Lesbók Morgunblaðsins - 29.01.1939, Qupperneq 2
‘26
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
Langebæk. Faðir lians var mikill
Islandsvinur, aldavinur Árna
Helgasonar stiflprófasts. Hann
liafði lært íslensku. Var heimili
hans opið íslendingum. Hann var
um tíma rektor við Friðriksborgar
latínuskóla í Hilleröd, en fluttist
þaðan til Hafnar. Meðal vina sona
hans þar voru þeir Gísli Thorar-
ensen, Steingrímur Thorsteinsson,
Helgi Helgasen og faðir minn. En
sonurinn sr. Pjetur hafði og erft
vinarþel föðurins til Islendinga
og naut jeg góðs af því.
Eftir áramótin 1893—’94 var í
ráði að jeg yrði ltapellán í Sand-
bv-prestakalli, skamt frá Ring-
sted. En um það leyti dó faðir
minn. Og kennararnir við guð-
fræðideild Hafnarháskóla vildu
að jeg lijeldi áfram starfi hans.
Það var einkum próf. Scharling,
sem beitti sjer fyrir því. Hann sneri
sjer m. a. til vinar míns Finns
Jónssonar, til þess að fá hann til
að telja mig á að sækja um em-
bætti hjer við prestaskólann.
Annars var jeg þá búinn að ráða
við mig, að taka próf í Höfn í
hinum ,,praktisku“ fögum guð-
fræðinnar, ræðugerð og barna-
spurningum.
En til þess að geta fengið
prestsvígslu í Danmörku, vegna
væntanlegs prestskapar þar í
landi, útheimtist m. a., að hlut-
aðeigandi vígsluþei hgefði int af
hendi „landvarnarskyldu“ (Vær-
nepligt), svo sem lög mæla fyrir,
eða að minsta kosti mætt á nýliða-
skoðun (Session for Værnepligt-
ige). Jeg hafði því um sumarið
látið setja nafn mitt á nýliða-
skrána. Og um haustið, er ný-
liða-skoðunin skyldi fara fram,
var mjer stefnt þangað. En þar
fór nú hvorki betur nje ver fyr-
ir mjer en svo, að mjer var hafn-
að sem all-óhæfum til landvarna,
hvort heldur væri á sjó eða landi!
Þessi úrslit átti jeg meðfram því
að þakka, að jeg, eins og margir
eldri Reykvíkingar muna, hafði
frá fæðingu allstóran dökkan
blett yfir hægra auga („tumor“
held jeg lærðir menn kalli það).
Því siigðu kunningjarnir, að mjer
hefði verið hafnað („kasseret“
var það kallað) „paa Grund af
afskrækkende Ydre“! — En hvað
um það — sjálfur var jeg, sem að
líkurn lætur, stóránægður með úr-
slitin, og áður en jeg í febrúar
um veturinn lagði á stað til Þýska
lands, ljet jeg í Khöfn skera af
mjer þennan ,,blett“ í þakkarskjmi
fyrir það gagn, sein hann hafði
unnið mjer á nýliða-skoðuninni.
En þegar þýskir námsfjelagar
mínir í Erlangen sáu örið á auga-
brúninni eftir skurðinn, álitu þeir
það vott þess, að jeg mundi hafa
tekið þátt í stúdenta-einvígi
(Duel). Þóttu það býsn mikil, því
að þar syðra þótti óhæfa, að guð-
fræðingar tækju þátt í slíkuin
,,barbarisma“.
Sækir um presta-
skólaembætti.
Uppörfunin frá guðfræðiprófess
orunum kennurum mínum, til þess
að sækja um kennaraembætti við
prestaskólann, varð til þess að
jeg afrjeð það. Þegar jeg skömmu
síðar hitti prófessor Scharling,
spurði hann mig að því, hvað jeg
ætlaði fyrir mjer. Jeg sagði sem
var, að jeg ætlaði að sækja um
embætti við prestaskólann.
— Það er indælt, sagði hann
þá, að taka við starfi föður síns.
Nú skuluð þjer fá ferðastyrk
til undirbúnings því starfi.
Og hann fjekk jeg, 800 króna
kandídatastyrk, sama sem um-
sóknarlaust. Auk þess fjekk jeg
kr. 300 frá „Claessenske Fidei-
kommis“, er Nellemann íslandsráð
herra veitti mjer. Alt fyrir
það tók jeg próf í hinum prakt-
isku fögum, prjedikaði í Frúar-
kirkju og spurði börn í Trinitatis-
kirkjunni.
Það var tómlegt í Frúarkirkju
er jeg prjedikaði þar, sjö áheyr-
endur alls, og að auki 3 prófdóm-
arar, er allir sátu nieð afrit af ræð-
unni til þess að geta fylgst ná-
kvæmlega með hvort jeg slepti
nokkru úr, því að jeg varð að tala
blaðalaust.
Þar var líka Eiríkur gamli
Jónsson viee-prófastur á Garði.
Ilann kom, að því er kunningj-
arnir sögðu mjer, í þeirri von að
hann gæti heyrt mig verða mjer
til minkunar. Honum var hálfilla
við mig síðan jeg var á Garði.
f miðri ræðu minni kom jeg
auga á áttunda áheyrandann. Það
var Finnur Jónsson. Hann hafði
falið sig á bak við Andrjes post-
ula. En hann hafði falið sig eins
og börnin, sem Iialda að þau sjá-
ist ekki þegar þau sjá ekki sjálf.
Hann grúfði sig niður. En jeg sá
á kollinn á honum — og þekti
hann.
Að svo búnu fjekk jeg minn
ferðastyrk, og fór til Erlangen í
Bayern. Þar var jeg í 3í/2 mánuð
og síðan sex vikur í Greifswald,
en fór annars víða um Þýskaland.
Jeg kom til Hafnar í miðjum
júlí. Nokkrum dögum síðar stóð
brúðkaup mitt í Holmenskirkju.
Skat Rördam prófastur (síðar
Sjálandsbiskup) gaf saman, og
hingað komuin við hjónin 16.
ágúst um sumarið.
Góðir samverka-
menn.
Þá var Þórhallur Bjarnarson
orðinn lektor prestaskólans, en
jeg fjekk embættið sem liann
hafði haft. Hann var þá búinn að
vera við prestaskólann í 9 ár, kom
frá Akureyri 1885, er Sigurður
Melsted misti alveg sjónina.
Jeg var svo 1. kennari við presta
skólaun þangað til 1908, að sr.
Þórhallur varð biskup, er Hall-
grímur Sveinsson sagði af sjer
biskupsembættinu. Þá varð jeg
forstöðumaður skólans, en dócent
við skólann var sr. Eiríkur
Briem áfram.
Ekki get jeg hugsað mjer
elsknlegri samverkamenn en þá
sr. Þói'hall og sr. Eirík Briem.
Öll þau ár, sem við unnum sam-
an, urðum við aldrei ósáttir um
nokkurn hlut.
Þeir samverkamenn voru mjer
að því leyti ólíkir, að þeir gáfu
sig allmikið að atvinnumálum,
voru t. d. um tíma báðir í stjórn
Búnaðarfjelagsins. Þessvegna
spurði jeg eitt sinn Björn Jóns-
son ritstjóra að því í gamni, hvers
vegna hann hefði liorn í síðu
minní. Ilann vildi ekki við það
kannast að svo væri, og spurði
hvaða ástæðu jeg hefði til að
spyrja svo. Jeg benti honum þá
á, að jeg væri einn af kennurum
Prestaskólans settur hjá við
stjórnarkosningu í Búnaðarfje-