Lesbók Morgunblaðsins - 15.01.1939, Page 6

Lesbók Morgunblaðsins - 15.01.1939, Page 6
14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS le<ra vegna þess, að ýmsar annir kölluðu að, 0" brennivínið mun þar að auki hafa drejrið úr mat- arlön<run fjelaga minna. í nærri hálfan annan sólarhringr hafði je<r hvorki smakkað vott nje þurt, annað en eihu sinni rú<rbrauð með smjöri o<r vatn. Það mátti jejr virða við fjelaga mína, að aldrei buðu þeir mjer að smakka á flösk- unni, en ekki er ólíklejrt, að jefr hefði þeprið það, vegna þess hve illa mjer leið af sulti. Vertíðarlok. Hinn 11. maí vai vertíð og náms tími á enda og je<r hafði lokið því hlutverki, í svipinn, sem mjer var ætlað, að „læra sjó“. Bjóst jeg nú til heimferðar og tel rjett að halda sögunni áfram þar til hei'm kom. Skjálfandi af snevpu og vandræðum skrapp jeg til fcarnakennarans Þorgríms Guð- mundsen, ekki til að borga honum dönskukensluna, heldur til þess að friðmælast við hanu út af því. að geta ekkert borgað. En þegar til hans kom, fór alt betur en á horfðist, því kenslukaupið gaf hann mjer. Nú var je<r svo heppinn að ná í strák á mínu reki, austan úr Meðallandi, sem hafði verið að ..læra sjó“ eins og jeg, Þorleif Jónsson frá Sandaseli, og var það ráðið með okkur, að við vrðum samferða austur. Báðir urðu him- inlifandi glaðir út af þessu happi og dagur var ákveðinn, þegar ferðin skyldi hefjast austur. Skömmu áður en lagt skyldi á stað, hafði jeg fengið brjef frá föður mínum og í því hað hann mig að innheimta ársmeðlag með barni, sem hann ól upp fyrir Rósmhvalaneshrepp. Jeg fór til hreppstjórans, sem var víst líka oddviti, og krafði hann um árs- meðlagið, er var að fjárhæð sex- tíu krónur. Alt gekk þetta vel að því undanskildu, að jeg fjekk ekki peninga, en aðeins ávísun á Ólaf Norðfjörð kaupm. í Kefla- vík. Jeg tók við ávísuninni og hugðist að fá aftur ávísun hjá honum í verslun Einars horgara á Eyrarbakka. Rann nú upp hinn langþráði dagur, þegar við Leifi lögðum á stað úr Garðinum á- leiðis austur í Yestur-Skaftafells- sýslu. Húsbóndi minn gaf mjer eitt rúgbrauð í nesti og dálítið af smjöri í öskjum, og tvær krónur í peningum. Leifi var líkt búinn að nesti, en hann var þeim mun betur settur en jeg, að hann átti tíu krónur í peningum til ferðar- innar, en jeg tvær. Til Reykjavíkur. Þegar til Keflavíkur kom sýndi jeg Ólafi Norðfjörð kaupmanni ávísunina frá hreppstjóranum og bað hann um ávísun til Eyrar- hakka eða peninga. Hvorugt fjekk jeg, eu liann kvaðst geta gefið ávísun til Reykjavíkur. Þ?tta varð jeg að þiggja og því hjeldum við Leifi á stað frá Keflavík til Reykjavíkur, með allar okkar eigur, ásamt nestinu, í poka á bakinu. Ekki veit jeg hvað þungt þetta var, en ekki var það ann- að en nestið og fataræflar okk- ar. Þetta tók þó dálítið í og þreytti okkur á langri leið, og þegar við komum til Hafnarfjarð- ar langaði okkur í kaffi. Við viss- um þar af gistihúsi og Leifi stakk upp á því, að við keyptum okk- ur þar kaffi, sem sagt var að kosta mundi 25 aura þá. Jeg lagði heldur á móti þessu vegna þess, að mjer mundi ekki duga þessar tvær krónur, sem jeg átti í ferju- tollana, ef jeg skerti þær nokkuð, en þá bauðst Leifi til að lána mjer það, sem í þá kynni að vanta. Til Reykjavíkur komum við að kveldi og gisti jeg hjá Hannesi pósti um nóttina. Strax að morgni fór jeg á kreik með ávísunina, til viðkomandi kaupmanns, en fjekk hreint afsvar að fá ávísun til Eyrarbakka eða peninga, en jeg gat fengið ávísun á aðra verslun í Reykjavík, sem ef til vill gæti gefið mjer ávísun til Einars borgara. I þessari annari verslun fjekk jeg sömu svör. Jeg hað hana að gefa mjer ávísun á einhverja verslun, sem hefði við- skifti við Einar borgara, og hún gerði það alveg eins og hin hafði gert. En þegar í þriðju verslun- ina kom, var líka ófáanleg ávís- un til Einars borgara. Enn fjekk jeg ávísun í fjórðu verslunina og hún gat loksins gefið mjer ávís- un til Eyrarbakka. Jeg man ekki hvað þessar verslanir hjetu og setti það ekki á minni. En sá verslunarstjóri, sem afgreiddi mig seinast, þurfti mikið að spyr.ja um, hevruig á þessari ávísun stæði. Jeg sagði honum alt um það og í hvað margar verslanir jeg hefði orðið að fara. Þá hló hann og fór nú að mæla mig all- an með augunum og ljet rigna yfir mig spurningum. Meðal ann- ars spurði bann mig að því, hver hefði ráðlagt mjer að fara svona búð úr búð, hvar jeg ætti heima, hvort jeg ætlaði að ganga alla leið austur, hvort jeg vildi ekki hætta við það og fara til sín o. fl. Ekkert vissi jeg hvað þessi kaupmaður hjet, en hann sagði búðarmanni sínum að gefa mjer dálítið af fíkjum og steinsykri í nesti. Á ferju yfir Ölfusá. Undir eins og þessum erindum var lokið, lögðum við á stað aust, ur yfir fjall. Nótt var björt og þegar við komum á Kambabrún, mun hafa verið komið undir fóta- ferðartíma. Þá vorum við farnir að þreytast og ákváðum að stefna á þann bæ, sem við sæjum fyrst rjúka á. Rjett á eftir sáum við rjúka á bæ lengst niður í mýr- um. Þegar að mýrinni kom fórum við úr sokkunum og gengum ber- fættir að bænum. Ekki veit jeg hvað sá bær heitir og svo vorum við grænir, að við þorðum ekki að spyrja að því. Kona var á fót- um og báðum við liana að lofa okkur að sofa inni, þar til farið yrði að ferja yfir Ölfusá. Hún tók þessu vel og hlejpti okkur strax ofan í glóðvolgt rúm, sem nýlega hafaði verið risið úr. Að áliðnum degi vakti hún okkur, annars mundum við hafa sofið til næsta morguns, og sagði okkur að nú væri byrjað að ferja vfir Ölfusá. Jafnframt þessu gaf hún okkur vatnsgraut úr rúgmjöli og mjólk út á. Þetta þótti okkur hið mesta sælgæti og voruin konunni sjer- lega þakklátir. Það hafði verið gert ráð fyrir jiví, að okkur yrðu sendir hestar út á Eyrarbakka. Við hlökkuðum

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.