Lesbók Morgunblaðsins - 03.07.1938, Qupperneq 4
204
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
Jlföríeifsfjöfði í euði.
Elsta bújörð landsins, Hjör-
leifshöfði, er nú í eyði. Síð-
asti ábúandinn fór þaðan haustið
1936 og flutti að sjó.
Telja má, að litlar líkur sjeu
til, að höfðinn bypgist á næstu
árum, o<r ef til vill verður hann
óbygður um langt áraskeið. Slík
eru nú afdrif margra jarða, víðs-
vegar um landið, sem afskektar
eru o<r fjarri |)jettbýli.
Þegar Hjörleifur iandnámsmað-
ur tók land við höfðaun árið 874
var þar ólíkt um að litast móts
við það sem nú er. Þá náði sjór
að höfðanum að framan, ec land
alt. fyrir austan, norðan og Test-
an grasi og skógi vaxið. Hj--:' f
ur bygði skála tvo vestanunuir
höfðanum og bjó þar einn vetur,
en ekki lengur. því um vorið var
liann veginn.
Þar sem Hjörleifur bygði heit
ir nú Bæjarstaður. enda stóð bær-
inn þar ávalt síðan í full 840 ár,
en Katla sópaði honum burtu ár-
ið 1721. I undanförnum Kötlugos-
um hafði hið mikla, grasigróna
land umhverfis liöfðann sífelt
eyðst meir og meir, en Kötluhlaup
ið 1721 fullkomnaði eyðilegging-
una, sópaði burtu engjum og
túni og öllum högum útfrá f.jall-
inu, en eftir lá biksvart sandhaf-
ið, sem lagðist fast upp að hlíð
um og þverhnýptum björgum
höfðans. Bóndinn í Hjörleifshöfða,
sem þarna misti bæ sinn og bú-
slóð, átti 6 kýr, tvö naut og tvo
kálfa. Allir þessu gripir voru í
fjósinu, er vatnsflóðið brunaði
frain, og allir fórust þeir í flóð-
inu, svo ekki sást urmull af þeim
framar. Má af þéssum gripafjöldá
ráða, hve mikið slægjuland höfð-
inn hefir átt á fyrri öldum.
Eftir þetta stóð höfðinn í eyði
í 30 ár. En árið 1751 reisti mað-
ur að nafni Þorvaldur Steinsson
bæ uppi á höfðanum og liefir bær-
inn staðið þar síðan. Hefir höfð-
inn ])á verið Ijélegt kot, sökum
þess, hve slægjuland var lítið, og
þá var fuglatekju engin. Það var
ekki fyr en um 1830, að fýllinn
sótti höfðann heim og tók sjer
bólfestu í hinum tignarlegu og
skjólsömu björgum. Eu eftir að
fýlnum tók að fjölga og eftir að
hann varð svo margur, að veiða
mátti ungan fugl svo þúsundum
skifti, var höfðinn ekki lengur
talinn kot, heldur ein af bestu
jörðum í Mýrdal.
Markús Loftsson. sem kunnur
er af riti sínu um jarðelda á ís-
landi, byrjaði búskap í Hjörleifs-
höfða árið 1856. Haun kom í liöfð-
ann með foreldrum sínum árið
1832. þá 4 ára gamall, og var þar
alla æfi síðan. En hann andaðist
árið 1906 og er jarðsettur í graf-
reit þeim, er hann ljet gera á
liæsta hnúk höfðans. Markús var
talinn merkur bóndi, vitur og
fróður. Hann bjó vel í höfðanum
og var allvel efnum búinn. Var
orð gert á gestrisni lians og lijálp-
semi við fátækt fólk. I þá daga
var mjög gestkvæmt í Hjörleifs-
höfða. Margir, sem leið áttu )im
Mýrdalssand að sunnanverðu, áðu
í höfðanum, eða gistu þar. og á
vetrum var höfðinn öruggur
griðastaður þeirra. er yfir sand-
inn fóru í snjó og hríðum. Marg-
ir komu þar einnig á sumrin, til
að kaupa fýl eða rekavið.
★
Hallgrímur Bjarnason, sem nú
býr í Suður-Hvammi, kvæntist
Áslaugu, ekkju Markúsar og byrj-
aði búskap í Hjörleifshöfða árið
1907. Hallgrímur var stórhuga
dugnaðarmaður. Reif hann hinn
gamla bæ, en bvgði stórt timbur-
bús á öðrum stað, og á fáum ár
um bygði hann öll hús upp að
uýju, vel og traustlega. Vatni
A’eitti hann í bæinn og var það
fyrsta vatnsleiðsla, sem lögð var
í Mýrdal. Túnið stækkaði hann
mikið og sljettaði svo, að þar sjest
nú livergi þúfa. Árið 1920 flutti
Hallgrímur að Iivammi, en leigði
höfðann með húsum og mannvirkj-
nm. Hafa 3 bændur búið þar síð-
an, nokkur ár hver, en mjög hef-
ir öllu hrakað í höfðanum síðan,
einkum húsunum, sein nú gerast
gömul og fornleg.
Þannig er þá ástatt með elstu
landnámsjörð vora. Höfðiim sjálf-
ur víða ber og blásinn og um-
hverfi alt svartur sandur. Mjer
finst að segja megi, að eins og
koinið er með IJjörleifshöfða, þá
sje það í fullu samræmi við rækt
arleysi það, er Tslendingar liafa
sýnt minningu Iljörleifs land-
námsmanns. Ingólfur fóstbróðir
lians hefir allan hróðurinn hlotið.
Skáldin hafa ort um hann kvæði
og minnismerki liefir lionum ver-
ið reist. Alstaðar er vegur Ing
ólfs gerður mikill, en Hjörleifs að
fáu getið. En hvers á Iljörleifur
að gjalda? Varla þess, að hann
lilaut að deyja ungur og varla
þess, að blóð lians var hið fyrsta
banablóð. sem vökvaði íslenska
grund, svo sögur fari af. Eftir
líkum má þó dæma, að Hjörleif-
ur hafi verið liinn mesti maður
og ln-ergi er liægt að draga þá á-
lvktun af Landnámu, að Hjörleif-
ur hafi staðið að baki Tngólfs. Er
það ljós vottur um andlegt þrek
Hjörleifs og vit, að hann vildi
ekki „blóta goðin“ eins og Ing-
ólfur og flestir samtíðarmenn
hans gerðu. Og varla hefir það
verið neitt smámenni, sem með
fullri djörfung neitaði slíkum á-
trúnaði, svo mjög sem hann var
alþjóð manna í Noregi í blóð bor-
inn. Þegar ]ieir fóstbræður höfðu
ráðið íslandsferð sína, fjell ])að í
hlut Hjörleifs að fara í víking og
afla fjár, meðan Ingólfur undir-
bjó ferðina, og ei varla hægt að
segja, að hlutur Hjörleifs hafi
verið minni. En vel hepnaðist sá
leiðangur og var liinn frækileg-
asti.
Eitt snjallasta söguskáld vort
liefir skrifað sögu um þá fóst-
bræður og er minningu Hjörleifs
þar svo misboðið, að hann er gerð-
ur meit'a að fífli en göfugum
manni.
¥
Mörgum Skaftfellingum og eink
um þehn, er áður voru vinir
Markúsar Loftssonar og eiga kær
ar minningar frá þeim árum, er
þeir voru tíðir gestir í Hjörleifs-
höfða, þykir ilt að vita, að þetta'