Lesbók Morgunblaðsins - 04.09.1938, Síða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 04.09.1938, Síða 7
LESBÓK MORÖUN*LA©SINS 279 Frammistöðustúlkan, sem átti að verða keisaradrotning Hver var ungfrú Howard, hin fagra dularfullar kona, sem varð svo mikill þáttur í lífi Napo- leons III., sem var honum meiri stoð og stytta en nokkur annar, í baráttu hans til þess að ná völd um í Frakklandi, og hefði átt framar öllum öðrum að bera drotn- ingarkórónu við hlið hans í há- sætinu ? Enginn veit full deili á þessari konu. Frá vöggunni til grafai'- innar var alt líf hennar hulið leyndardómi. Og þótt hún bæri ættarnafn sitt með rjettu, hún væri afkomaudi hins yugra Ho wards-ættstofns, sem er bresk að- alsætt, þá er víst um það, að í æsku átti hún við fátæk kjör að búa. Sagan segir að húu og hinn ungi Napoleon prins hafi fyrst mæst á götu í London, er hún var á heimleið frá matsöluhúsi, þar sem hún var frammistöðustúlka. En sje þessi saga sönn, þá er það lítt skiljanlegt hvaðan hiin hefir fengið allan þann auð, sem hún óneitanlega átti yfir að ráða, og sem hún eyddi til þess að styrkja „vonarpening Bonapart- anna“ í útlegð hans. ★ Það var Napoleon prins, sem fyrst í stað hafði allan hagnaðinn af sambandi þeirra. Ungfrú Ho- ward var ung og dásamlega fögur, en hann var luralegur vexti, fiil ur og grár í andliti. Það einasta sem fallegt, var við hanu voru aug un. Hajnn var gráeygur, en augun skær og snör með afbrigðum. Og haitn var fátækur, en hún auðug. Fjöldi áhrifamikilla manna voru lirifnir af henni, svo hún gat Vafið þeim um fiugur sjer. En hann var útskúfaður að kalla mátti, fjekk ekki áheyrn hjá hefðarfólki sam- tíðarinnar. Hvað var það }>á sem gerði þennan fátæka útlæga prins aðlað andi fyrir hina fogru ungu stúlku’’ Það var meðaumkvun, og ekki annað, sagði hún sjálf, er hann hafði snúið við henni bakinu. Vera má, að hún hafi sagt þetta satt, að nokkru leyti. En vafa laust hefir hinn rómantíski blær, sem hvíldi yfir prinsinum, haft sín áhrif á hana, og ósk hennar um það, að standa við lilið hans, ef svo kynni að fara, að vafa- samir valdadraumar hans rættust. Hvað sem til var í þessu, þá er eitt víst, að ungfrú Howard fórn- aði æfi sinni og eignum fyrir hann alt frá því fundum þeirra bar saman. Leiðin upp í hásæti Frakklands. Til hennar kom Napoleon prins með alla sína draumóra og fram- tíðarfyrirætlanir, með vonbrigði sín og vandræði. Annan daginn sá hann farmtíðina í rósrauðu ljósi glæstra vona um að hann hrepti þá keisaratign sem frændi hans hafði náð og mist. En næsta dag var hann hrapaður niður í ör- væntingadjúp svartasta svartsýn is, þar sem hann eygði engan von- arneista. En ungfrú Howard, er altaf var við hlið hans í raunum hans og bölsýni, gat ávalt greitt úr öllum skýjum áhyggjanna og talað til hans hughreystingarorðum, sem vöktu upp lífsþrótt hans að nýju. Hún örfaði hann til framkvæmda og dáða, þegar hann var að yfir- bugast. Og fje hennar var altaf á reiðum liöndum fyrir hann. Með umhyggju og hugulsemi í'eyndi hún sífelt að eyða öllum erfiðleik- um sem voru á vegi hans. Það var því ekki nema satt og rjett er liann sagði seinna í lífinu, að liann ætti lienni alla velgengni sína og keisaratign að þakka. Án aðstoð ar hennar og upörfunar hefði hanli látið hugfallast Og orðið að engu á útlegðarárunum í London. En ungfrú Howard ljet sjei' ekki nægja að láta Napoleon í tje fjármuni sína, og hughreysta hann þegar hann var sorgmæddur. Það var ekki síður hún en hann, sem með lægni og klókum konuráðum ruddi honum brautina upp í valda- stólinn. Hún fór hvað eftir annað til Frakklands, þar sem hún dul- bjó sig á ýmsan hátt og átti síðan tal vi*ð fólk iir öllum stjettum til þess að hlera þannig hvernig al- þýða manna Hti á skjólstæðing hennar, Napoleon prins. Með fje sínu keypti hún honum líka fvlgi margra áhrifamanna beggja meg- in við Ermarsund, uns hún, eftir því sem síðar varð ráðið af skjöl um er fundust í leynihólfum keis- arans, hafði eytt 40.000 sterlings- um til þess að greiða götu Napo- leons prins. Það var hún, sem örf- aði hann til þess að gera fyrstu tilraunina sem hann gerði, til þess að brjótast til Arnlda. Og þegar hann slapp úr fangelsinu árið 1846 og kom aftur yfir til Eng- lands, þá var það hún sem tók á móti honum, sá um hann, ljet hann hafa nægilgt fje, og hug- hreysti liann að nýju. - Louis prins Napoleon verður keisari. Tveim árum seinna var Louis Philippe steypt af stóli. Sýndist þá leiðin Opin fyrir mann þann sem hafði lagt alla áherslu á að verða eftirmaður hans. Ilann fór til Parísar, og nngfrú Howard í fylgd með hortum. Hún var vakin og sofitt í því að vinna alt fyrir hann sem húu megnaði. Enginn hefði getað veitt lionttm mikils- verðari aðstoð. Eftir nokkra mánuði Var hann orðinn forsetí Frakklands. En hann hafði þá ekki náð því marki er hann hafði seft sjer. Hann vildi verða keisari Frakklands. Til þess að koma því í kring þurfti hanrl mikið fje. Og enn jós tingfrú Ho ward af auðæfum sínum itns húrt

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.