Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 15.01.1939, Qupperneq 2

Lesbók Morgunblaðsins - 15.01.1939, Qupperneq 2
10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS kofunum hjá mjer. Jeg hóf upp frásögn úr henni, og lieimafólkið á Gili lilustaði á með mikilli eft- irtekt. Þótti mjer það furðu skemtilegt kvöld. Man jeg að jeg sagði m. a. frá Kronos og Uranus. Var jeg yfirleitt á þeim árum mikið gefinn fyrir að segja frá því, sem upptók liuga minn. ★ Þenna vetur sem jeg var á Síðu gat' húsbóndi minn mjer altaf frí 2 klst. á dag til þess að lesa það sem jeg vildi, og frjáls afnot af bókum sínum. Þá fjekk jeg líka lánaða Ulionskviðu, en hana átti bóndinn á Mýrum. Las jeg liana upp aftur og aftur. Þá var Hector draummaður minn. Ilionskviða, atburðir henn- ar og persónur fljettuðust mjög inn í drauma mína. Nokkra slíka drauma man jeg enn. Einn var svona: Mjer þótti jeg koma út á hlað á Síðu. Sá jeg þá suður af bæn- um rennisljetta víða velli. Gekk jeg eftir völlum þessum, uns jeg kom að stórri borg eða kastala. Það var Troja, sem Priannus bygði. Gekk jeg inn í kastalann. Þar var mikið mannval f\-rir. Skildir og sverð hjengu upp um veggi. Príanus sat í hásæti og Helena við hans aðra hönd, en Hector við hina. Þar geng jeg á mála, og er tekinn sem liðsmaður. Nú heyr- ist ógurlegur dynur og allir her- mennirnir J)jóta út úr kastalan- um. Það eru Grikkir að gera áhlaup. Slær í bardaga þarna á völlunum skamt frá. Jeg hlevp með hermönnunum, en er ekki nema skamt á veg kominn, er sverðið sem jeg fjekk verður svo þungt, að jeg á erfitt með að rog ast með það og dregst aftur úr. Þá koma þrír úr óvinahernum á móti mjer. Jeg sleppi þá þunga sverðinu, næ sverðinu af einum óvinanna og rek hann í gegn með því. Sný jeg siðan allhróðugur til Trojumanna. Næsta dag var líka búist til or- ustu. En þá segir Hector við mig að jeg skuli ekki fara í bardag- ann þann dag, heldur skuli jeg sitja heima í kastalanum og gæta Helenu, að Grikkir ræni henni ekki. Það skuli vera upphaf ham- ingju minnar, ef mjer tækist að vernda hana. Jeg sat því heima í kastalanum með Helenu hinni fögru. En engir Grikkir komu þangað þann dag, svo gæslan var auðveld. Um kvöldið þakkaði Hector mjer góða liðveislu, því nú þurfti jeg að halda heim. Gekk hann með mjer til baka yfir hina víðu velli — alla leið heim undir bæjarvegg á Síðu. Ari seinna dreymir mig aftur hina víðu velli. Leitaði jeg i draumnum á þær slóðir, Jiar sem Troja var. En þá var þar ekkert nema rústir. Þar hitti jeg þá Hect- or. Hanu var þar á flökti. Hann sagði mjer, að Grikkir hefðu eyði- lagt hjer alt. llann fylgdi mjer aftur |heim undir Síðu. Á leiðinni ráðlagði hann mjer að fara til Ameríku, þar myndi mikil gæfa bíða mín. Var það efst í huga mjer um tíma á eftir. Annars var jeg mjög mótfallinn Ameríkuferðum. ★ Jeg bar mikla virðingu fyrir öllum þeim, sem kunnu latínu, eins og fyr segir, enda var á þeiin dögum mikil virðing meðal al- mennings fjmir lærdómi og lærð- um mönnum. Nú liðu árin og lít- ið bar til tíðinda fyrir mjer, uns jeg kom að Iíeiði í Gönguskörð- um til Stefáns og Guðrúnar. Fyrsta fræðslan sem jeg fjekk þar var sú, er Stefán yngri kendi mjer undirstöðu málfræðinnar og hvernig málið er bygt. Það var þegar við gengum heim af engj- unum á kvöldin. Það var jafanan áliðið kvölds, því Stefán bóndi vildi að menn hjeldu sig að vinnu meðan dagur entist. Við vorum lúnir. Samt gafst okkur tími til þess að tala um málfræðina. Ald- rei hefi jeg notið eins lifandi kenslu í lífinu. Dýrðlegur heimur opnaðist fyrir mjer. Og ekki skemdi það til, að nú lærði jeg öll málfræðiheitin á latínu. Seinna haustið mitt á Heiði stóð mjer til boða 1 að fara vestur til sr. Sigurðar Stefánssonar í Ögur. Hann hafði boðist til þess að kenna mjer undir skóla. En eng- in ráð voru önnur en jeg gengi þangað vestur. Kveið jeg fyrir því mjög, því jeg var heldur pasturs- lítill í þá daga. ★ En Jiá komu einn góðan veður- dag boð frá sr. Zophóníasi Ilall- dórssyni, er þá var prestur í Goð dölum, um að hann vildi taka mig til sín um veturinn og kenna mjer undir skóla. Því boði tók jeg fegins hendi og fór frá Heiði áleiðis Jiangað fram eftir. Á leiðinni þangað gisti jeg að Litladalskoti. Þar bjó þá bóndi, Olafur að nafni, greindarmaður, og kona hans Dýrleif. Hann spurði mig á hvaða ferð jeg væri og sagði jeg honum alt af ljetta. Er Ólafur bóndi heyrði, að jeg væri á leiðinni til latínunáms í Goðdölum, sagði hann: „Þá færð þú að kynnast grammatíkunni“. Þetta sagði þessi garnli maður með svo miklum fjálgleik, að það sló niður í mjer. Og „latínan“ birt- ist injer fyrir hugskotssjónuin mínum eins og tíguleg gyðja, ekki ósvipuð Heru í goðafræði Stolls Hún var sveipuð hrynjandi bún- ingi, með höfuðjásn eða ennissveig, ákaflega reisuleg og tíguleg. Þann ig varð latínan drotning drauma minna. Þessi mynd, sem jeg sá fyrir mjer í Litladalskoti á leið- inni til sr. Zophóníasar, hefir alt- af fylgt tojer síðan. Er að Goðdölum kom tók jeg til óspiltra málanna við lærdóm- inn. Sr. Zophónías ljet mig byrja á því að læra grammatík þeirra Jóns Þorkelssonar og Gísla Magn- ússonar. Hana varð jeg að læra utanað orði til orðs, með undan- tekningunum og öllu saman. Síð- an byrjaði jeg á lesbókinni eftir sömu höfunda. En hún var níð- þung fyrir byrjendur. Og að gera stíla, sem ekki voru sniðnir eftir lexíunum. Þetta var svo erfitt, að stílarnir urðu mjög vitlausir. I fjórða stílnum ljet presturinn mig m. a. fá þessa setningu: „Þetta inál getur þú aldrei Iært“. Fanst mjer hjer liggja svo alvar- leg bending um, að lærdómsbraut- in, sem jeg svo þráði, myndi lok-. uð fyrir mjer, að jeg er ekki viss um nema að jeg hafi grátið um kvöldið. En er fram í sótti og jeg fór að lesa í Cæsar, fór þetta alt að liðkast fyrir mjer V. St.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.