Lesbók Morgunblaðsins - 03.07.1938, Page 7
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS
207
manna, er þjónuðu skólanum og
nemendum hans með sínum heið-
virðu störfum. Þetta er þá hið
fyrst upphaf að því, hvernig vjer
gætum orðið endurreistir til hin's
betra og hinn nýi gróður á akri
kirkjunnar og hinn verslegi æsku-
lýður deyi ekki þannig frá stofni
og rót eða falli frá dygðum for-
feðranna, heldur verði eins og
græddur á stofninn og rótfestur
í dygðinni, og eftirkomendurnir,
þeir er eiga fyrir sjer að lifa eftir
vorn dag, sem enn erum uppi,
A æskulýðnum á fyrst og fremst
að byrja, virðist mjer, vegna kom-
andi kynslóða, þeirra sem eftir
oss eiga að koma, því þeir sem
nú eru fullvaxnir eiga erfiðara
með nám, nema hvað þeir láta
auðveldlega hrífast af aðdáun og
gleði með sjálfum sjer yfir heið-
virðri æsku, sem gefur fordæmi
full góðra fyrirheita.
Er nú ættir vorar, sem af hinum
fyrri konungum hafa hafnar ver-
ið til mannvirðinga og halda þeim
mannvirðingum enn í dag á með-
al íbúa landsins, ásamt öðrum
gjöfum hamingjunnar, er þær
hafa fram yfir alþýðuna, leggja
þannig af kappi stund á dygðir
og góða siðu, þá efast jeg alls
ekki um, að hans allra skærasta
konunglega hátign, vor allra mild-
asti herra, endurnýi tignarstöðu
þeirra og mannvirðingar og komi
þeim til þeirra forna gengis.
Það er samboðið góðum þjóð-
höfðingja að reisa við fornar ætt-
ir, er hnignað hefir eða eru komn-
ar á heljarþröm og hjálpa þeim,
því að eigi förum vjer að hætti
þeirra samlanda vorra, er fyrir
nokkurum árum lögðu stund á að
endurheimta virðingarstöður for-
feðranna af hans konunglegu há-
tign einungis sjer og sínum til
handa, en hneigðust til drykkju-
skapar og drykkjuveislna og
sýndu í hvívetna ruddalega háttu.
Enda þótt vjer getum eigi tamið
þá fullorðnu, þá getum vjer samt
með tímanum, fyrir aðdáun á
dygðinni og launum hennar, virð-
ingunni, að minsta kosti mentað
unglingana, sem auðvelt er að
sveigja, hvert sem vill og hægt
er að leiða sjer við hönd.
Skák nr. 21.
Amsterdam 25. nóv. 1938.
Brotningar-indversk vörn.
Hvítt: Euwe.
Svart: Aljechin.
1. d4, Rf6; 2. c4, e6; 3. Rf3, b6;
4. g3, Bb7; 5. Bg2, Bb4+; 6. Bd2,
Be7; (Aljechin segist gera þannan
leik til þess að notfæra sjer að
Bd2 stendur ekki vel). 7. Rc3, Re4;
(Betra var að hróka) 8. 0-0, 0-0;
9. d5!, RxB; 10. DxR, (RxR var
líka gott þar sem, það hefði neytt
svart til að leika Dc8 til að gera
við ógnuninni d6!) 10......Bf6;
Hadl, (Betra var Rd4) 11.........
d6; 12. pxp, pxp; 13. Rd4, BxB;
14. KxB, Dc8; 15. De3, BxR; 16.
HxB, Rc6; 17. He4, (Hf4 var
betra) 17.....Hf6; 18. f4?, (Skil-
ur hrókinn eftir í pattstöðu. Hf4
var ennþá best). 18........ Dd7;
19. g4, (Euwe hefir valið ranga
leið strax eftir byrjunina. AUri
sókninni er beint gegn peðinu á
e6, sem er óvinnandi, og hvítt set-
ur loks eftir með óviðráðanlega
stöðu.) 19....Haf8; 20. g5, (Til-
gangslaust. „En skákin var þegar
töpuð hernaðarlega sjeð“, segir dr.
Aljechin).
20......Hf5; (Svart þarf ekki að
valda peðið á e6. Ef 21. Hxp þá
Re5 og hvítt tapar skiftamun.) 21.
h4, Df7; 22. Hf3, Khl; 23. Dd3,
d5; 24. Hxp, (pxp, pxp; 25. Ha4
var jafn vonlaust.) 24.......Rb4;
25. De3, Rc2!; 26. Dd2, DxH; 27.
PxP, Df7; 28. DxR, Hxf4; 29.
Dd3, Dli5; 30. HxH, HxII; 31.
Dh3, Hg4+; 32. Kf2, h6; gefið.
Fjaðrafok.
Skemtiferðabát í Sovjet-Rúss-
landi hvolfdi nýlega. Ekkert benti
til þess, að um skemdarverk væri
að ræða, en til vonar og vara var
samt skipstjórinn tekinn af lífi og
aðrir skipverjar settir í fangelsi.
★
Lögreglustjóri einn í Plorida
dæmdi nýlega tvo ökuníðinga til
að sitja í ónýtu bílskrifli á fjöl-
farinni götu. Er þeir höfðu setið
þarna í eina klukkustund, ljet
lögreglustjóri þá sleppa, í þeirri
von, að þeim- hefði skilist, hve
hættulegt það er að aka óvarlega.
★
Frú Esther Taylor í Liverpool
átti um daginn fjórbura — þrjá
drengi og eina telpu. Enskt blað
hefir í sambandi við þessa fjór-
burafæðingu gert þær athugan-
ir, að börnin fæddust á 13 ára
brúðkaupsafmæli hjónanna, börn-
in fæddust 13. júní og húsið sem
þau búa í er Ruginstreet 13.
★
1C0.000 skinn af kálfum og öðr-
um dýrum þarf árlega til að bmda
inn biblíur, sem prentaðar eru við
háskóla prentsmiðjuna í Oxford.
★
Fyrir nokkru síðan kom það
fyrir í Brasilíu, að ungur maður
lenti í hvirfilvindi, sem tók hann
á loft og bar hann langa leið. Það
varð piltinum til lífs, að hann
fjell loks ofan í stöðuvatn. Gat
hann synt til lands og þó hann
hafi orðið nokkuð eftir sig eftir
þessa óvæntu flugferð, varð hún
honum ekki að varanlegu meini.
★
Á óperuhljómleikum í Covent
Garden á dögunum kviknaði alt
1 einu í pappírsskrauti á leiksvið-
inu og stórhætta var á, að eldur-
inn breiddist út. Hinn frægi ít-
alski söngvari Benjamino Gigli
var að syngja aríu úr Boheme,
hljóp út af leiksviðinu, náði í
vatnsfötu og slökti eldinn. Flestir
hjeldu að þetta tilheyrði leikrit-
inu og menn vissu alment ekki
fyr en eftir sýninguna, að söngv-
arinn hafði afstýrt stórslysi.