Lesbók Morgunblaðsins - 03.07.1938, Page 1

Lesbók Morgunblaðsins - 03.07.1938, Page 1
orQfmBlíiJsÍM® 26. tölublað. Sunnudaginn 3. júlí 1938. XIII. árgang'ur. ÍM.foldarpr«nt«ml k.f. skilningarvit dvranna------ S j ötta JEG hefi verið alla æfi mína ' nokkurskonar tvíbýli við „skynlausar skepnur11 — setið saintímis við búfje, fugla og fiska. Fuglar liafa liaft iíf sitt í friði fyrir mjer og mínum, egg sín og unga, jafnvel þó að gert liafi usla í engjum — áltfir og gæsir. Jeg hefi að sjálfsögðu veitt hátterni fngla athygli, eigi vegna vísindalegrar áhugahvatar, heldur af þeirri forvitni alþýðumanns- ins, sem stafar frá Evu, sein vildi vita um eðli trjesins og ávaxta þess. Því miður kann jeg eigi fugla- mál, svo sem feður vorir á dög- um Sigurðar Fáfnisbana. En eftir tekt getur verið getspök og fund vís, ef einlæg viðleitni er að verki. Það er kallað, á líkinga- rnáli, að botna hálfkveðna vísu, þegar getið er í ej-ður, með því að færa sjer í nyt líkindi. Og á því hálmstrái reyni jeg að flevta mjer. Frá því segir í Ambales sögu, en hann ljek fífl á ungs manns aldri sjer ti 1 lífsgriða — að hann var eitt sinn í smalamensku og kast- aði sjer þá niður á vatnsbakka, spratt síðan á fætur og mælti við förunauta sina: „Vindur kom í vatn, og vindur fór rrr vatni“. En þá var lcyrr- viðri. Fjelagar hans hlógu að kjánanum og hugðu hann enn sem áður fávita eða afglapa. Eftir að jeg komst að hæfileika dýranna, þeim sem virðist skynja ókomið veður, þykir mjer senni- legt, að Ambales hafi vitað á sig óveður, sem sagan segir að brost- ið hafi á nokkru síðar en Amba- les hlustaði á þögult og kyrt vatn- ið, — eða þá að skáldhyggja al- þýðu, sem skapaði jietta æfintýr, liefir vegna reynslu sjálfrar sín smíðað söguna í samræmi við rej-nslu almúgans. Jeg kem síðar að því í þessu máli mínu, að straumvötn vita á sig veðrahrigði, og líka þau lygnu. * Það bar við á einu sumri fvrir n.l. aldamót, að jeg' var á engi og hafði hjá mjer hest, sem hjet Moldi. Þar á enginu var heystakk- ur. Moldi hypjar sig um hádeg- ið, í góðu veðri, undir heykleggj ann, hamar sig í suðvestur og skelfur eins og hrísla. Jeg vissi eigi „livaðan á mig stóð veðrið“. því að þótt jeg væri þá orðinn gigtveikur ,,af lúa og synd“, eins og Bólu-Hjálmar kemst að orði, fann jeg engan sjerstakan óveðra- þyt í mjer. En daginn eftir — að sólarhring liðnum, skall á það suðvestan stórviðri, sem engan jafningja liefir átt á sumardegi í þau 60 ár, sem jeg man fullgerla. Þetta fárviðri gerði heyskaða \ ’ða um land. Og suður í Englands- hafi „lá við borð“, að sauðaskip Þingeyinga færist. Moldi minn vissi á sig veðrið áður en loftvogin fjell. Hún hrap- aði um nóttina, dægri síðar, en „skynlaus skepnan“ tók til að nötra — í góðviðrinu. Jeg geri ráð fyrir, að lægðin hafi verið að rísa upp frá dauðum nálægt Nýfundnalandi, eða vindsveipur- inn, þegar Moldi fór að hama sig í þá áttina. Oft liefi jeg sjeð hesta hefja áflog og bregða sjer á leik undan snöggum veðrabrigðum, eiukan- lega á vetrum, }>á er sagður ill- viðraþvtur í þeim. Jeg sleppi að segja sögur af sauðfje og geitum, sem margsinn- is hafa sýnt, að þær og það „veit á sig veður“. Þær frásagnir eru allmargar til, ekki þó af geitfje. En jeg læt mjer lynda að fara fram hjá þeim atriðum, því að sögur um forustufje eru margar til, og sný mjer að fuglunum. * Allstór tjörn er við jaðar túns- ins á Sandi. Lindir halda vatn- inu við með uppsprettum. Andir i«11 i i ■ 1111111111 ■ 111111 ii 111 ■ 11 ■ 111111111111111111111111111 ■ 111111111111111 ii 1111 iiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiir.ini Eftir Quðmund Fríðjónsson. iiiiiiiiiiiiiiiiiiiliiiiillililllliilillilllllllllllllllllllllliiliiillllllllllllllllllllllllllllllilllililltlllllllllllllllilllliilllliiliilliillliiiiiiiiiiiiilli

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.