Lesbók Morgunblaðsins - 29.01.1939, Side 1
Það er skemtilegt
vera biskup.
Samta/ við dr. Jón He/gason.
ao
Dr. Jón Helgason við skrifborð sitt.
f skrifstofu dr. Jóns Helgasonar
biskups í rauða húsinu hans
við Tjarnargötu er margt að s.já
og skoða. Hún er ekki stór. Hún
er vinnustofa bókamanns og rit-
höfundar. Hún er líka verustaður
safnarans, teiknarans, sem hefir
haldið saman gömlum myndum,
ekki síst þeim, er liann sjálfur
hefir gert. Á viðhafnarstað á
miðjum vegg er hin alkunna
mynd afans, Tómasar Sæmunds-
sonar.
Jeg kom þangað fyrir nokkrum
dögum. Þá var þar fyrir aðkomu-
prestur einn, sr. Magnús Guð-
mundsson í Olafsvík.
— Það er einkennilegt, sagði
dr. Jón, að prestar utan af landi
skuli heimsækja mig nú, alveg
eins og áður, án þess að eiga við
mig nokkurt erindi.
— Jeg minnist þess ekki, sagði
sr. Magnús, að jeg hafi nokkurn-
tíma komið til Reykjavíkur án
þess að heimsækja yður. Og jeg
býst við að jeg lialdi því áfram,
sagði hann. Svo fór hann í það
sinn. En við dr. Jón Helgason
„fyrverandi“ biskup Islands, eins
og liann skýrt og skilmerkilega
tók fram, tókum tal saman. Því
erindið var að ræða við hann um
starf það, sem hann nú nýlega
hefir látið af.
— Hvernig fjell yður biskups-
embættið ? var min fyrsta spurn-
ing, "
— Það var mjer nokkuð erfitt
fvrst í stað. Jeg hafði aldrei áð-
ur á æfinni komið nálægt nokkru
sem ætti skylt við „administra-
tion“ eða stjórn á opinberum mál-
um. Það var undir jól 1916.
Þá hafði jeg lítið annað gert í
2214 ár en að kenna, alt frá því
árið 1894. E11 þá kom jeg heim al-
kominn, nýgiftur. Þá hafði jeg
verið kandídat í 2 ár, en hafði
fyrri kandídatsveturinn kent hjer
við prestaskólann fyrir föður
minn, sem var veikur.
Kapellán á
Sjálandi.
Frá því í júní 1893 þangað til
í febrúar 1894 hafði jeg verið
óvígður kapellán hjá presti einum
á Suður-Sjálandi, Peter Dahl í