Lesbók Morgunblaðsins - 15.01.1939, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 15.01.1939, Blaðsíða 4
12 LESBÓK MOKGUNBLAÐSINS Þegar jeg „lærði sjó“ Eftir Bjatna Sigurðsson. Niðurl. 111 haustið laprði jeg á stað suður og man ekki eftir, að neitt sögulegt gerðist á ferðinni, fyr en jeg kom til Reykjavíkur. Lar átti jeg að bíða eftir bátsferð suður í Garð og hjelt til hjá Hannesi pósti. Það mun hafa far- ið saman, að Skaftfellingar voru greiðviknir við hann og hann vildi líka alt fvrir þá gera. Ann- ars var Hannes þur á manninn og virtist geðstirður og stundum af- undinn, en á bak við þessa ytri framkomu sló lijarta fult af góð- vild og drenglyndi. Heimili Hann- esar var þar, sem nú mun vera Laufásvegur 22 Þá var það talið fyrir utan bæinn. Þar kyntist jeg mest Hannesi vngra, syni Ilannesar pósts og minnist þess, að við fórum á hverju kvöldi, þegar komið var undir rökkur, ofan í bæinn til þess að leita að slagsmálum. Meiningin var sú, að njóta þeirrar ánægju að horfa á ]iau og dást að hetjunni, sem þar mundi vinna sigur. Og oft tókst. okkur að finna slagsmálin, en stundum lá líka við því, að við lentum sjálfir í hnjaski, því nóg var til af fjörugum, óbilgjörn- um istrákum, sem voru til í alt. Að „læra sjó“. Eftir nálægt því vikudvöl í Reykjavík kom opið skip sunnan úr Garði og flutti mig þanirað, eða að ;Litlabæ, en þar átti jeg að vera og „læra sjó“. Á leiðinni suður komst jeg fyrst í kvnni við árina. Þá vara reynt að kenna mjer áralagið, en ekki voru at- Inigasemdirnar sjerlega blíðlegar, þegar út af brá. Og nú minnist jeg þess, eftir áratugi, hve kensl- an var hörkuleg og jafnframt ó- fullkomin. Aðaláherslan var lögð á það, sem minst var vert, að hafa áralagið, eða bera árarnar eins og hinir. Um hitt var ekki hirt, að kenna það, að ná hag- kvæmum brotkrafti á árinni, dýfa henni mátulega djiipt í sjóinn,. leggja henni hæfilega langt aftur og taka bakfallið á rjettum tíma.. Þetta varð æfingin að kenna. En aðalskólinn bvrjaði ekki fyr en nokkru eftir að jeg kom í Litlabæ í fyrsta skifti, þegar far- ið var á sjó til fiska. Jeg reri á feræringi og var því 4. maður á bátnum, en var lítill og krafta- smár o" óvanur sjómaður. Hús- bóndi minn fæddi mig og lagði mjer til sjóklæði, brók og skinn- stakk, og minnist jeg þess, hve ógeðslegt mjer þótti að klæða mig í grútugan skinnstakkinn á morgnana. Jeg var fjörugur, eða lífleprur og sæmilega heppinn að. draga fisk, en ónýtur til allra átaka. Býst jeg við, að lífið í öll- um hreyfingum, ásamt viðleitn- inni til þess að vera þarna að gagni, hafi átt aðalþáttinn í því. að formaðurinn rak mig ekki af bátnum, en ljet orð falla um það, ,,að jeg væri eftir öllum vonum“. Annars voru sjóferðirnar frem- ur fáar, og mun því hafa valdið, að formaðurinn treysti ekki vel skipshöfninni, því einn af fjór- um þeirra var gamall maður, far- inn að kröftum og þar að auki drykkjumaður. Á maðkafjöru. Veiðarfærin voru línur (lóðir), net og handfæri. Langbest líkaði injer við handfærin. Hinum veið- arfærunum fylgdu ýmsir ágallar. Þó jeg væri ekki sjóveikur, varð mjer þó ilt þegar jeg var að greiða kasúldinn fisk úr netjum, sem ekki hafði verið hægt að vitja um lengi. Gallinn á lóðun- um kom ekki að sök á sjónum, hann átti heima í landi og var fólginn í því, að beita þær og afla beitunnar. Beitan var aðal- lega fjörumaðkur. Það þurfti að sækja hann ýmist út hjá Garðs- skaga eða suður í Sandgerði. I fyrsta skifti fórum við þrír á maðkafjöru. Þegar jeg bað fje- lagana að kenna mjer að grafa eftir maðkinum í f jörusaninum, lijeldu þeir að lítið væri að læra og jeg gæti notað glj’rnurnar til að sjá hvernig þeir færu að. Það fór nú samt svo, að jeg varð mjer hrapallega til skammar. Þeir fengu talsvert, eu í mínum kassa var varla botnhylur. Jeg hafði ekki haft vit á að taka það með í reikninginn, að maðkurinn var furðu fljótur að smjúga sandinn og þekti ekki þau einkenni á yf- irborði sandsins, þar sem helst mátti vænta að nnðkur væri und- ir. Ávöxturinn af þessu varð sá, að jeg var óspart hæddur af fje- lögum mínum á leiðinni heim, en íjekk nægilega mikið af skömm- um fyrir ónytjungsháttinn, þegar Leim kom. Jeg fór svo oft á maðkafjöru eftir þetta og stund- um aleinn. Mjer tókst að finna maðkinn og ná honum og jeg setti ekki fyrir mig veglengd, eða það að tína maðkinn og bera hann heim. Það var annað, sem var miklu verra en þetta. Jeg lenti stundum í myrkri, þegar jeg var á heimleiðinni, en jeg var fram- úrskarandi myrkfælinn og þarna dauðhræddur við forynjur og sjávarskrímsli. Landlegur. I landlegum var jeg látinn að öðru leyti mala rúg og banka- tygg og vinna önnur störf, sem fyrir komu. Á k'Töldin var lítið •.ð starfa og fór jig því til liús- bóndans og spurði hann að, hvort jeg mætti ekki hlanpa til barna- kennarans, til þess að fá tilsögn í dönsku. Þetta leyfði hann mjer, þegar ekki var farið á sjó eða i maðkafjöru. Jeg fór svo til barna- kennarans, en það var Þorgrím- ur Guðmundsen, og var mjög feiminn, þegar jeg stundi npp er- indinu. Hann tók þessu mjög vel, en hafði orð á því, hvort jeg

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.