel, að þetta var síðasta sporið til að út- rýma þjóðerni þeirra. Voru nú mynduð samtök um að kaupa ekki bækur með rússneska letrinu og samhliða hafin leynistarfsemi til að prenta erlendis bækur á lit- hauisku. Enn í dag ganga miklar sögusagnir um áræði og djörfung þeirra manna, sem að næturþeli smygluðu þessum forboðnu bókum yfir landamærin og dreifðu þeim út á meðal fólksins. Lögreglan var altaf á hælum þessara manna og margir ljetu síðan lífið í Síberíu fyrir þessa menningarviðleitni sína. Hlífðarlaust rændi lögreglan öllvm bókum úr heimahúsum manna og jafnvel hrifsuðu helgi- siða- og guðsorðabækur úr hönd- um kirkjugesta. En baráttunni fyrir móðurmál- inu var haldið áfram. Nú tóku hana upp á sína arma lithauiskir bændasynir. Hinn frjálslyndi, rúss neski keisari Alexander II. ljetti af þegnskylduvinnunni, og við það fengu bændurnir aukið frelsi og möguleika til að menta börn sín. Þá reis upp í Lithauen ný, þjóð- leg mentastjett. Aðallinn hóf að læra mál forfeðranna og rann inn í hina ungu mentastjett. Einn úr hópi hinna ungu mentamanna, Jónas Basanavicius læknir — hinn lithauiski Jón Sigurðsson -— kynt- ist sjálfsfæðisbaráttu annara þjóða erlendis og stjórnaði þaðan sjálf- stæðisbaráttu sinnar eigin þjóðar með blaðinu „Ausra" (Morgunroð- inn), er fyrst kom út 1883. En þessu blaði varð að smygla inn í landið og einnig blaðinu „Varpas“ (Kirkjuklukkan), sem Vincas Kudikr læknir gaf út — en hann

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.