Lesbók Morgunblaðsins - 29.01.1939, Qupperneq 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
27
Dr. Jón Helgason á vísitasíuferð. Myndin er tekin að Melstað í Miðfirði. Lengst til hægri sjest bisk-
up og biskupsfrúin frú Marie. Þá frú Ingibjörg Briem og síra Jóhann Briem. Þá sonur biskups,
Páll Helgason og loks Guðmundur Theodórsson, fylgdarmaður biskups í 7 sumur.
lagið(!), en Björn hafði verið kos-
inn í þetta 3. sæti í stjórninni.
Hló Björn dátt er hann hevrði
þessa skýringu mína.
Jeg var háskólakennari frá því
Háskólinn var stofnaður 1911 og
til 20. des. 1916. Rekter Háskól-
ans var jeg 1914—15. Starf mitt
við Háskólann A'arð mjer í einu
orði sagt óvenju skemtilegt.
Biskup.
Þegar Þórhallur Bjarnarson
biskup fjell frá, var eigi, að því
er jeg vissi, um aðra talað en
mig, til að verða eftirmaður hans.
Var jeg 20. des. settur biskup.
Fjekk jeg veitingu fyrir em-
bættinu 8. febrúar 1917 og
22. apríl var jeg vígður biskup.
Það gerði Valdimar Briem vígslu-
biskup. Hann hafði fyrir nokkru
dottið af hestbaki og meitt sig í
öxlinni, svo hann gat varía lyft
hendinni. Hann sagði því við mig
á eftir, að hann hefði vígt mig
„með hangandi hendi“.
Ritstörf.
— Hvað getið þjer sagt mjer í
stuttu máli um ritstörf yðar?
— Það yrði langt mál, ef jeg
ætti að tína það til alt, sem jeg
hefi skrifað og látið frá mjer fara
um æfina. Sumir menn eru „for-
fallnir“ í tóbak og brennivín. En
jeg er með þeim ósköpum fæddur
að vera forfallinn í blek. —
Á kennaraárum mínum gaf jeg
út „Verði ljós“ í 9 ár, 1896—
1904. En hætti því síðan. Og það
var vegna þess, að með því að
fást viö slíka útgáfu fanst mjer
jeg alveg vera að missa hæfileik-
ann til þess að lesa stærri bækur.
Allur minn lestrartími fór í að
lesa blöð, og einkum tímarit.
Ári seinna var jeg fenginn til
þess að verða nieðútgefandi að
„Nýju kirkjublaði“ með sr. Þór-
halli Bjarnarsyni. En eftir tvö ár
hætti jeg því.
Á prestaskólaárunum gaf jeg
út sögu fornkirkjunnar, er faðir
minn hafði samið, en entist ekki
aldur til að ljúka við. Samdi jeg
síðasta heftið. Ennfremur gaf
jeg á þeim árum út lrristilega sið-
fræði eftir hann og ágrip af
prjedikunarfræði, sem báðar voru
notaðar við kensluna. Þá samdi
jeg rit um sögulegan uppruna
^fyja testamentisins, er kom út
árið 1904.
Á árunum 1898—1906 vann jeg
með Þórhalli Bjarnarsyni, Eiríki
Briem og Hallgrími biskup Sveins-
syni að útlegging Nýja Testament-
isins, er prentað var 1906. En
þessi ritlegging var síðan endur-
skoðuð og gefin út ásamt þýðing
Haraldar Níelssonar á Gamla
testamentinu. Vann Haraldur að
því með okkur að samræma þýð-
ingarnar.
Eftir að jeg varð lektor 1908
bvrjaði jeg að semja almenna
kirkjusögu. Þar var ágrip af
kristnisögu fslands tekið með.
Síðasta — fjórða — bindið af
þessari almennu kristnisögu kom
ekki út fyr en árið 1930.
En þegar jeg dró saman efni í
íslenska þáttinn af þessu verki,
lagði jeg um leið grundvöllinn að
ítarlegri „kristnisögu íslands, frá
upphafi til A7orra tíma“. Sú bók er
í tveim bindum og kom fyrra
bindið iit 1925, en hið síðara 1927.
Áður hafði ltomið út eftir mig
„Islands Kirke“ á dönsku, sem er
kristnisaga íslands, samin fyrir
útlendinga. Vona jeg, að sú bók
hafi aukið noltkuð þekking manna
á Norðurlöndum á sögu íslands
og menningu. Fyrra bindi þessa
danska rits tilemkaði jeg Guð-
fræðideild háskólans í Kaup-
mannahöfn í þakkarskyni fyrir að
jeg var árið 1917 kjörinn heið-
ursdoktor við Kaupm.hafnar há-
skóla. Nítján árum síðar var jeg
kjörinn heiðursdoktor af guð
fræðideild okkar eigin háskóla.
Stjórnarstörf.
— En nú snúum við okkur aft-
ur að biskupsstarfinu og hvernig
vður fjell það?
— Já, nú getum við vikið að
því aftur. Fyrstu árin tvö fóru
að miklu leyti í það fyrir mig, að
kynna mjer rekstur biskupsem-
bættisins. Varð það mjer erfiðara
fjmir það, að jeg hafði engan vel
kunnUgan til að leiðbeina mjer,
þareð fyrirrennari minn Þórhallur
Bjarnarson var dáinn, fimm dög-
um áður en jeg tók við störfnn
hans.
Mikið af þeim skrifstofustörf-
um, sem biskupsembættinu fylgja,
eru vissulega ekki skemtileg, t. d.