Lesbók Morgunblaðsins - 10.04.1938, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 10.04.1938, Blaðsíða 6
110 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Dað var hrópað raeð hárri rödclu á Boulevard Saint Ger raain: „Grípið þjófinn.“ — Fjár- ans óhepni, einmitt nú. þefíar Al- phonse hjelt að hann væri vir allri hættu! Hann tók undir sig stökk — en sá strax eftir fljótfærninni, því ef til vill hefði honum tekist að bjarga sjer út vir klípunni með kænsku og áræðni, en nú var of seint að grípa til slíkra ráða. llann leit aftur fvrir sig á hlaupunum, jú, vissulega hafði hann lilaupið á sig, fvrir aftan hann, í ca. 100 mílna fjarlægð, stóð maður á einni náttskyrtu, auðsjáanlega dauð- uppgefinn eftir eltingaleikinn — en aðrir vegfarendur höfðu komið honum til aðstoðar og heill skari af fólki var á hælununv á Al- phonse, sjerstaklega bar á hópi ungra karlmanna og kvenna, sem var klætt eins og það kæmi vvr kvöldboði. Þessi hópur hljóðaði og æpti alt hvað af tók: Grípið þjóf- inn! Grípið þjófinn! Æ, bara að hann hefði nú haft vit á að ganga rólega að næsta götuhorni, þá hefði engunv getað dottið í hug, að maðurinn á náttskvrtnnni hefði átt við hann .— hann var ekki einasti næturhrafninn á Boulevard Saint Germain þessa nótt! En Alphonse gafst nú samt ekki strax upp. Ilann var duglegur að hlaupa og alvanur að komast und- an í slíkum eltingaleik. Bara að honum tækist að komast inn v dimmu göturnar milli Place Mau- bert og Signu. Hann vissi þar um knæpu, sem hægt var að fela sig í, eigendur knæpunnar voru honum vinveittir. Nvi var útlit fvrir, að þetta mundi takast — en einmitt á því sama augnabliki, sem hann ætlaði að bevgja fyrir hornið, þar sem knæpan var, hljóp hann v fangið á tveimnr liigregluþjónum. sem höfðu heyrt köllin í fjarska. Hann hafði tapað! * Alphonse gnísti tönnum af reiði á leiðinni til lögreglustöðvarinn- ar. Hann hafði nýlokið við besta rán, sem hann hafði framið á æf- inni, og var ekki lítið sagt með því. Alt hafði verið undirbúið af óviðjafnanlegri snilli — hinn fnll- komni glæpur, sem alla afhrota- --------SMÁSAGA----- Gtipið þjófinn! menu dreymir um — og svo kem- ur alt í eiuu æpandi fífl á nátt- skyrtunni einni klæða, og eyði- leggur alt saman. En hvernig gat staðið á þessu? Hvernig datt þess- um bjána í iuig að liljóða upp um þjófnað? Það var honunv ós*kiljan- leg gáta. Á lögreglustöðinni Jvývldi ekki að þræta. Honvvip þýddi t. d. ekki að segja lögreglufulltrúanura frá því, að hann gengi með vasana fulla af perlunv og demönt.um, sem hann hefði keypt á Londonar-bas- arnvvm fvrir nokkra aura. Þjófn- aðurinn á Rue Saint Jacques 48 hafði nokkrum mínútum áðvvr ver- ið tilkyntur á lögreglustöðina. Stvilkan, sem hafði tilkynt lög- reglunni þjófnaðinn, hafði um leið lofað 10 þúsund franka verðlaun- um fyrir að ná í þjófinn eða gefa upplýsingar. sem leiddu til iiand- töku hans. Alphonse vissi, að betra var að meðganga alt fyr en seinna, því ]iá slapp hann að minsta kosti við næturlanga yfirhevrslu. Það sem eftir var nætur kom honum ekki dúr á auga af eintómri gremju vegna óhepninnar. Æ. bölvaður bjáninn í nátt- skyrtunni. En gremja Alphonse um nóttina var lítilfjörleg móts við það, sem hann varð að þola næsta morgun. f rjettarhöldunum, sem haldin voru um morguninn, raætti sem aðalvitni miðaldra maður, sem auðsjánnlcga var bákhaldari Hann var vel klæddur, en fyrir nokkrum stundum hafði hann staðið á Boulevard Saint Germain á náttskyrtunni einni. Hann var stöðugt með vasaklútinn á lofti og sagði frá því, að næturæfintýrið hefði kostað hann kvef. * — f rauninni h'efi jeg ekkert um þetta mál að segja, sagði hann. og jeg veit ekkert um innbrotið. — Hvað segið þjer? varð dóm- aranum að orði. Þjer hlupuð þó vit fáklæddur og hrópuðuð: „Grípið þjófinn!“ Og nú haldið þjer því fram, að þjer vitið ekkert vvm þjófnaðinn ? — Eintóm liepni, lierra dómar’, því það er jeg. sem hefi orðið ti' ]>ess, að þjófurinn var handteK- inn, og mjer ber því ómótmælan- lega 10 þúsund franka verðlaun- in, sevn heitið var. En sannleikur- inn er sá. herra dómari, að jeg á vanda til að ganga í svefni. Venju lega nægir mjer að labba um í herberginu mínu, en í nótt viltist jeg fáklæddur í svefni út á götu. Hópur ungra kvenna og karla, sem var á heimleið úr kvöldboði, rák- ust á mig á götunni Jíg byrjuðu að liæða mig. Jeg skammaðist mín svo mikið, að jeg óskaði mjer langt niður í jörðina. Jeg varð að finna eitthvert, ráð til þess að af saka framkomu mína þarna á göt- unni, og í vantlræðunv mínunv hrópaði jeg af öllum rnætti: „Grípið þjófinn!“ Tvær sólir á lofti. Bóndi nokkur á Jótlandi vakti vinnumavin sinn löngu fyrir sólarii])pkomu í uppskerutíman- um. Bóndi rak á eftir vinnumanni og sagði: — Blessaðvvr konvdu þjer á fæt- ur, sólin er komin hátt á loft. Vinmvmaðurinn hlýddi og fór nveð bonda vvt á akur, Þegar sólin loks kotn upp nokkru síðar, sagði vinnumaðttrmn: — Það verður sjálfsagt heitt í dag. — Ntí, af hverju heldur þú það? sagði bóndi. — Jú, því nú er önnur sól að koma upp. — Maðurinn minn er kvefaður, Guðrún. Viljið þjer leggja flösku í rúmið til hans? - Já, fru, portvín eða sherry?

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.