Lesbók Morgunblaðsins - 03.07.1938, Page 6
206
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
Tillaga um skólastofnun á Þing-
völlum fyrir nálega 300 árum.
Einn af merkustu fslending-
um á 12. öld. Gísli Magnússon
sýslumaður að Hlíðarenda, sem
oft er nefndur Vísi-Gísli, gerði
þá uppástungu til konungs, að
reistur yrði skóli að Þingvöll-
um.
Gísli var, sem kunnugt er,
fjölhæfur og. stórhuga umbóta-
maður, þó fáar tillögur hans
næðu fram að ganga, enda var
á dögum hans alt reyrt hjer í
fjötra einokunarinnar.
Hann var fyrstur íslendinga,
eí gerði rannsóknir á náttúru
landsins, einkum með það fyrir
augum að finna nothæfa málma
og vinna brennistein. f jarð-
rækt og öðrum búskaparhátt-
um var hann nýjungamáður.
Hann ræktaði fjölda nytja-
plantna, er aldrei höfðu verið
ræktaðar hjer áður.
Stórfeldastar voru tillögur
hans til konungs um að stofna
til aðalsætta og aðalsrjettinda
á íslandi, til framfara fyrir
þjóðina. Átti aðallinn m. a. að
fá óræktuð lönd til umráða og
reka ræktun í stórum stíl.
Nefndi Gísli nokkrar gamlar
œttir, er hann vildi að fengju
aðalsrjett.
f sambandi við þessar tillög-
ur var sú hugmynd hans að
reisa skóla á Þingvöllum. í rit-
gerð um það efni. er hann
samdi árið 1647 norður að
Munkaþverá, lýsir hann þeirri
hugmvnd sinni. Hann var þá
til heimilis hjá föður sínum
Maguúsi lögmanni Bjarnasyni.
Gísli var þá nýkominn frá út-
löndum, liafði m. a. dvalið við
bóklegt og verklegt nám í Hol-
landi.
Ritgerð sína um aðalinn og
skólann skrifaði hann að þeirr-
ar aldar sið á latínu. Fer hjer
á eftir kafli um skólastofnun-
ina í þýðingu eftir dr. Jón
Gíslason:
Með því að hans allra kær
asta konnnglega hátign
með opinberu erindisbrjefi felur
mjer allra náðarsamlegast að
rannsaka alt það vfirleitt og í ein-
stökum atriðum, sem snúa inegi
honum til gagns og framfara föð
ur landi mínu, þá get jeg ekki
takmarkgð þetta allra náðarsam-
legasta hlbtverk, er hann hefir
falið mjer við málma eina eða
náttúrugripi. heldur mun jeg taka
með í reikninginn og gefa skýrslu
um alt það, sem virðist geta stuðl-
að að þjónustu við hann og orðið
til nytja föðurlandmu á einhvern
hátt, og það einkum sökum þess,
að jeg hefi lagt á mig þetta mikla
erfiði og hættur, já, baráttu við
örlögin í þeim tilgangi, að, næst
á eftir dýrð guðs og viðreisn al-
menningshags á einhvern hátt,
vrðu einnig vorar fornu ættir,
þær sem meðal vor njóta virðing-
ar, aftur hafnar til síns fyrra
gengis mannvirðinga og fengju
að njóta þeirra rjettinda loksins
hamingjusamlega og með heiðri,
sem þeim hafa veitt verið af hin-
um allra lofsamlegustu konung-
um Danmerkur og Noregs allra
náðarsamlegast fyrir trúlega unn-
ið starf og þjónustu, er þær hafa
veitt konungum sínum, en lifi ekki
þannig eða devi til einkis ávinn-
ings sjer eða föðnrlandi sínu,
heldur skuli þær hjer eftir miklu
fremur í krafti afreksverka for-
feðranna og sinna eigin hjálpar-
meðala, þjóna guði, konunginum
og föðurlandinu betur og triileg-
ar í mörgum greinum og með nyt-
samlegum störfnm og nauðsynleg-
um.
Sökum þess hefi jeg fastráðið
með mjer að rannsaka þessar ætt-
ir vorar samviskusamlega, að
sjálfsögðu uppruna þeirra, efna-
hag og aðrar ytri kringumstæður.
Og á þessu yfirstandandi ári og
á ári komanda gæti jeg komið í
skýrslurnar upplýsingum um upp-
runa -þeirra ásamt eiginhandar-
brjefum konunganna sjálfra, ef
til eru, um höfðatölu þeirra, skil-
ríkjum um jarðagóss tekið að
erfðum, embættistitlum, sein af-
komendur þessara ætta bera öðr-
um fremur og hafa ávalt borið.
Því næst hefi jeg í huga að
reisa, á þriðja ári hjer frá, af
nógum efnum, ef guð og gæfan
levfa. hús í nánd við stað þann,
er Alþingi kemur árlega saman á
við Oxará eða við ós hennar, þar
sem hún fellur út í stærsta stöðu-
vatn þessa lands. Staður sá er
hinn fegursti, vel byrgur af öll
um nauðsvnjum og hefir gnægð
fiskjar, fugla, grjóts, viðar, grass,
valla og vatns. Skal bygging sú
vera nægilega traust og stór. Til
þessa skulu höfðingjar vorir og
afkomendur þessara ætta, sem
efni hafa til, skjóta saman með
frjálsum samskotum, hver um sig
svo mikið, sem hann vill. Því næst
skulu hingað strax teknir og sam-
an kallaðir drengir og ungmenni,
er komin eru af þessum ættum.
Skólinn skal settur og myndaður
fyrir samtök og fjelagsskap bæði
þeirra, sem efnaðir eru og svo
hinna, sem efnaminni eru, handa
hinum fremstu ættum vorum, sem
meðal vor myndast og skal við-
halda stöðugt fyrir gjafir höfð-
ingjanna bæði í lausafje og fast-
eignum, á meðan örlögin þyrma
þessari eyju.
Skólaráðsmenn og kennarar, vel
hæfir, skulu hingað sendir fleiri
og fleiri á hverju ári, svo sem
nauðsyn krefur og skal æskulýð-
urinn hjer nema og iðka farsæl-
lega veraldleg og bókmentaleg
fræði, ásamt heiðvirðum siðum og
hófsemi, til þess að hann með
þeim mun betri árangri megni að
þjóna síðar meir á fullorðins ár-
um guði, konunginum og föður-
landinu.
Á komandi árum skal reisa við
skóla þenna þorp. Hingað mun þá
flykkjast sjerstaklega fjöldi hinna
ágætustu borgara og handiðna-