Lesbók Morgunblaðsins - 15.01.1939, Síða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 15.01.1939, Síða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15 til að fá hestana og geta farið lausríðandi þaðan alla leið heim. Vorum við búnir að bollaleggja rnikið um það, livernig við skyld- um haga þeirri skemtiferð, hvar við mundum gista og hvernig við mundum laumast til þess að eyða nokkrum tíma í það, að skoða fallegustu staðina, sem á leið okk- ar yrðu. En á þessari leið hafði ferðum okkar áður verið hagað á þann veg, að kepst var við að halda sem best áfram og hvergi stansað, nema þegar áð var. Þegar við komum á Eyrarbakka, fór jeg strax til verslunar Ein- ars borgara til þess að afhenda ávísunina. Var jeg þá svo hepp- inn að mæta verslunarstjóranum við búðardyrnar. Jeg var hæði sveittur og þreyttur, kastaði af mjer pokanum, sem jeg bar á bakinu, og fjekk honum þessa ávísun, s'em jeg hafði orðið að hafa svo mikið fyrir. Verslunar- stjórinn leit á ávísunina og sagði að hún væri góð. Síðan leit hann á mig, tautaði eitthvað um „vesa- lings dreng“ og gaf mjer tvær krónur og sagði mjer, að jeg skyldi fara á veitingahúsið og fá mjer að borða. Þetta gerði jeg þó ekki. Jeg hafði ýmugust á veitingahúsum. Mjer var sagt, að þau væru óskaplega dýr og jeg forðaðist þau eins og heitan eld. En krónurnar tvær, sem þessi drenglyndi maður gaf mjer, þótti mjer sjerlega vænt um, því nú gat jeg keypt fíkjur og stein- sykur — jeg þekti ekki annað meira sælgæti — og gefið heim- iiisfólkinu, er heiin kæmi. Hjer var ráðið fram úr vandræðum, sem jeg hafði haft miklar áhyggj- ur af, því jeg kveið fyrir því, að koma úr kaupstað og hafa ekk- ert til að bjóða ástvinunum heima eftir svo langa fjarveru. Jeg leit- aði að afskektum stað, borðaði rúgbrauðið mitt og fjekk mjer vatn að drekka. Og nú var þreyt- an horfin og allar áhyggjur fokn- ar út í veður og vind. Nú, leið mjer reglulega vel. Heimkoman. En við Leifi urðum nú samt fyrir miklum vonbrigðum. Á Eyrarbakka biðu okkar 4 hestar, tveir til að ríða á austur eins og ráð var fyrir gert, og tveir undir áburð. Þetta kollvarpaði al- gerlega áætlun okkar um skemti- ferðina heim. I stað þess var nú fyrir dyrum löng og leiðinleg ferð með lest, sem þýddi það, að fara varð fet fyrir fet alla leiðina. Við vorum kunnugir lestagangi með klifjaða hesta, þessu dauðans leið- inlega rölti, sem var miklu verra en að ganga. Nú mundum við miklu fremur hafa kosið að fara gangandi með dót okkar á bak- inu, vera frjálsir ferða okkar, ganga í nætursvalanum og hvíla á daginn, þegar heitast var. En fram lijá þessu hlutskifti varð ekki komist og á bak við óbeit- ina á þessu var þó þægileg með- vitund um það, að okkur strák- unum var trúað fyrir þessu og heim áttum við að koma með björg í bú. Ferðin austur gekk vel. Við meiddum ekki hestana, vötnin voru ekki mikil og enginn farar- tálmi kom fyrir. Svo fundum við upp á því að reka áburðarhest- ana í staðinn fyrir að teyma þá, eins og venjan var, nema yfir vötnin. Við ljetum þá áburðar- hestana ráða alveg ferðahraðan- um og þorðum ekki að herða neitt á þeim Jfram yfir það, sem þeir vildu sjálfir, en fanst þá ferðin ganga greiðlegar en að teyma þá. Fögnuðinum þegar heim kom er ekki hægt að lýsa. Jeg kann engin orð, sem þar eiga við. En hinu kunni jeg hálfilla, að jeg var ekkert látinn gera eftir að jeg kom heim, fjekk varla að taka af mömmu smá snúninga og ekki að tala um að jeg fengi að mala eða að ganga til kinda. Svona gekk þetta í nærfelt hálf- an mánuð, en þá varð jeg að fara að heiman fyrir fult og alt. Bjarni Sigmrðsson. Stærstu dýragarðar í heimi eru í New York, London, Berlín og París. Dýragarðurinn í New York nær yfir landsvæði, sem er 120 hektarar að stærð. Dýragarðurinn í London er frægur fyrir hve margar dýrategundir þar eru. Þær eru um 3000. Skák nr. 49. A. V. R. 0. skákþingið. Utrecht 17. nóv. 1938. Griinfeldsvörn. Hvítt: Capablanca. Svart: Flohr. 1. d4, Rf6; 2 c4, g6 • 3. Rc3, dð; 4. Bf4, (Capablanca gengur framhjá hinni venjulegu leið: 4. pxp, Rxp; 5. e4, o s. frv.) 4.... Bg7; 5. e3, 0—0; 6. Db3, c5; (Nýtt bragð sem Capablanca tekur á móti með sínu venjulega rólyndi. Sbr. einnig skákina Capablanca — Marshall, Mauhattan 1918) 7. dxc, Re4; 8. cxd, ' Ef Rxp, þa Da5+; 9. Db4, DxD+; 10. RxD Bxp; 11. Hbl, Bc3 •-: 12. Ke2. Rd2; og svart stendur betur) 8. .... Da5; 9. Rfe2, Rxc5; 10. Dc4, Rba6; 11. Rd4, Bd7; (þeg- ar hjer var komið hafði hvor keppandi eytt klukkutíma aí tveim tímum, sem þeir höfðu tíl að leika 40 leiki. — Hinn gerði leikur svarts er ekki góður. Betra var t. d. 11......e5; 12. pxp í framhjáhlaupi — til e6, Rxp; 13. Rb3, BxR; 14. pxB, Da3; o. s. frv.) 12. Hbl!, (Ógnar b4) 12. .... Hfc8;• (e5 virðist betra) 13. b4, Dd8; 14. pxR, Hxp; 15. Db3, I)a5; 16. BxR, (Hvítt gat ekki bjargað riddaranum á c3: Ef t. d. IIcl, þá Hac8; o. s. frv.) 16. HxR; 17. Db4, DxD ; (Ef 17....... Hcl+; þá 18. Kd2, DxD+; 19. HxD, HxH; 20 Bxb7, — ekki IIxb7, vegna Bc8 — IIe8; 21. Bc6, og hvítt vinnur) 18. HxD, pxB; 19. Ke2, (Betra en Hb7) 19....... Hc5; (Betra virðist BxR; og síð- an Hac8) 20. Hhbl, h6; (Hvítt ógnaði máti) 21. e4, Hac8; 22. Be3, Ha5; 23. Hb7, Hxp+; 24. Kf3, Ba4; 25. Hxe7, (Hvítt hef- ir eignast fripeð á d-línunni og ógnar að koma háðum hrókunum á 7. reitalínu. Staðan er ljett unn- in á hvítt) 25....IIa3; 26. Rc6. BxR; 27. pxB, Hc3; 28. Hbb7. Hc8xp; 29. Hxf7, IIf6+; 30. HxII, BxH; 31. Hxp, Ha3; 32. Ke2, Bg7; 33. f4, h5; 34. e5, Bf8; 35. Ha8, Ha2+; 36. Kf3, Kg7; 37. Bd4, gefið.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.